Læknaneminn - 01.03.1980, Page 37
Um 1. árið
Anatom ía
Vegna þess að kennsla í almennri líffærafræði á
haustönn befur verið felld niður hafa nemendur nú
lélegri undirbúning fyrir anatómíuna heldur en áSur
var. I kennslunni er farið nokkuS hratt yfir enda
námsefni mikiS. Gengur mönnum misjafnlega aS
fylgjast rrteS í fyrirlestrunum, ekki síst vegna þess
aS æskilegt er aS ná niSur bæSi myndum og texta
og er hætt viS aS hluti af textanum fari forgörSum
hjá lélegum teiknurum. A þessu má ráSa bót meS því
aS fjölrita teikningar sem síSan er merkt inn á. Var
þetta reynt í nokkrum fyrirlestrum í fyrra og gafst
vel.
Þær bækur sem aSallega er stuSst viS eru tvær,
önnur eftir Woodburne og hin eftir Lockhart o. f).
VirSist sem Woodburne henti betur vegna þess að
hún tekur efnið fyrir á svipaSan hátt og þaS er tekiS
í kennslu. Þó er gott aS lesa Lockhart þegar lært er
um taugar.
Mörgum hefur gefist vel aS nota vasaatlasa sem
nægja í mörgum tilfellum en meS þeim er hægt aS
innbyrSa mikiS af staSreyndum án óþarfa mála-
lenginga.
I fyrra voru sýnikennslutímar inni í Ármúla, sem
tveir 3ja árs nemar sáu um. Var þar um aS ræða
þrívíddarmyndir af námsefninu og einnig var lík
skoðað. Þessir tímar voru mjög gagnlegir ef nem-
endurnir höfðu kynnt sér viðkomandi námsefni fyr-
irfram.
I prófum hefur komið í ljós að hlutfall námsefnis
sem prófað er úr er ekki alltaf í fullkomnu samræmi
við þann tíma sem eytt hefur verið í hvern hluta
námsefnisins. Prófin hafa undanfariS byggst á stór-
um ritgerðum og beinum spurningum. Skiptir miklu
máli að nemendur séu viðbúnir prófverkefnunum
og geti komið efninu frá sér á skipulegan hátt. f því
sambandi er ágætt >að hafa æft sig fyrirfram í því að
gera ritgerðir úr einhverjum hlutum námsefnisins
því að mikiS er lagt upp úr því að skipulag sé haft
á hlutunum.
Björn Blöndal.
Frumulíffrœði
Tvær bækur eru lagðar til grundvallar: Cell and
Molecular Biology eftir De Robertis og De Robertis
og Molecular Biology of the Gene. Bækur þessar eru
nokkuð yfirgripsmiklar og verður því að velja nokk-
uð og hafna. Væri því ráð að fletta þeim vel og at-
huga innihald þeirra áður en sest er niður við lestur
þeirra spjaldanna milli, annars er mikiL hætta á að
um blindan lestur út í loftið yrði að ræða. Eru t. d.
summary aftan við hvern kafla sem segja mönnum
í stuttu máli um hvað kaflarnir fjalla. En algert
grundvallaratriði er að reyna að ná heildarmynd af
faginu sem fyrst, mynda nokkurs konar ramma, sem
menn síðan fylla útí eftir því sem við á, með tilliti
til fyrirlestranna.
Ekki er þó ástæða til aS örvænta þó slík heildar-
mynd verði ekki dregin upp fullmótuð þegar í stað,
því í svo yfirgripsmiklu fagi sem frumulíffræðin er,
þá krefst það sjálfstæðra vinnubragða, sem miSa
frekar aS skilningi en beinum utanlrókarlærdómi.
Annars er kennslunni skipt í tvo megin þætti:
1) Almenna frumulíffræði og
2) ErfSafræSi,
og er erfðafræSiþátturinn um margt stremlmari því
þar er fjallað um sérhæft svið - allítarlega - þar sem
almenna frumulíffræðin stiklar frekar á stóru og
kemur víða við á mörgum sérhæfðum sviðum.
Nemendur skyldu hvorki láta hið sérhæfa né hið
almenna vaxa sér í augum, því kennslan miðar að
því að nemendum sé Ljós grundvallaratriði frumunn-
ar og starfsemi liennar, sem og innbyrðis afstöðu
hlutanna í heilbrigðri frumu og sjúkri í grundvallar-
læknaneminn
33