Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Síða 40

Læknaneminn - 01.03.1980, Síða 40
Um 2. árið Anatómía A öðru ári í læknadeild er kennd anatomía. það hefur ekki farið fram hjá neinum. Fyrirlestrum er skipt í tvennt: makroanatomíu höfuðs og háls, makroanatomíu innyfla, nevróanatomíu og sértæka vefjafræði. Verkleg kennsla er í nevróanatomíu og smásjárskoðun í vefjafræði. Bjarni Konráðsson flutti fyrirlestra um höfuð og háls. Kenndi hann í eina önn, þ. e. haustönn þrjá fyrirlestra á viku. Bjarni er hinn besti maður og vill nemum vel en kennslan er ekki eins og best yrði á kosið. Hann notar svo til eingöngu glærur og fyrir- lestrarnir eru fremur þurrir og alveg bráðsvæfandi. Mæting er að sama skapi léleg. Þó segja sumir að gott sé að fara í tíma til Bjarna og skrifa glósur eft- ir honum eða sitja með Feneis og krossa við og fá þannig beinagrind til síðati uppfyllingar. Þessum mönnum er ég sammála, en það þarf sterkan vilja ef maður á að rífa sig upp á köldum vetararmorgni til þess arna. Jón Níelsson flutti tvo fyrirlestra á viku á vorönn um innyfli. Nokkurt stímabrak þurfti til að fá hann til kennslunnar og seinkaði það henni. Hrönnuðust jsannig upp aukatímar undir vor. Þetta var jtó ekki Jóni að kenna. — Um gæði hans sem anatomíukenn- ara er ekkert að segja, hann er þar alls ekki á heima- velli. Maðurinn er skemmtilegur viðræðu um kírúr- gíu sem er hans svið en hann ætti ekki að vera að halda anatomíufyrirlestra. Eg tel illa gert gagnvart Jóni að nauða í honum að sjá um þessa kennslu og mælist til þess að því verði hætt. Það jjarf ekki að taka fram að mæting í tíma hans var í lágmarki. Hannes Blöndal kenndi nevróanatomiu. Kennslan fór fram á haustönn og voru fyrirlestrar tveir á viku. Kennari var hann frábær að vanda en sjá mátti merki jjess að hann væri orðinn leiður á jressu enda vafalaust ferleg rútína. Var hann ekki eins hress í tímum og þegar við vorum á fyrsta ári og gerði nú 36 meira af jrví að hleypa teikningum sínum upp í al- gert krass í stað jaess að teikna fleiri myndir. — I samskiptum sínum við nemendur fylgir hann Jreirri ágætu reglu sem svo margir góðir barna- og gagn- fræðaskóiakennarar hafa fylgt í gegnum tíðina, að gera ráð fyrir að menn séu hálfvitar þar til annað reynist sannara. Tveir eldri læknanemar sáu um kennslu í verk- legri nevróanatomíu (heilakrufningum). Það voru 14 kennslustundir. Fórst þeim það afbragðsvel úr hendi. Guðmundur Georgsson kenndi sértæka vefjafræði á vorönn, þrjá tíma á viku. Einnig útskýrði hann 70 smásjársýni við löflu í sérstökum tímum. Guðmund- ur er ágætur kennari og fyrirtaks náungi og fjölyrði ég ekki Jrar um frekar. Valgarður Egilsson leikritahöfundur og bóhem- skáld kenndi hluta af námsefninu í vefjafræði. Hann mætti illa og tók Guðmundur J>á efni hans með hraðsuðu. Valgarður er skemmtilegur og hefur á- kveðnar og nútímalegar skoðanir á læknastéttinni og heilbrigðiskerfinu sem mönnum reyndust gagn- legar að íhuga. En menn voru fúlir útí fyrirlestrana hans og J>óttu þeir ruglingslegir og lítt glósuhæfir. Leiðbeiningar við smásjárskoðun annaðist Guð- mundur og hafði með sér fríðan flokk eldri lækna- nema. Voru leiðheiningar þeirra ágætar. 70% mæt- ingarskylda var í smásjártíma en ekkerl verklegt próf. Varð ]>að til þess að menn slógu slöku við smásjárnar og nú er það að byrja að hefna sín í meinafræðinni. Ég legg til að framvegis verði haft verklegt próf og ]>að svínslegt. Utan hefðhundinnar dagskrár kenndi Guðmund- ur almenna vefjafræði á haustönn og Valgarður cytologíu. Þetta var vegna þess að vefjafræði hafði gleymst á fyrsta ári. I stuttu máli var anatomíunámið Jrannig: Höfuð og háls og imiyfli lærðu menn á eigin spýtur. LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.