Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Blaðsíða 40

Læknaneminn - 01.03.1980, Blaðsíða 40
Um 2. árið Anatómía A öðru ári í læknadeild er kennd anatomía. það hefur ekki farið fram hjá neinum. Fyrirlestrum er skipt í tvennt: makroanatomíu höfuðs og háls, makroanatomíu innyfla, nevróanatomíu og sértæka vefjafræði. Verkleg kennsla er í nevróanatomíu og smásjárskoðun í vefjafræði. Bjarni Konráðsson flutti fyrirlestra um höfuð og háls. Kenndi hann í eina önn, þ. e. haustönn þrjá fyrirlestra á viku. Bjarni er hinn besti maður og vill nemum vel en kennslan er ekki eins og best yrði á kosið. Hann notar svo til eingöngu glærur og fyrir- lestrarnir eru fremur þurrir og alveg bráðsvæfandi. Mæting er að sama skapi léleg. Þó segja sumir að gott sé að fara í tíma til Bjarna og skrifa glósur eft- ir honum eða sitja með Feneis og krossa við og fá þannig beinagrind til síðati uppfyllingar. Þessum mönnum er ég sammála, en það þarf sterkan vilja ef maður á að rífa sig upp á köldum vetararmorgni til þess arna. Jón Níelsson flutti tvo fyrirlestra á viku á vorönn um innyfli. Nokkurt stímabrak þurfti til að fá hann til kennslunnar og seinkaði það henni. Hrönnuðust jsannig upp aukatímar undir vor. Þetta var jtó ekki Jóni að kenna. — Um gæði hans sem anatomíukenn- ara er ekkert að segja, hann er þar alls ekki á heima- velli. Maðurinn er skemmtilegur viðræðu um kírúr- gíu sem er hans svið en hann ætti ekki að vera að halda anatomíufyrirlestra. Eg tel illa gert gagnvart Jóni að nauða í honum að sjá um þessa kennslu og mælist til þess að því verði hætt. Það jjarf ekki að taka fram að mæting í tíma hans var í lágmarki. Hannes Blöndal kenndi nevróanatomiu. Kennslan fór fram á haustönn og voru fyrirlestrar tveir á viku. Kennari var hann frábær að vanda en sjá mátti merki jjess að hann væri orðinn leiður á jressu enda vafalaust ferleg rútína. Var hann ekki eins hress í tímum og þegar við vorum á fyrsta ári og gerði nú 36 meira af jrví að hleypa teikningum sínum upp í al- gert krass í stað jaess að teikna fleiri myndir. — I samskiptum sínum við nemendur fylgir hann Jreirri ágætu reglu sem svo margir góðir barna- og gagn- fræðaskóiakennarar hafa fylgt í gegnum tíðina, að gera ráð fyrir að menn séu hálfvitar þar til annað reynist sannara. Tveir eldri læknanemar sáu um kennslu í verk- legri nevróanatomíu (heilakrufningum). Það voru 14 kennslustundir. Fórst þeim það afbragðsvel úr hendi. Guðmundur Georgsson kenndi sértæka vefjafræði á vorönn, þrjá tíma á viku. Einnig útskýrði hann 70 smásjársýni við löflu í sérstökum tímum. Guðmund- ur er ágætur kennari og fyrirtaks náungi og fjölyrði ég ekki Jrar um frekar. Valgarður Egilsson leikritahöfundur og bóhem- skáld kenndi hluta af námsefninu í vefjafræði. Hann mætti illa og tók Guðmundur J>á efni hans með hraðsuðu. Valgarður er skemmtilegur og hefur á- kveðnar og nútímalegar skoðanir á læknastéttinni og heilbrigðiskerfinu sem mönnum reyndust gagn- legar að íhuga. En menn voru fúlir útí fyrirlestrana hans og J>óttu þeir ruglingslegir og lítt glósuhæfir. Leiðbeiningar við smásjárskoðun annaðist Guð- mundur og hafði með sér fríðan flokk eldri lækna- nema. Voru leiðheiningar þeirra ágætar. 70% mæt- ingarskylda var í smásjártíma en ekkerl verklegt próf. Varð ]>að til þess að menn slógu slöku við smásjárnar og nú er það að byrja að hefna sín í meinafræðinni. Ég legg til að framvegis verði haft verklegt próf og ]>að svínslegt. Utan hefðhundinnar dagskrár kenndi Guðmund- ur almenna vefjafræði á haustönn og Valgarður cytologíu. Þetta var vegna þess að vefjafræði hafði gleymst á fyrsta ári. I stuttu máli var anatomíunámið Jrannig: Höfuð og háls og imiyfli lærðu menn á eigin spýtur. LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.