Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Síða 44

Læknaneminn - 01.03.1980, Síða 44
gerðum og fjörutíu krossaspurningum. Munnlega prófið gilti /4, hver ritgerð % °g allar krossaspurn- ingarnar % af einkunn. Flestir voru þeirrar skoð- unar að prófverkefnin hefðu verið sanngjörn. Eink- unnir komu hins vegar á óvart. Þær voru lágar og virtust ekki í samræmi við þá vinnu, sem nemendur höfðu lagt á sig. Sverrir Harðarson. Lyfja- oy eiturefnafræSi Veturinn 1979—’80 sáu Þorkell Jóhannesson pró- fessor og Magnús Jóhannsson um kennslu í lyfja- fræði á 3. ári. Fyrirlestrar þeirra eru góðir hver á sinn hátt, vel undirbúnir og tel ég nauðsynlegt að mæta í þá alla, því ekki er fylgt neinni kennslubók svo nokkru nemi. Nóg er að lesa fyrirlestrana ein- göngu til að ná sæmilegri einkunn á prófi, ef þeir eru samviskusamlega teknir niður. Gott er þó að lesa bók I_,aurence, Clinical Pharmacology, til upp- fyllingar. Bók Goth, Medical Pharmacology, er einn- ig góð en oft ekki nægilega ýtarleg miðað við fyrir- lestra. Kennslufyrirkomulag Magnúsar er til fyrirmynd- ar. Framsetning hans er skipuleg, skýr og skorinorð. Þorkell aftur á móti talar meira og minna í belg og biðu og maður má oft á tíðum hafa sig allan við að ná niður glósum, sem er alveg lífsnauðsynlegt því það er til prófs er fram kemur í fyrirlestrum þótt það finnist ekki í kennslulrókum. Ábendingu um að tala hægar tók Þorkell vel, en gleymdi sér þó fljótt aftur og allt fór í sama farið á ný. Allt komst þó til skila hjá Þorkeli að lokum og fyrirlestrarnir voru góðir aflestrar eftir á. I samhæfðu lyf j afræðinni er bók Levine’s, Pharmacology, Drug Actions and Reactions, ágæt lesning en þar er þó aðeins að finna lítinn hluta námsefnisins svo hér verður líka að mæta í fyrir- lestra, sem eru mjög góðir. Fyrirlestrafjöldi er mikill. Kennt er í janúar þegar aðrir bóklegir tímar falla niður vegna verklegrar kennslu og finnst mér það engan veginn nógu gott. Það sem kemur fram á eftirmiðdags- og kvöldfund- um er einnig til prófs og auka þeir enn á tímafjölda í greininni, sem var nógur fyrir. Það helsta sem er aðfinnsluvert að mínu mati er að hér er verið að endurtaka svo til nákvæmlega kennslu um vítamín og hormón sem kennd er á 2. ári. Hér er varið vikum til þessarar yfirferðar þegar nokkur upprifjun væri nægileg. Hvernig væri að kennarar á 2. og 3. ári samhæfðu nú kennslu sína um vítamín og liormón? Einnig er lopinn teygður til yfirferðar á hlutum tengdum námsefninu, t. d. neuróanatomíu og fysiologiu í sambandi við MTK- lyf, hjartalyf og nýrnalyf. Svona upprifjun er ágæt á sinn hátt, en tíminn sem ætlaður er til kennslunn- ar nægir engan veginn til svona útúrdúra. Osam- ræmi er einnig milli mikilvægis hinna ýmsu lyfja- flokka og fyrirlestrafj ölda sem í þá er eytt. Verklegri kennslu í lyfja- og eiturefnafræði í því formi sem hún er nú mætti svo til sleppa, því af- skaplega lítið er á henni að græða. Eflaust má finna leiðir til úrbóta t. d. kvikmyndir, því sumir verk- legu tímarnir mistókust því mýsnar svöruðu lyfjun- um ekki á „réttan' ‘hátt. J’orkell Jóliannesson prófessor, Jóhannes Skafta- son leklor og Jakob Kristinsson aðjunkt, kenna eit- urefnafræði. Fyrirlestrarnir eru mismunandi eins og gengur og gerist. Engin kennslubók er lögð til grundvallar kennslunni og verður því að mæta í fyrirlestra þar sem það er eina leiðin til að komast að því hvert námsefnið er. I hluta fyrirlestranna er notast við fjölrit sem eins gott er að halda til haga jafnóðum. Fjölritin eru þó ekki nægilega ýtarleg og þarf því að mæta í fyrirlestra og bæta inn í þau. Eflaust má mikið meira um kennsluna segja en ég læt hér staðar numið. Sigríður Hugrún Ríkarðsdótlir. Sýlila- oy ónæniisfræifi Bakteríufrœði Arinbjörn Kolbeinsson annaðist fyrirlestrahald í bakteríufræði, að frátöldum tveimur fyrirlestrum sem Kristín Jónsdóttir hélt. Gæði kennslunnar hjá Arinbirni fólust í því að hann tók efnið fyrst og fremst frá klínisku sjónar- horni og var að mestu laus við óþarfa fræðilegar vangaveltur. Á hinn bóginn fannst mér full mikið um efni, sem einungis hefur laboratoriskt gildi, þó alltaf megi deila um hvaða efni höfðar til okkar sem verð- 40 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.