Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Blaðsíða 44

Læknaneminn - 01.03.1980, Blaðsíða 44
gerðum og fjörutíu krossaspurningum. Munnlega prófið gilti /4, hver ritgerð % °g allar krossaspurn- ingarnar % af einkunn. Flestir voru þeirrar skoð- unar að prófverkefnin hefðu verið sanngjörn. Eink- unnir komu hins vegar á óvart. Þær voru lágar og virtust ekki í samræmi við þá vinnu, sem nemendur höfðu lagt á sig. Sverrir Harðarson. Lyfja- oy eiturefnafræSi Veturinn 1979—’80 sáu Þorkell Jóhannesson pró- fessor og Magnús Jóhannsson um kennslu í lyfja- fræði á 3. ári. Fyrirlestrar þeirra eru góðir hver á sinn hátt, vel undirbúnir og tel ég nauðsynlegt að mæta í þá alla, því ekki er fylgt neinni kennslubók svo nokkru nemi. Nóg er að lesa fyrirlestrana ein- göngu til að ná sæmilegri einkunn á prófi, ef þeir eru samviskusamlega teknir niður. Gott er þó að lesa bók I_,aurence, Clinical Pharmacology, til upp- fyllingar. Bók Goth, Medical Pharmacology, er einn- ig góð en oft ekki nægilega ýtarleg miðað við fyrir- lestra. Kennslufyrirkomulag Magnúsar er til fyrirmynd- ar. Framsetning hans er skipuleg, skýr og skorinorð. Þorkell aftur á móti talar meira og minna í belg og biðu og maður má oft á tíðum hafa sig allan við að ná niður glósum, sem er alveg lífsnauðsynlegt því það er til prófs er fram kemur í fyrirlestrum þótt það finnist ekki í kennslulrókum. Ábendingu um að tala hægar tók Þorkell vel, en gleymdi sér þó fljótt aftur og allt fór í sama farið á ný. Allt komst þó til skila hjá Þorkeli að lokum og fyrirlestrarnir voru góðir aflestrar eftir á. I samhæfðu lyf j afræðinni er bók Levine’s, Pharmacology, Drug Actions and Reactions, ágæt lesning en þar er þó aðeins að finna lítinn hluta námsefnisins svo hér verður líka að mæta í fyrir- lestra, sem eru mjög góðir. Fyrirlestrafjöldi er mikill. Kennt er í janúar þegar aðrir bóklegir tímar falla niður vegna verklegrar kennslu og finnst mér það engan veginn nógu gott. Það sem kemur fram á eftirmiðdags- og kvöldfund- um er einnig til prófs og auka þeir enn á tímafjölda í greininni, sem var nógur fyrir. Það helsta sem er aðfinnsluvert að mínu mati er að hér er verið að endurtaka svo til nákvæmlega kennslu um vítamín og hormón sem kennd er á 2. ári. Hér er varið vikum til þessarar yfirferðar þegar nokkur upprifjun væri nægileg. Hvernig væri að kennarar á 2. og 3. ári samhæfðu nú kennslu sína um vítamín og liormón? Einnig er lopinn teygður til yfirferðar á hlutum tengdum námsefninu, t. d. neuróanatomíu og fysiologiu í sambandi við MTK- lyf, hjartalyf og nýrnalyf. Svona upprifjun er ágæt á sinn hátt, en tíminn sem ætlaður er til kennslunn- ar nægir engan veginn til svona útúrdúra. Osam- ræmi er einnig milli mikilvægis hinna ýmsu lyfja- flokka og fyrirlestrafj ölda sem í þá er eytt. Verklegri kennslu í lyfja- og eiturefnafræði í því formi sem hún er nú mætti svo til sleppa, því af- skaplega lítið er á henni að græða. Eflaust má finna leiðir til úrbóta t. d. kvikmyndir, því sumir verk- legu tímarnir mistókust því mýsnar svöruðu lyfjun- um ekki á „réttan' ‘hátt. J’orkell Jóliannesson prófessor, Jóhannes Skafta- son leklor og Jakob Kristinsson aðjunkt, kenna eit- urefnafræði. Fyrirlestrarnir eru mismunandi eins og gengur og gerist. Engin kennslubók er lögð til grundvallar kennslunni og verður því að mæta í fyrirlestra þar sem það er eina leiðin til að komast að því hvert námsefnið er. I hluta fyrirlestranna er notast við fjölrit sem eins gott er að halda til haga jafnóðum. Fjölritin eru þó ekki nægilega ýtarleg og þarf því að mæta í fyrirlestra og bæta inn í þau. Eflaust má mikið meira um kennsluna segja en ég læt hér staðar numið. Sigríður Hugrún Ríkarðsdótlir. Sýlila- oy ónæniisfræifi Bakteríufrœði Arinbjörn Kolbeinsson annaðist fyrirlestrahald í bakteríufræði, að frátöldum tveimur fyrirlestrum sem Kristín Jónsdóttir hélt. Gæði kennslunnar hjá Arinbirni fólust í því að hann tók efnið fyrst og fremst frá klínisku sjónar- horni og var að mestu laus við óþarfa fræðilegar vangaveltur. Á hinn bóginn fannst mér full mikið um efni, sem einungis hefur laboratoriskt gildi, þó alltaf megi deila um hvaða efni höfðar til okkar sem verð- 40 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.