Læknaneminn - 01.03.1980, Page 57
stjórnarnefnd ríkisspítalanna hafði ekki skilað um-
sögn um tillöguna að samningnum, en það gerði hún
loks seint í haust. Síðan hefur málið dregist vegna
stjórnmálaástandsins.
Skýrsla ritstjórnar Lwknanetnans
Tvö blöð hafa komið út frá síðasta aðalfundi, þ.e.
4. tbl. 1978 og 1. tbl. 1979. Hefur þannig orðið
nokkur dráttur á útgáfu blaðsins. A þessi dráttur
sér margvíslegar orsakir, og yrði of langt, mál að
tíunda þær hér, en vafalaust á hinn langi tími sem
efnisöflun tekur hér stærstan hlut að máli. Nresta
blað er langt komið í prentun, og einnig liggur mik-
ið efni fyrir í tvö næstu.
Ritstjórnin hefur reynt að fylgja fornum venjum
og hefðum blaðsins, þar sem megin áhersla var
lögð á fræðilegar greinar á sviði læknisfræði, jafn-
framt því sem félagslegt efni tengt læknanemum
fékk að fljóta með.
Tregða læknanema að skrifa í blaðið hefur mjög
háð allri efnisöflun og ljóst er að taka verður út-
gáfu blaðsins til rækilegrar endurskoðunar ef hlutur
læknanema eykst ekki frá því sem nú er.
Efla þyrfti tengsl stjórnar F.L. og útgáfustjórnar-
innar til að auka félagslegt efni í blaðinu, og til
þess að blaðið þjóni betur hlutverki sínu sem mál-
gagn F.L. Má í þessu sambandi benda á það fyrir-
komulag sem tíðkast hjá læknablaðinu þar sem eru
tveir ritstjórar, annar fyrir félagslegt efni en hinn
fyrir fræðilegt.
Að lokum viljum við þakka öllum er lögðu hönd
á plóginn til útgáfu blaðsins, og þökkum ritstjórnar-
mönnum fyrir samstarfið.
Finnbogi Jakobsson,
Lárus J. Karlsson.
Skýrsla fortnanns kennslumálanefnd-
ar F. L. 1979 - 80
í þessari skýrslu verður drepið á helstu mál, sem
fyrir kennslunefnd læknadeildar komu á þessu starfs-
tímabili. Starfsvið kennslunefndar breyttist talsvert
með nýju Háskólalögunum og reglugerðinni sem
Aj ritnejndarfundi.
gengu í gildi nú í baust. I nýju reglugerðinni, sem
gekk í gildi 26/9 ’79 segir um starfsvið kennslu-
nefndar (73. gr.):
„Kennslunefnd og kennslustjóri fylgjast með þró-
un læknakennslu hérlendis og erlendis og hafa gild-
andi kennsluskipan stöðugt í athugun, og gera í
samráði við kennara tillögur um námsefni og magn
þess, kennslutíma og fyrirkomulag prófa, annast sam-
ræmingu kennslu og prófa, sjá um samningu og
útgáfu kennsluskrár, veita kennurum og slúdentum
leiðheiningar og sinna öðrum verkefnum, sem deild-
arfundir, deildarráð eða deildarforseti kunna að
fela þeim.“
Þessar breytingar fela í sér að kennslunefnd hef-
ur nú raunverulega vökl til þess að hafa afskipti
af lcennslumálum í deildinni, sem ekki var til staðar
áður. Einnig losnar kennslunefnd nú undan því að
þurfa að fjalla um ýmis afgreiðslumál er áður tóku
upp mikinn tíma, s.s. sjúkrapróf og undanþágumál.
Deildarráð hefur þó tekið upp á því að vísa ýmsum
slíkum málum til kennslunefndar og telja verður það
miður, því bæði hefur það tekið upp mikinn tíma
og eins er hitt að afgreiðsla mála hefur dregist úr
hófi við þetta og hafa ýmis undanþágumál verið að
velkjast milli deildarráðs og kennslunefndar í óeðli-
lega langan tíma, án þess að betri málsafgreiðsla hafi
í raun hlotist. Kennslunefnd hefur verið treg til að
taka slíkan málarekstur að sér, enda hefur nefndin
nóg á sinni könnu.
í kennslumálanefnd F.L. áttu sæti eftirfarandi
nemendur:
LÆKNANEMINN
51