Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Side 61

Læknaneminn - 01.03.1980, Side 61
enda fyrr en á síðustu stundu og hafa mýmörg dæmi verið um slíkt. Skrifstofa deildarinnar hefur fengið ákaflega slæmt orð á sig fyrir óliðlegheit í garð nemenda, sem snúa sér til hennar og geta nemendur því eins snúið sér til félagsins til að fá vitneskju um rétt sinn. Að lokum vil ég þakka því fólki, sem með mér sat í kennslumálanefndinni fyrir ánægjulegt samstarf. Hannes Stephensen. Shýrslu frœðslunefndar Á starfsárinu voru haldnir fjórir fræðslufundir. Fyrsti fundurinn var með Sigurði Björnssyni onco- log, sem fjallaði um ný viðhorf í meðferð krabba- meins. Var fundurinn frábærlega vel sóttur. Annar fundurinn fjallaði um s.k. CAT-scanner, sem mikið hefur verið rætt um undanfarið. Til uppfræðslu um scannerinn mættu þeir Jón L. Sigurðsson og Guð- mundur S. Jónsson. t janúar var haldinn fræðslu- fundur með Sigurði E. Þorvaldssyni, þar sem hann sýndi með myndum og skýrði út ýmsar aðferðir við kosmetiska- og plastikkirurgiu. Síðasti fundurinn sem fráfarandi fræðslunefnd hélt var með Þórði Harðarsyni lækni á Bsp. og fjallaði hann um s.k. noninvasivar hjartarannsóknir. Á fundina mættu á bilinu 15 til 40 manns og telst nokkuð gott. Er von- andi að talan 40 verði ekki óalgeng á fræðslufund- um í framtiðinni. Jónas Ingimarsson. Frá fulltrúuráði Starfsárið hófst í apríl 1979, með páskaballi. Það varhaldið í Átthagasal Hótel Sögu. Undirtektir voru frekar dræmar, einkum af eldri árgöngum. Kynningardansleikur í framhaldi af kynningar- fundi 1. árs nema, var haldinn í október. Tókst hann mjög vel. Skemmtunin fór fram í Fáksheimil- inu og sáum við þar sjálf um vínsöluna. Það er reynsla okkar að slíkt borgar sig alls ekki, því mikil vinna er fólgin í þessu og þó verð sé aðeins lægra en gerist á almennum dansstöðum, þá er úrval vín- tegunda í lágmarki. Fyrstu helgina í desember fóru 6 læknanemar í vís- Aj jræSslajundi. indaleiðangur til Vestmannaeyja. Þessi frábæra þátt- taka á sér enga einhlíta skýringu, aðra en almennt áhugaleysi. Taka þarf til endurskoðunar hvort grund- völlur sé fyrir fleiri vísindaleiðöngrum í þessu formi. Sjúkrahús Vestmannaeyja tók á móti hinum áhuga- sömu nemendum af nokkru fálæti, en annars var aðbúnaður í lagi. 19. des. sl. var haldinn jóladans- leikur í Átthagasal Hótel Sögu. Tókst hann ágætlega og var þátttaka góð. 21. febr. 1980, var árshátíð læknanema haldin. Að venju fór hún fram í Þórskaffi. Þátttaka var mjög góð, og þótti hátíðin takast vel. Maturinn frá Þórskaffi var óvenjugóður. Heiðursgestir voru þeir Tryggvi Ásmundsson og Hrafnkell Helgason. Aklrei þessu vant voru engir aðkeyptir skemmtikraftar, en þess í stað skemmtu nemendur sjálfir. Gæðin voru misjöfn, en verða vonandi betri næst og þá með þátt- töku allra árganga. t þessu felst mikill sparnaður og var maturinn seldur á kostnaðarverði, en hinir síðbúnu gestir sáu um að greiða niður önnur út- gjöld. Ársskijrslu hópslysanefndar Sem endranær hefur starf hópslysanefndar verið hlómlegt, þrátt fyrir að með nokkuð sérstæðum hætti hafi verið, og þykir ekki ástæða til að tíunda það hér. Að vanda hefur fjárskortur háð starfseminni veru- lega og ekki hefur verðbólgan látið sitt eftir liggja til að rýra enn frekar þessa fáu aura nefndarinnar. LÆKNANEMINN 55

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.