Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Side 70

Læknaneminn - 01.03.1980, Side 70
ectopiska ADH myndun. Þá er það þekkt, að lithi- um getur hindrað ADH verkun á nýrun og hefur það lyf verið notað með árangri við SIADH vegna höf- uðáverka og af völdum heilaæxla. - Umrædd kona var meðhöndluð með vökvasvelti. Eftir að hún hafði aðeins fengið 1000 ml. af vatni á sólarhring í 5 daga var se. natrium orðið 133 mEq/1. og öll einkenni gengin til baka. Oeðlileg lungnamynd En hvers vegna var þessi kona með SIADH? Lungnamynd sýnir, auk áður þekktrar útbreiddrar berklabreytingar, slóra æxlisgrunsamlega þéttingu niður frá vinstra lungnahilus. Ekki síst í ljósi reyk- ingasögu þótti strax sennilegast, að hér væri á ferð- inni smáfrumuæxli í lunga og þess vegna vænlegast að renna fyrir sjúkdómsgreiningu þar. Strax og se. natrium var orðið eðlilegt var svo gerð berkjuspegl- un og sást þá stórt æxli, sem lokaði nær alveg berkjugrein til neðri hluta vinstra lunga. Vefjasýni staðfestu síðan, að hér var um að ræða smáfrumu- æxli (oat cell cancer). Afdrif Vegna þess að æxlið var mjög nálægt carina var strax Ijóst, að það var óskurðtækt. Þess má og geta, að margir læknar telja smáfrumuæxli ævinlega ó- skurðtæk vegna þess hversu fljótt þau sá sér út um líkamann. Þess vegna var hafin meðferð með frumu- eyðandi lyfjum, Cyclophosphamid, Vincristine og Methotrexate ásamt geislun á æxlið. Bt á þá svo við, að átta vikum síðar voru öll merki æxlisins horfin. Lyfjameðferð var svo haldið til streitu í sex mánuði án áfalla. Sjö mánuðum eftir að meðferð var hætt veiktist konan aftur, þá móð og með hita. Skoðun þá sýndi eitlastækkun á hálsi og vökva í vinstri brjóstholshelming. Á báðum þessum stöðum reynd- ist sams konar æxlisvöxtur og áður. Konan neitaði nú frekari meðferð og lést hún fimm mánuðum síð- ar, 18 mánuðum frá greiningu. SIADH P.A.D.: Carcinoma anaplasticum pulmonum sin (oat cell typa). Um 2. ctiið Framh. aj bls. 38. Verklegar æfingar sem þessar eru mjög góðar og markviss kennsluaðferð ef rétt er að farið. F'ram- kvæmd og skipulagning tillraunanna var yfirleitt mjög góð ásamt þvi að kennarar lögðu sig alla fram svo góður skilningur fengist á viðfangsefninu. Það sem miður fer í þessari kennslu er óþarflega mikil skýrsluvinna, sem verður eftir stærstu tilraun- irnar. Vinnu Jjessa má sumpart skrifa á kostnað hæfi- leikaleysis nemenda til að greina aðalatriði frá auka- atriðum og sumpart á kennaranna sem krefjast ná- kvæmrar útlistunar á hverum einstökum atburði til- raunarinnar, hversu óraunhæfar sem forsendurnar kunna að vera. Til dæmis má nefna útskýringar á einstökum við- brögðum hálfdauðrar rottu sem búið er að hamast á í fimm klukkustundir og Jrar fram eftir götunum. Skýrsluvinnan er metin til vorprófs sem 1,5 ef nemandi fær 10 fyrir allar skýrslurnar. Liggja eink- unnir yfirleitt á bilinu 8,5-10 þannig að þetta hefur töluvert að segja á vorprófi. Með Jdví að meta tilraunavinnuna á vorprófi standa lífeðlisfræðikennarar kollegum sínum í líf- efnafræði langtum framar. Sú hætta fylgir þó þess- um metnu skýrslum að kröfurnar virðast verða sí- fellt meiri gagnvart niðurstöðum og frágangi skýrsl- anna með þeim afleiðingum að nemendur týni sér í smásmugulegheitum og annarri fullkomnunaráráttu. Það færi vel ef kennurunum tækist að koma i veg fyrir þetta. Eiríkur Jónsson. 64 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.