Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Qupperneq 7

Læknaneminn - 01.04.1995, Qupperneq 7
UMRITUNARPROTEIN Hlutverk stofnfruma er ekki takmarkað við fósturþróun því talið er að stofnfrumur séu til staðar í flestum fullorðnum líffærum. Þörf slíkra fruma er augljós í líffærum sem endurnýja sig stöðugt svo sem blóðvef, húðþekju, æðaþeli og sæðisfrumum. Stofnfrumur eru einnig til staðar og hafa mikilvægu hlutverki að gegna í líffærum eins og lifrinni sem venjulega hafa enga frumufjölgun, en geta svarað vefjaskemmdum með frumufjölgun. Þess ber að geta að stofnfrumur skipta sér mjög hægt nema að þörfin fyrir nýjar frumur sé mjög aukin vegna til dæmis vefjaskemmda. Stofnfrumur geta bæði endurnýjað sig óendan- lega og leitt til myndunar á öllum sérhæfðum frumum líffæris. Þessir eiginleikar hafa hagnýtt gildi í læknisfræði því fræðilega er hægt er að endurnýja sjúkt líffæri með flutningi stofnfruma. Þetta hugtak er notað daglega í líffæraflutningi beinmergs og húðþekju. í dag beinast rannsóknir að því að einangra stofnfrumur frá mismunandi líffærum, breyta eiginleikum þessara fruma með erfðatækni, og flytja aftur inní lifandi dýr. Líklegt er að þessar rannsóknir muni leiða til nýrra genameðferða í framtíðinni. Umritunarprótein í frumusérhæfíngu Frumusérhæfing einkennist af breytingu á tjáningu gena. Til dæmis þó mörg gen séu tjáð bæði í forstigsfrumum hvítra blóðkorna og fullþroska hvítum blóðkornum þá er munurinn á þessum tveim frumum tilkominn vegna þess að mismunandi gen eru tjáð í sitthvorri frumunni. Það kom því ekki á óvart að prótein sem stjórna umritun gena gegna lykilhlutverki í frumusérhæfingu. Slík umritunar- prótein (transcription factors) bindast stýrisvæðum gena (enhancers) og örva eða hamla umritun (Mynd 2a) frá viðkomandi geni. Til einföldunar má hugsa sér að mismunandi stig í sérhæfingu ákveðinnar frumu einkennist af tilvist mismunandi umritunar- próteina sem örva tjáningu eingöngu á þeim genum sem einkenna hvert stig (Mynd 2b). Augljóslega er þetta einföldun því þetta fyrirkomulag myndi krefjast sérstaks umritunarpróteins fyrir hvert einstakt gen. I raun er hverju geni stjórnað af mörg- um umritunarpróteinum og því getur mismunandi samsetning tiltölulegra fárra umritunarpróteina leitt til þess margbreytileika sem er nauðsynlegur fyrir lag stjórnunar á umritun gena. Umritun hefstfrá promoter svæðinu. Þetta svœði gensins er bundið grunn umritunar- próteinum sem mynda byrjunarstað jyrir RNA polymerasa II. Annað svœði gensins, venjulega staðsett framar upp- hafsstaðnum, inniheldur stýrisvœði. Þetta svœði er bundið af umritunarpróteinum, sem ásamt grunn umritunar- próteinunum, hvetja eða letja verkun promoters. Umrit- unarprótein sem taka þátt í frumuþroska og frumussérhœfingu, bindast venjulega við stýrisvœði gena. b. Einfalduð mynd afhlutverki umritunarpróteina ífrumu- sérhœfmgu. Þrjú stig (A,B og C) í sérhœfmgu fruma eru sýnd. Hvert stig einkennist af tjáningu á sérstöku geni (einnig nefnd A,B og C). Hvert gen inniheldur stýrisvœði með mismunandi bindistöðum fyrir umritunarprótein. / þessu módeli eru frumugerðir ( eða sérhœfingarstig) ákvarðaðar með sértœkri tjáningu umritunarpróteina. Tökum dcemi: fruma A inniheldur umritunarprótein (sýnt sem hringur), sem getur einungis bundist og virkjað gen A. Gen B og C innihalda önnur frumusértœk umritunar- prótein, sem virkja, hvertfyrir sig, sértœkt gen B og C. c. Samsett virkjun gena. Stjórnunfrumusérhœfingarfelur í sér virkjun og/eða bœlingu á tjáningu gena með sam- settum umritunarpróteinum. Þannig getur markgen umrit- unarpróteins verið meðhöndlað aföðru umritunarpróteini sem er tjáð samhliða. LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.