Læknaneminn - 01.04.1995, Page 14
Tafla 3. Helstu astmalyf sem notuð eru hérlendis
Berkjuvíkkandi lyf Dæmi
Stuttverkandi 62 agonistar Langverkandi 62 agonistar Andkolinerg lyf Methylxanthine Terbutalin (Bricanyl), Salbutamol (Ventoiin) Salmeterol (Serevent), Formoterol (Fenoterol)* Ipratropíum Brómíð (Atrovent) Theophyllamin (t.d. TheoDur, Unixan)
Bólgueyðandi lyf Dæmi
Eldri innúðasterar Nýrri innúðasterar Bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID) Beclomethason (Becotide) Budesonide (Puimicort), Fluticasone (Flixotide) Cromolyn (Lomudai), Nedocromil (Tilade)**
*ekki fáanlegt hérlendis þegar greinin er rituð **notað í USA
Astmi Og ofnæmi - Breytingar á ingurinn verður einkennalaus og það án lyfja-
umhverfinu og afnæmismeðferð meðferðar.
Mikilvægt er að ganga úr skugga um hvort
astmasjúklingar séu með ofnæmi. Tuttugu og fimm
til áttatíu og fimm prósent astmasjúklinga eru með
jákvæð húðpróf fyrir einhverjum loftbornum
ofnæmisvökum og fer það eftir aldri sjúklinga og
búsetu. Best er að greina ofnæmi með því að taka
ítarlega sögu og framkvæma í samræmi við hana
húðpróf og/eða RAST próf. Húðpróf er æskilegri
greiningaraðferð þar sem prófið er nákvæmt, ódýrt
og fljótlegt ef það er framkvæmt af þjálfuðum
aðilum. RAST er aftur á móti dýrt og niðurstöður
fást ekki strax. I kjölfar ofnæmisrannsóknar er síðan
hægt að ráðleggja sjúklingi og fjölskyldu hans
hvernig best sé að losna við ofnæmisvaldinn úr
umhverfinu. Aðgerðir til að draga úr ofnæmis-
völdum í unrhverfi sjúklings ættu alltaf að hafa
forgang í meðferð astmasjúklinga þar sem þær eru
alltaf án aukaverkana og yfirleitt ódýr og rökrétt leið
til að minnka bólgusvar í öndunarvegi. I samræmi
við útkomu húðprófs er einnig hægt að taka afstöðu
til hugsanlegrar afnæmismeðferðar (allergen imm-
unotherapy). Afnæmismeðferð getur verið mjög
gagnleg hjá sjúklingum með frjónæmi og astma.
Meðferðin er að vísu tímafrek og henni geta fylgt
aukaverkanir. Hún getur dregið úr einkennum frá
augum, nefi og lungum, jafnvel svo að einstakl-
Lyfjameðferð við astma
Tveir meginflokkar lyfja eru notuð við meðferð
á astma. Annars vegar er um berkjuvíkkandi lyf að
ræða og hins vegar bólgueyðandi lyf (Tafla 3).
Við val á lyfjameðferð^ þarf að taka mið af aldri
sjúklings og því hversu slæmur astminn er. Stefnt
skal að því að nota minnstu mögulegu lyfjaskammta
sem halda sjúklingi einkennalausum. Oft þarf
samspil nokkurra lyfja úr töflu 3 til að þetta náist.
Berkjuvíkkandi lvf
Þrjár tegundir berkjuvíkkandi lyfja eru notaðar
hérlendis. Beta 2 agonistar, methýlxantín og and-
kólínerg lyf.
Stuttverkandi B2 agonistar valda berkjuvíkkun
innan nokkurra mínútna, en verkun þeirra stendur
einnig stutt (um 4-6 klst). Allir astmasjúklingar
ættu að eiga þessi lyf og geta gripið til þeirra eftir
þörfum (við andþyngslum, hósta, mæði og surgi).
Yfirleitt á ekki að nota þá reglulega eins og gert var
áður fyrr (t.d. tvisvar eða þrisvar á dag). Stuttverk-
andi 62 agonistar eruJcjörlyf fyrir sjúklinga með
vægan astma, sem fyrirbyggjandi lyf fyrir áreynslu
og sem fyrsta lyf í bráða astmakasti.
12
LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.