Læknaneminn - 01.04.1995, Page 20

Læknaneminn - 01.04.1995, Page 20
annars, og því getur meðferð sjúklingsins breyst upp og niður eftir þessurn tröppugangi. Vægur astmi Sjúklingar með vægan astma finna fyrir surgi, hósta og mæði sjaldnar en tvisvar í viku og einkennin vara skemur en klukkustund í senn. Þessir sjúklingar eru einkennalausir milli kasta og vakna sjaldan með nætureinkenni (sjaldnar en tvisvar í mánuði). Mælingar með PEF eða spírometríu eru alveg innan eðlilegra marka (yfir 80% af spáðu gildi). Dægursveiflur (með PEF) mælast innan 20%. Þessir sjúklingar svara vel meðferð með B2 agonistum og eru það jafnframt kjörlyf fyrir þennan hóp. Auk þess þurfa þeir stundum berkjuvíkkandi lyf fyrir áreynslu og í nálægð ertiefna eða ofnæmisvaka. Meðalslæmur astmi Ef sjúklingur er með einkenni oftar en tvisvar í viku og næturastma oftar en tvisvar í mánuði, þarf að ýta sjúklingnum upp tröppuganginn á næsta þrep (Mynd 8) og herða á meðferðinni. Sjúklingar með meðalslæman astma þurfa I32 agonista oftar en þrisvar í viku og hafa veruleg áreynslu einkenni. FEVl og PEF mælast 60-80% af spágildi og dægursveiflan 20-30% (þ.e. PEF gildi er 20-30% lægra að morgni en að kvöldi). FEVI lagast um 15% eða meira eftir gjöf berkjuvíkkandi lyfja. Flér er rétt að hefja meðferð með innúðasterum. Gjarnan er byrjað með t.d. 400-800 ug á dag í tveimur skömmtum. Síðan er hægt að auka eða minnka skammtinn á nokkurra mánaða fresti eftir þörfum. Samfara þessari meðferð notar sjúklingur B2 agonista eftir þörfum. Sé þessi meðferð ekki nægileg má tvöfalda skammt innúðasteranna um tíma og/eða bæta við langverkandi 62 agonista. Einnig mætti hugsa sér að nota teofýlamín. Ef upphafsmeðferð sjúklings var Lomudal, er rétt að skipta yfir í innúðastera. Sé sjúklingur með vaxandi astma einkenni t.d. veruleg andþyngsli, surg, mæði og nætureinkenni að auki, er rétt að gefa stuttan töflukúr af barksterum t.d. prednisolon 0.5-1.0 mg/kg/dag í einum eða tveimur skömmtum í 5-7 daga og síðan 10-15 mg/dag í 5-7 daga. Aukaverkanir af slíkum skammti eru fáar og óþarfi að trappa sterana hægar niður. Alvarlegur astmi Þessir sjúklingar eru með viðvarandi einkenni, skert áreynsluþol, minnkandi vinnugetu og tíð nætureinkenni. Oft leita þeir á bráðamóttökur og stundum þarf að leggja þá inn á sjúkrahús. PEF og FEV1 er verulega skert eða innan við 60% af viðmiðunargildi. Svörun við berkjuvíkkandi lyfjum er takmörkuð (< 15%). Dægursveiflur á PEF mæli eru oftast yfir 30%. Þörf er á mun hærri skömmtum af innúðasterum (800-1600 ug/dag). Auk þess notar sjúklingur B2 agonista eftir þörfum. Einnig ætti að hafa önnur lyf í huga: • langverkandi B2 agonista • teófylamín, sérstaklega ef nætureinkenni eru til staðar • stutta prednisólon kúra þegar einkenni brjótast fram • andkólinerg lyf • inntökustera til notkunar að staðaldri en þá skal nota lægsta mögulegan skammt af barksterum, sem er jafnvel gefinn annan hvern dag • önnur lyf (t.d. metotrexate, gull, cyclosporin A - sjá síðar) Æskilegt er að nota frekar háan skammt af innúðasterum, jafnvel upp að 2000 pg/dag frekar en daglega meðferð með p.o. barksterum. En ef þeirra er þörf, þá er methylprednisólon jafnvel betri kostur en prednisólon* þ.s. með því fæst betri dreifing sterans í lungnavef og færri aukaverkanir, t.d. minni bjúgsöfnun (7). Onnur lyf Þegar sjúklingurinn er kominn á efsta þrep í tröppugangnum, og er með veruleg einkenni þrátt fyrir fulla lyfjameðferð, þarf að leita annarra lausna. Þá er öndunarvegurinn mjög bólginn og ertanleiki gífurlegur. Þessir sjúklingar eru oftast á háum skömmtum af innúðasterum auk p.o. barkstera með öllum aukaverkunum sem þeim fylgja. Þeir hafa „Cushings“ útlit, beinþynningu og samfall hryggjar- liða, háþrýsting, bjúgsöfnun, vagl, sykursýki, tíðar sýkingar, marbletti og sár gróa seint og illa. Ymis lyf hafa verið notuð sem „sterasparandi“ í þessu samhengi m.a. metotrexate, gull og cyclo- sporin A. 18 LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.