Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Síða 27

Læknaneminn - 01.04.1995, Síða 27
HORMÓNAMEÐFERÐ prógesteróns sjást m.a. á því að í háum skömmtum getur það haft róandi eða jafnvel svæfandi áhrif. Hemjandi áhrif prógesterónseru talin koma frá hinu virka niðurbrotsefni, allópregnanólón. (8) Um mikilvægi testósteróns hjá konum hefur ekki verið mikið fjallað undanfarin ár, en auk þess að vera nauðsynlegt fyrir estradíól framleiðslu hefur það trúlega talsverðu hlutverki að gegna fyrir kyn- hvötina. Samhliða þeirri aukningu sem verður á estrógen framleiðslunni um miðbik tíðahrings, verður einnig aukning á testósteróni og á það trúlega þátt í því, ásamt estradíóli, að konur finna oft fyrir aukinni kynhvöt á þessu tímabili (9). Um áhrif kynstera á efnaskipti og mikilvægi þess verður fjallað hér á eftir. Einkenni hormónaskorts um og eftir tíðahvörf Þegar talað er um afleiðingar minnkaðrar hormónaframleiðslu eftir tíðahvörf er að jafnaði átt við estrógenskort. Algengt er að skipta einkennum hormónaskorts í þrennt. I fyrsta lagi skammtíma einkenni. I öðru lagi snemm- og síðkomnar afleiðingar minnkaðrar framleiðslu estrógens og prógesteróns og í þriðja lagi langtímaafleiðingar. Þeir sem vilja sjúkdómsgera tíðahvörfin tala jafnvel um heilkenni tíðahvarfanna (the menopausal syndrome) (10). Skammtíma einkennin eru fyrst og fremst bæðingartruflanir sem stafa af óreglulegu egglosi með lítilli eða engri framleiðslu prógesteróns. Þá koma fyrir svitakóf og hitasteypur, sem eru hin dæmigerðu einkenni breytingaskeiðs kvenna (6). Engin ein góð kenning er til sem skýrir út lífeðlisfræðina á bak við hitakófin sem konur upplifa um tíðahvörfin. Rétt er að geta þess hér að karlmenn verða fyrir því sama ef testósterón fellur skyndilega, t.d. við skurðaðgerð eða við lyfjameðferð, sem stöðvar framleiðsluna (11). Ein skýringin er sú að vegna nálægðar milli þeirra stöðva í undirstúku heilans (hypothalamus) sem stjórna losun stýri- hormónsins (GnRH), sem örva losun lúteótrópíns (LH) og follíkúlótrópíns (FSH), og stöðvanna sem hafa með varmastjórnun að gera, séu tengsl þarna á milli og óróleiki í fyrri stöðvunum valdi ójafnvægi í þeim síðarnefndu (8). Þetta skýrir þó ekki nema hluta af fyrirbærinu. Hitakóf og svitaböð trufla meðal annars nætur- svefn, en geta einnig komið fyrirvaralaust mörgum sinnum á dag. Þau leiða oft af sér þreytu og almenna vanlíðan, sem getur snúist upp í kvíða og þunglyndi. Misjafnt er hve lengi þessi einkenni standa, en þau geta varað í mörg ár og haft veruleg áhrif á lífsgæði kvenna eftir tíðahvörfin. Umdeilt er meðal lækna hvort estrógen, eða skortur á því, hafi bein áhrif á geðheilsu kvenna. Vitað er að estrógen hefur örvandi áhrif á ýmsa þætti heilastarfsemi sem hægt er að mæla í venjulegum tíðahring og estrógengjöf til kvenna sem þjást af ýmsum einkennum estrógen- skorts bætir líðan þeirra. Með tvíblindum aðferðum, hafa sést jákvæð áhrif estrógens umfram lyfleysu- áhrif (placebo effect), t.d. á þætti sem taka til þunglyndis, en niðurstöður eru langt því frá einhlítar (12). Snemm og síðkomnir kvillar sem tengjast breyt- ingaskeiði geta verið margskonar og leitt hver af öðrum. Oft eru það allmenn óþægindi, dofatil- finning, hjartsláttarköst, svefnleysi, höfuðverkur, svimi, síþreyta, vansæld (dysphoria), minnkuð kynhvöt, stoðkerfis- og liðverkir, sviði í skeið, þvagleki, húðþurrkur, augnkvartanir, brjóstaspenna, bjúgsöfnun ofl. Það eru að jafnaði fyrstu og almennu einkenni estrógenskorts sent konan sjálf finnur, sem valda því að hún leitar læknishjálpar. Stundum geta aðalkvart- anir snúist rneira um það sem lýtur að áþreyfan- legum einkennum eins og þurrki í leggöngum og endurteknum þvagfærasýkingum. Þessi einkenni koma misfljótt fram, en geta verið farin að gera vart við sig jafnvel áður en blæðingar hafa alveg hætt. Undanfarna áratugi hefur athygli læknavísind- anna ekki síður snúist um langtímaafleiðingar estrógenskorts og þá fyrst og fremst hjarta- og æðasjúkdóma og beinþynningu. Það er vel þekkt að konur undir fimmtugu eru í minni hættu á að fá hjartasjúkdóma en karlar. Tíðni á kransæðasjúkdóma kvenna undir fimmtugu er aðeins 20% af því sem hún er hjá körlum. En þetta breytist eftir tíðahvörfin. Talið er að það séu estró- gen konunnar sem vernda hana gegn æðakölkun á fyrri hluta ævinnar en sú vernd hverfi þegar estró- genframleiðsla minnkar. Estrógen hefur margþætt áhrif á kolvetnisbúskap og fituefnaskipti og minnk- uð estrógenframleiðsla leiðir til þess að testósterón fær aukið vægi Það lýsir sér best í breyttri fitu- LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.