Læknaneminn - 01.04.1995, Page 30
KENNSLUMÁLA-
RÁÐSTEFNA
FÉLAGS LÆKNANEMA
1995
Formáli
1 janúar 1994 var haldinn Kennslumálaráðstefna
meðal læknanema. Sú ráðstefna heppnaðist vel og
margt af þeirri gagnrýni sem þar kom fram komst til
skila og olli breytingum á námsefni deildarinnar
strax veturinn eftir. Það var því stefnt að því að halda
aðra kennslumálaráðstefnu að ári til þess að skoða
þær breytingar sem áttu sér stað, hvernig tókst til
með þær og ítreka það sem ekki náði fram að ganga
auk þess að skapa vetvang fyrir nýjar hugmyndir.
Þann 28. janúar síðastliðinn var því haldin
Kennslumálaráðstefna Félags Læknanema annað
árið í röð. Við brugðum á það ráð að bjóða kennslu-
nefnd á ráðstefnuna en því miður gat aðeins einn
kennari mætt auk kennslustjóra sem flutti erindi í
byrjun ráðstefnunnar.
Yfir höfuð má segja að ráðstefnan hafi tekist vel
og mæting verið þokkaleg en á milli 30 og 40 manns
sóttu hana. Þátttakendum var skipt í 3 hópa og voru
málefni hópanna sem hér segir:
1. Námsefni fyrstu þriggja ára
2. a) Námsefni seinni þriggja ára
b) Aðbúnaður læknanema
c) Klínísk kennsla utan kennsluspítalanna t
veggja
'3. a) Nýir kennsluhættir
b) Valfrelsi og viðbótarnám innan lækna
deildar
Eftirfarandi greinagerð er unnin úr þeirri um-
ræðu sem fór fram í hópunum og verður send öllum
forstöðumönnum kennslugreina, deildarforseta,
kennslunefnd, rektor H.Í., stúdentaráði, Menntamála-
ráðuneyti og Heilbrigðisráðuneyti.
Námsefni fyrstu þriggja ára
ALMENNT
Almennt má segja um námið fyrstu þrjú árin að
markmið einstakra kennslugreina eru oft óljós. í
upphafi hvers áfanga þarf að liggja fyrir góð mark-
lýsing til þess að nemendur viti hvaða kröfur eru
gerðar til þeirra og hvaða vitneskju þeir eiga að afla
sér í hverri kennslugrein.
Hópurinn taldi einnig að markmið fyrirlestra ætti
að vera að gefa nemendum heildarmynd af námsefn-
inu en ekki að tíunda öll þau atriði sem rituð eru í
kennslubækur.
l.ÁR
NUMERUS CLAUSUS
Almennt þótti námsefni óskipulagt og í sumum
námsgreinum illa skilgreint. Próf þurfa almennt að
vera skýr og án vafaatriða. Þetta á ekki síst við um
claususpróf, þar sem þau eru úrtökupróf. Það er krafa
nemenda að vandað sé til prófanna og allrar vinnu í
meðförum þeirra. Sem dæmi um slæleg vinnubrögð í
28
LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.