Læknaneminn - 01.04.1995, Page 42
„Hentugasta fyrirlestraform í klínískum greinum
er að fyrirlestrar séu haldnir eftir hádegi (14-16)
tvisvar til þrisvar í viku.“
„Mörg tækifæri til kennslu eru ónýtt á heilsu-
gæslustöðvum út á landi, á stofum sérfræðinga og
sjúkrahúsum á landsbyggðinni. Tilraunir til slíks hafa
gefist mjög vel og viljum við sjá meira af því á næsta
vetri.“
„Of mikil áhersla er lögð á fyrirlestra á kostnað
annarra kennsluhátta í læknadeild.“
“Það er algjört forgangsatriði í kennslumálum
læknadeildar að komið sé á laggirnar tölvuveri í
læknagarði með Machintosh tölvum, PC tölvum og
tengingu við Tölvunet háskólans”
„Nauðsynlegt er að skilgreina vel hlutverk og
skyldur læknanema á sjúkradeildum eftir því hvar
þeir eru staddir í náminu."
Þakkir
Þakkir fá eftirtaldir aðilar fyrir veittan stuðning.
An þeirra hefði þessi ráðstefna ekki orðið að veru-
leika: Delta hf, Sól hf, Mjólkursamsalan, Samsölu-
brauð, Stúdentasjóður, Kennslustjóri og ekki síst
þátttakendur á ráðstefnunni.
F.h. Félags læknanema.
Einar K. Hjaltested
formaður kennslumálanefndar F.L
Arnar Þ. Guðjónsson formaður F.L.
Guðrún Aspelund
Helena Sveinsdóttir
Pétur V. Reynisson
Björg Þorsteinsdóttir
Bókagjöf
I kjölfar bókasöfnunar fyrir Þjóðarbókhlöðu, nú í haust, fékk ég þá hugmynd að
Læknaneminn ætti að taka þátt í því átaki, fyrir hönd læknanema, með bókagjöf. I
vettvangskönnun stuttu eftir opnun hlöðunnar gerði ég mér ljóst að læknisfræðilegt efni væri af
mjög skomum skammti, þar sem stærsti hluti þess er til staðar á bókasafni Landspítalans. Þar á
bæ er bókakostur nokkuð góður en taldi ég þó að kennarar sem og nemendur Læknadeildar
mættu eiga betri aðgang að bókum í líffærafræði. Til að gera bókagjöfina veglegri leitaði ég
eftir samstarfi hjá heildsölu Stefáns Thorarensen. Tóku þeir, ásamt Ciba/Netter á meginlandinu,
það vel í hugmyndina að þáttur Læknanemans varð á endanum lítill. Giöfin er ritsafn Netters í
heild sinni. einar þrettán bækur. ásamt nokkrum nvútgefnum ..atlösum“. Bækurnar voru afhentar
2. mars síðastliðinn og verður ritsafnið ásamt tveim atlösum á bókasafni Landspítalans en tveir
atlasar verða stasettir í Þjóðarbókhlöðu.
Helgi Hafsteinn Helgason, ritstjóri
40
LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.