Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Page 61

Læknaneminn - 01.04.1995, Page 61
ÆÐAÞEL Fyrsta efnið sem uppgötvað var að hefði áhrif á æðavegginn var PGI2. Hækkun á [Ca2+]i örvar fosfólípasa A2 sem myndar arachidónic sýru úr fosfólípíðum. Arachidónic sýra sem er forefni PGI2 örvar síðan cýclóoxygenasa og prostacýclin synthasa til myndunar á PGI2 PGI2 framleitt í æða- þelsfrumum hefur u.þ.b. 3ja mínútna helming- unartíma. Það örvar adenyl cyclasa til myndunar á cAMP í blóðflögum (sjá síðar), sléttum vöðva- frumum í æðum og í æðaþelsfrumunum sjálfum. cAMP veldur slökun í sléttum vöðvafrumum og æðaþelsfrumum. Þannig víkkar PGI2 æðar og minnkar gegndræpi æðaþelsins (6). Auk þessa virðist PGI2 minnka upptöku átfruma á kólesteról esterum, minnka losun á vaxtarþáttum frá átfrumum, æðaþelsfrumum og blóðflögum og vernda frumur fyrir skemmdum af völdum súrefnisradikala sem myndast t.d. við blóðþurrð í vefjum (7). Talið er að PGI2 sé kallað til leiks þar sem áverki verður á æð en gegni ekki veigamiklu hlutverki við eðlilegar kringumstæður. Þessi ályktun er m.a. byggð á því að aðeins finnst lítið magn af 6-keto-PGFla, niðurbrotsefni PGI2, í blóðinu hverju sinni. Slökunarþáttur æðaþels (EDRF) var svo nefndur eftir að Furchgott og Zawadski (8) gerðu þá merku uppgötvun að æðaþelið var nauðsynlegt til þess að acetylcholine (ACh) víkkaði æðar. Ef æðaþelið var skafið burt olli ACh samdrætti. Þeir félagar túlkuðu þessar niðurstöður þannig að æðaþelið myndaði eitt eða fleiri efni sem nauðsynleg væru til þess að Ach ylli slökun æðanna. Vegna mjög líkra eiginleika EDRF og köfnunar- efnisoxíðs (nitric oxide, NO) er EDRF talið vera NO eða óstöðug nítrósó sambönd sem mynda NO. Ensímið sem myndar NO nefnist NO synthasi. Þetta er stórt ensím, skylt cytochrome P-450, sem notar L-arginine og O^ sem hvarfefni til myndunar NO. Auk þess koma til fjölmörg stoðefni (cofactors). Til eru 2 gerðir NO synthasa í æðaþelsfrumum, Ca2+ háður og Ca2+ óháður. Sá Ca2+ óháði er venjulega ekki til staðar í frumunum nema eftir örvun þeirra með cytókínum og lípópólísakkaríðum. Þau hvetja til myndunar ensímsins með því að auka umritun gensins sem tjáir fyrir ensíminu. Það framleiðir síðan NO í ótiltekinn tíma óháð því hvað dynur á frumunni (sbr. septískt lost). Sá Ca2+ háði er bundin frumuhimnunni og stöðugt til staðar í frumunni. Hann virkjast við hækkun á [Ca2+]j sem tengist calmodulini sem síðan tengist ensíminu (Mynd 4). NO er stakeind (radical) (NO -), og því mjög hvarfgjarnt, með 3-5 sekúndna helmingunartíma í sumum Iífeðlisfræðilegum lausnum. I blóðinu er NO sennilega aðallega eytt með upptöku í rauðu blóðkornin þar sem það hvarfast í nítrat og við hemóglóbín sem þá breytist í methemóglóbín (9). Styttist helmingunartíminn til muna við það. Nítrat- ið fer síðan í plasmað og er skilið út um nýrun. Reyndar benda niðurstöður til þess að NO geti tengst albúmíni og þannig lengt helmingunartíma sinn í blóði (10). I æðaveggnum hvarfast NO við superoxið (02‘) og er þannig snarlega eytt. Myndast við það hvarf peroxynítrít (ONOO') sem er skæður oxari (II). Það er talið gegna hlutverki við oxun eðlisléttra lípópróteina (low density lipoprotein, LDL) í æðaveggnum og þannig gegna mikilvægu hlutverki í æðakölkun. NO er gastegund og dreifist hratt. Helmingunartfmi þess er því nógu langur til að það geti haft áhrif á sléttar vöðvafrumur í æðaveggnum og á blóðflögur og hvít blóðkorn sem tengjast æðaþelsfrumum. NO tengist m.a. ensíminu guanýlat cýklasa og hvetur myndun þess á cGMP í blóðflögum (sjá síðar), sléttum vöðvafrumum í æðum og í æðaþels- frumunum sjálfum. Er þetta einn helsti verkunarmáti NO. Hækkun cGMP í æðaþelsfrumum minnkar gegndræpi æðaþelsins. Sennilega með því að hindra virkni fosfódíesterasa III og hægja þannig á niðurbroti cAMP en einnig með því að virkja cGMP-háða prótein kínasa sem lækka [Ca2+]j (12). Virðist það vera háð staðsetningu æðaþelsfrumunnar í æðakerfinu hvort kerfið sé virkt í henni. í sléttum vöðvafrumum veldur cGMP slökun með því að auka útllæði og upptöku Ca2+ í innan- frumugeymslur og með því að örva cGMP-háða prótein kínasa sem tengja fosfat hópa á nokkur samdráttarprótein vöðvafrumanna. NO hindrar einnig fjölgun sléttra vöðvafruma sem og prótein og collagen myndun þeirra (13). Gjöf lyfja í æð sem hindra virkni NO synthasa framkallar samdrátt í vöðvaríkum æðum, viðnáms- æðum og kransæðum. Gjöf þessara lytja veldur viðvarandi hækkun blóðþrýstings í tilraunadýrum og mönnum. Hindrun á myndun PGI2 hefur vægari áhrif. Það er því almennt viðurkennt að með samfelldri myndun á NO hafi æðaþelið talsverð æðavíkkandi áhrif á miðlungi stórar slagæðar og LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.