Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Page 64

Læknaneminn - 01.04.1995, Page 64
tímabundna tengingu við eðlilegar aðstæður þegar hvít blóðkorn velta eftir yfirborði æðaþelsins. Einnig við tengingu hvítra blóðkorna við æðaþelið í upphafi bólgusvars. Aftur á móti er fjölda á E- selectíni, ICAM-1 og VCAM-1 á yfirborði frum- anna stjórnað á umritunarstigi og eykst t.d. við örvun frumanna með cytókínum. Hvernig þau eru tjáð hefur sennilega áhrif á tegund bólgusvarsins. Myndun á E-selectini sem miðlar tengingu neutro- phila og monocyta við æðaþelið nær hámarki innan klukkutíma frá örvun frumnanna. En myndun á VCAM-1 sem miðlar tengingu lymphocyta við æðaþelið nær hámarki 18-24 tímum eftir örvun frumanna. Æðaþelsfrumurnar geta haft áhrif á hvítu blóðkornin á íleiri vegu. Talið er að prostacyclin og NO hamli tengingu hvítu blóðkornanna við æða- þelið (19). NO sem eins og að framan sagði hvarf- ast gjaman við stakeindir er einnig talið vemda gegn skaðlegum áhrifum stakeinda sem neutrophilar og fleiri frumur mynda. Áhrif á vöxt sléttra vöðvafruma. Fjölgun sléttra vöðvafruma og myndun þeirra á bandvefsþáttum eins og collageni er hluti af meinþróun ýmissa æðasjúkdóma, sbr. æðakölkun. Með losun efna eins og transforming growth factor- b (TGF-b), interferon-T, heparin/heparan sulfati, prostacyclini og NO letur æðaþelið vöxt vöðva- frumanna. Að auki hamlar NO prótein og collagen myndun sléttu vöðvafrumanna (13). Á hinn bóginn hefur æðaþelið við vissar aðstæður gagnstæð áhrif, þ.e. hvetur fjölgun sléttra vöðvafruma með því að framleiða vaxtarþátt blóðflagna (platelet derived growth factor-A og B, PDGF-A og B) og endo- thelín-1. Æðaþelsbilun. Ef æðaþelsfrumumar verða fyrir ákveðnu áreiti eða áverka getur eðlileg starfsemi þeirra truflast, nefnist þetta ástand æðaþelsbilun (Mynd 6). Kemur það t.d. fram í ójafnvægi milli æðavíkkandi og þrengjandi efna, milli þátta sem hvetja og hamla storknun blóðsins eða milli vaxtarhvetjandi og hamlandi þátta. Einn eða fleiri þessara þátta geta truflast. Dæmi um áreiti sem truflar eðlilega starfsemi frumanna er örvun þeirra með cytókínum og lípópólýsakkaríðum í septísku losti. Þessi efni hvetja myndun á NO synthasa sem er óháður Ca2+ og framleiðir NO í miklu magni. Veldur það m.a. illvígri æðavíkkun með tilheyrandi blóðþrýst- ingsfalli og lost einkennum en auk þess geta æðaþelsfrumurnar sennilega hlotið skaða af (20). Æðaþelsbilun er þekkt í ýmsum sjúkdómum og má þar helst nefna háþrýsting, hækkaða blóðfitu, æðakölkun, hjartabilun, sykursýki, homócystínúríu, eftir kransæðavíkkun, æðaflutning ofl. (Mynd 7). Háþrýstingur. Viðbrögð æðaþelsins eru óeðlileg bæði í sjúklingum og tilraunadýrum með háþrýsting. Ekki er ljóst hvort æðaþelsbilun sé orsök eða afleiðing háþrýstingsins. I tilraunadýrum virðist hún vera mismunandi eftir því hvemig háþrýstingurinn er til kominn eins og eftirfarandi dæmi sýna. I rottum með arfbundinn háþrýsting var losun æðaþelsfruma á NO eðlileg eftir örvun með ACh en samtímis varð losun á samdráttarþáttum frá æðaþelinu (21). Getur það komið heim og saman við niðurstöður um aukið magn endothelíns í plasma sjúklinga með háþrýst- ing. I rottum sem fá háþrýsting við saltgjöf getur minnkuð svörun æðanna eftir örvun með ACh annað hvort stafað af minnkaðri losun á NO eða minnkaðra áhrifa á sléttu vöðvafrumurnar nema hvorutveggja sé (22). Þetta er í samræmi við niðurstöður rann- sókna á sjúklingum með háþrýsting af óþekktri orsök. I slíkum sjúklingum myndar æðaþelið óeðli- lega lítið NO og svarar dauflega örvun en slagæðar þeirra svara NO gjafanum natrium nitroprusside á eðlilegan hátt (23). Mælir það gegn því að orsakar háþrýstings sé að leita í sléttum vöðvafrumum æðanna. Sjúkdómurinn gæti verið afleiðing minnk- aðrar myndunar NO, truflunar á losun þess frá æðaþelsfrumunum eða að það nái ekki til vöðva- frumanna t.d. vegna aukinnar vegalengdar sem það þarf að fara vegna þykknunar í intima og media lögum æðarinnar. Hátt kólesteról og æðakölkun. I einstaklingum með of háa blóðfitu er æðavíkkun eftir gjöf ACh minnkuð. Gerist þetta jafnvel áður en merki um æðakölkun eru greinanleg. 60 LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.