Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Síða 66

Læknaneminn - 01.04.1995, Síða 66
æðaþrengslin og súrefnisþurrðina og þar með stærð drepsins. Hjartabilun. Hjartabilun einkennist m.a. af auknu viðnámi í viðnámsæðum og aukinni virkni fjölmargra æða- þrengjandi kerfa. Flestar niðurstöður á mönnum og tilraunadýrum benda til þess að æðaþelið í krans- æðum og útæðum starfi ekki eðlilega í hjartabilun. Endurspeglast það í lítilli svörun æðanna við gjöf æðavíkkandi lyfja sem verka á æðaþelið t.d. ACh. Svörun við lyfjum,t-d. nytróglýceríni, sem víkka æðar með beinni verkun á slétta vöðvann er hins vegar eðlileg (27). Grunnmyndun og losun á NO er eðlileg í hjartabilun. Gæti það verið svörun við auknum styrk æðaþrengjandi efna, eins og t.d. endothelíns sem er aukið í blóði sjúklinga með hjartabilun. Ekki er vitað hvað veldur þessari starfstruflun í æðaþelinu í hjartabilun en hún er þó talin vera afleiðing ástandsins en ekki orsök þar sem hún kemur fyrir í öllum tegundum hjartabilunar. Mögu- legar orsakir starfstruflunarinnar eru : 1) Breyting á himnuviðtökum æðaþelsfruma eða truflun í innri boðkerfum þeirra. 2) truflun í myndun eða losun NO. 3) hratt niðurbrot NO. 4) aukin myndun og virkni samdráttarþátta sem myndast í æðaþeli- Að lokum má geta þess að á Rannsóknarstofu í lyfjafræði hafa farið fram rannsóknir á æðaþels- frumum í rúm 10 ár. Rannsóknirnar hafa aðallega beinst að innri boðkerfum frumanna og kortlagningu á mismunandi boðleiðum sem hin ýmsu áreiti fara eftir (28,29,30,31,32,33). Rannsóknir sem þessar eru grundvallaratriði fyrir skilning á því hvernig æðaþelsfrumurnar túlka mismunandi áreiti sem bylja látlaust á frumunni og svara þeim sértækt með myndun virkra efna. Samantekt. Það er ljóst að æðaþelið er annað og meira en gegndræp filma sem klæðir æðaveggina að innan. Þvert á móti þá er það mjög virkt líffæri sem skynjar breytingar í umhverfi sínu og svarar þeim með myndun og losun fjölmargra virkra efna. Það tekur virkan þátt í stjórnun blóðflæðis, blóðþrýstings og á þátt í að hindra storknun blóðsins. Vanstarfsemi þess tengist ýmsum hjarta og æðasjúkdómum og birtist klínískt sem samdráttur í æðum, blóðsegamyndun, æðakölkun eða endurþrenging eftir æðavíkkun. Aukin þekking á æðaþelinu getur aukið skilning okkar á lífeðlisfræði og meinalífeðlisfræði æðakerfisins og gert okkur hæfari í að meðhöndla sjúkdóma sem herja á æðakerfið. Þakkir Höfundur þakkar Guðmundi Þorgeirssyni fyrir yfirlestur handrits og gagnlegar ábendingar. Heimildir. 1. Florey HW. . The endothelial cell. . British Medical Journal, 1966;2:487-9. 2. Searle NR, Sahab P. Endothelial vasomotor regulation in health and disease. Canadian Journal of anaesthesia, 1992;39(8):838-57. 3. Davies PF, Tripathi SC. Mechanical stress mechan- isms and the cell; an endothelial paradigm. Circu- lation Research, 1993;72:239-45. 4. Palade GE. Transport of macromolecules across the vascular endothelium. Proceedings of the Vllth Inter- national symposium on the biology og vascular cells, San Diego, nóvember 10-14, 1992. 5. Suttorp N, Weber U, Welsch T, Schudt C. Role of phosphodiesterases in the regulation of endothelial permeability in vitro. Journal of clinical investi- gation, 1993;91:1421-8. 6. Langeler EG, van Hinsbergh VWM. Norepinephrine and iloprost improve barrier function og human endothelial cell monolayers: role of cAMP. American Journal of Physiology, 1991;260:C2052-9. 7. Gryglewski RJ, Botting RM, Vane JR. Mediators produced by the endothelial cell. Hypertension, 1988;12:530-48. 8. Furchgott RF, Zawadski JV. The obligatory role of endothelial cells in the relaxation of arterial smooth muscle by acetylcholine. Nature, 1980;288:373-6. 9. Wennmalm Á, Benthin G, Edlund A, Jungersten L, Kieler-Jensen N, Lundin S, Westfelt UN, Petersson AS, Waagstein F. Metabolism and excretion of nitric oxide in humans. An experimental and clinical study. Circulation Research, 1993;73:1121-7. 10. Stamler JS, Jaraki O, Osbome J, Simon DL, Keaney J, Vita J, Singal D, Valeri CR, Loscalzo J. Nitric oxide circulates in mammalian plasma primarily as an S-nitrosoadduct of serum albumin. Proceedings 62 LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.