Læknaneminn - 01.04.1995, Side 71

Læknaneminn - 01.04.1995, Side 71
FRAMHALDSMENNTUN FRAMHALDSMENNTUN ÍSLENSKRA LÆKNA VAXANDI ÁHUGIÁ HOLLANDI Björn Hjálmarsson INNGANGUR Þessi pistill er skráður að ósk ritstjórnar Lækna- nemans. Nýverið hlotnaðist mér námsstaða í barna- lækningunr í Hollandi; á Sophia Kinderziekenhuis í Rotterdam. Ásgeir Haraldsson barnalæknir og prófessor veitti mér ómetanlega aðstoð við að finna mína eftirlætis námsstöðu. Kúnstinni sem prófessor- inn kenndi mér verður lýst og það litla sem ég veit um sérnám lækna í Hollandi auk almennra upplýs- inga um Holland og Hollendinga kemur í kaupbæti. Eg hef þegar óskað eftir því við FÍLUS (Félag íslenskra lækna undir sjávarmáli) að teknar verði saman ítarlegri upplýsingar um framhaldsnám lækna í Hollandi og sendar gagnabanka FÚL, Lækna- blaðinu og/eða Læknanemanum. Þessari ómynd verður því fylgt eftir af betra viti. Það tók mig fimm ár að komast að niðurstöðu um framhaldsnám. Eg hef því velt ýmsu fyrir mér í þessu sambandi og byrja á þvf að deila hug- renningum mínum um framhaldsnám í útlöndum með ykkur. FRAMHALDSNÁM OG HEIMKOMAN Það er afar ánægjulegt að framhaldsmenntunar- ráð læknadeildar skuli nú lyfta grettistaki í gerð Höfundur er deildarlœknir á Barnaspítala Hringsins og er að hefja nám í barnalœkningum í Hollandi. marklýsinga fyrir framhaldsnám íslenskra lækna. Þær eru forsenda gagnkvæmra samninga við erlend- ar menntastofnanir og spítala, um að koma á fyrri hluta framhaldsnáms hér á landi; vonandi í sem flestunr sérgreinum. Gert er ráð fyrir að slíku námi verði lokið erlendis. Samningar af þessu tagi hljóta að styrkja klíníska námið í læknadeild sem enn þarf að bæta. Ljóst er að íslensk stjórnvöld þurfa að leggja fram fjármagn til framhaldsnáms íslenskra lækna sem fram til þessa hefur eingöngu komið frá þeim sjálfum og erlendum stofnunum. I heimilislækningum og geðlækningum er hægt að ljúka sérnámi sínu hér heima. Gæði slíks sérnáms á heimaslóð eru umdeild. Um 75% læknaárganga sækja framhaldsmenntun sína til útlanda (Sl). Að missa svo stóran hluta hvers útskiftarárgangs til útlanda er mikil blóðtaka fyrir íslenskt heilbrigðis- kerfi. Það fer á mis við þá vorvinda sem fylgja ungum læknum í framhaldsnámi. Einnig er það afar áþreifanlegt vandamál hversu miklu munar á þekkingu og færni óreyndra aðstoðarlækna og sérfræðinga. Hefðbundnir deildarlæknar ná ekki að brúa bilið. Því standa sérfræðingar sólarhringsvaktir miklu lengur fram á ævina en boðlegt er og heilsan Ieyfir. Það er þó ákveðin mótsögn í þessu, því um leið er það styrkur læknisfræðinnar á Islandi hversu víða íslenskir læknar hafa stundað sitt nám. Margir koma frá heimsþekktum vísindahreiðrum með hafsjó af fróðleik og nýjum aðferðum. Eðlilega fylgja heimkomunni vonbrigði með hina fátæk- legu vísindaaðstöðu sem læknar búa við hér á landi. LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg 65
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.