Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Qupperneq 81

Læknaneminn - 01.04.1995, Qupperneq 81
SJÚKRATILFELLI sérhæfða verkun á þunglyndið. Eftir að þung- lyndiseinkennin eru horfin er að jafnaði mælt með að gefa lyfin í 6-12 mánuði og stundum lengur. Markviss viðtalsmeðferð í nokkra mánuði samhliða lyfjameðferð virðist bæta árangur meðferðar til muna. Sumir telja einnig að viðtalsmeðferð geti dregið úr sjálfsvígshættu og jafnvel úr líkum á endurteknum þunglyndisköstum. ÞRÁHYGGJA - ÁRÁTTA Þráhyggja-árátta er langvinnur kvíðasjúkdómur sem getur valdið verulegri fötlun. Talið er að 1 -2% fái sjúkdóminn og er tíðnin jöfn meðal karla og kvenna. Meðalaldur við upphaf einkenna er 19,8 ±10 ár en karlmenn fá einkennin fyrr en konur. Sjúkdómurinn finnst einnig hjá börnum allt niður í tveggja ára aldur. Orsakir Orsakir eru óþekktar, en einhver erfðaþáttur er til staðar. Truflun á serótónínboðkerfum heilans er talin eiga þátt í meingerðinni því lyf sem auka serótónín í millitaugabili minnka einkenni sjúkdómsins. Oeðli- leg bygging heilans hefur líka verið nefnd sem orsök en ekki hefur tekist að finna sameiginlegan galla hjá öllum sjúklingum. Þráhyggja-árátta hefur komið eftir höfuðáverka og heilaæxli. Samkvæmt kenn- ingum sálgreiningarinnar er orsökin tengd röskun á tengslamyndun barnsins við foreldra á fyrstu æviárunum. Geta þar komið til bæði arfgengir þættir og uppeldislegir. Afleiðingin verður að öll tengsl við aðra verða tvíbent (ambivalent) þar sem sífellt takast á ást og hatur. Hatrinu er ýtt til hliðar (með bælingu eða öðrum varnarháttum) og verður ómeðvitað. Þó skjótast árásargjarnar hugsanir inn í meðvitund sjúklings í formi þráhyggju. Þessi innri togstreita ástar og haturs er talin leiða til vanmetakenndar og óöryggis í samskiptum við aðra og birtist oft sem mikill kvíði, efi og óákveðni. Til að draga úr kvíð- anum og óvissunni reynir sjúklingur að skapa sér einhvers konar ytra öryggi með yfirdrifnum öryggis- ráðstöfunum t.d. eftirlitsáráttu, röðunaráráttu og ýmsum hugmyndum um fullkomnum varðandi lífið og tilveruna. Atferlisfræðingar telja að upprunalegi orsakavaldurinn sé kvíði, sem sé t.d. til kominn vegna áfalls eða erfða. Fyrir tilviljun kemst sjúkl- ingur að því að áráttan dregur úr kvíðanum og fær hann umbun fyrir áráttuna í formi kvíðalosunar. Umbunin styrkir síðan áráttueinkennin þannig að sjúklingur festist í vítahring. Einkenni Þráhvggja eru endurteknar hugsanir eða myndir sem sjúklingur uppiifir sem tilgangslausar og uppáþrengjandi, t.d. kynferðislegs eðlis. Honum finnst hann þurfa að útiloka hugsanirnar eða vega upp á móti þeim með áráttu, t.d. að biðja bænir. Arátta er endurtekin meðvituð hegðun eða fram- kvæmd til að fyrirbyggja eða minnka vanlíðan og kvíða. Hún er ýmist andsvar við þráhyggju eða framkvæmd eftir sérstökum stöðnuðum mynstrum. Kvíði og vanlíðan eykst venjulega við þráhyggju en minnkar við áráttu. Algengt er að fólk forðist aðstæður sem tengjast þráhyggjunni á einhvern hátt; t.d. myndi sjúklingur með þráhyggju tengda óhrein- indum, forðast almenningssalemi og handaband við ókunnuga. Sjúklingurinn heldur samt sem áður raunveruleikatengslum. Sjúklinga má flokka gróf- lega eftir einkennum: 1. Röðunarárátta. Hlutimir þurfa að vera í röð og reglu og má hvergi hnika til. Ymsum hlutum er raðað, stundum aftur og aftur. 2. Þvottaárátta. Sbr. sjúkratilfelli. 3. Eftirlitsárátta. Viðkomandi þarf að sannprófa mörgum sinnum hvort eitthvað tiltekið atriði sé eins og það á að vera. Dæmi um þetta er áráttan að athuga 20 sinnum hvort útidyrahurðin sé ekki örugglega læst. 4. Þráhvggja ein og sér. Óþægilegar eða annar- legar hugsanir sækja á sjúklinginn, t.d. að hann sé með eyðni eða krabbamein þó öll rök og rannsóknir mæli á móti því. Aleitnar hugsanir um að skaða sjálfan sig eða ástvini sína, en sjúklingur fram- kvæmir þær þó ekki. Einnig sjúklegur efi, t.d. um hvort sjúklingur hafi skaðað einhvern í umferðinni án þess að taka eftir því. 5. Þráhvggjuseinlæti. Það tekur sjúklinginn fleiri klukkutíma að koma ákveðnu verki í framkvæmd, svo sem að klæða sig. Sjúklingur getur t.d. setið tímunum saman við að skipta hárinu nákvæmlega í miðju. 6. Margar gerðir einkenna samtímis. Sitt lítið af hverju er algengt (Tafla 1). Stundum er hræðsla við slys eða ógæfu, þrá- hyggjan að baki áráttunum, t.d.: „Ef ég þvæ ekki LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.