Læknaneminn - 01.04.1995, Side 93

Læknaneminn - 01.04.1995, Side 93
ÓSÆÐARÞRENGSLI Mynd 7. Subclavian flap plastic. Ósœðarþrengsli þar sem isthmus er þröngur og langur. A. Ósœðarþrengslin eru klofin upp og hluti afa. subclavia sin. einnig. B. Sá flipi er síðan notaður til að víkka allt svœðið sem þrengslin náðu til (33). Hvað framtíðina varðar þá gæti æðaútvíkkun (balloon angioplasty) átt eftir að leysa skurðaðgerðir af hólmi við léttustu tilfellin, en þá má búast við að gera þurfi aðgerðir vegna fylgi- kvilla útvíkkunarinnar í vissum tilfellum. Helsti fylgikvillinn er síðkomin flysjun (12%) á ósæðinni, en hún getur einnig rofnað strax við útvíkkunina (34). Aðrar aðferðir sem not- aðar eru, eru sjaldgæfari og verður ekki farið nánar út í þær hér. Fvlgikvillar aðgerðar Ymis vandamál geta komið upp í og eftir aðgerð á ósæð. Alvarleg vandamál eru ekki algeng en koma fyrir, Helst er það mænuskaði með máttleysi (paresis) og lömun (paralysis) vegna blóðþurrðar í mænu við aðgerð. Til að fyrirbyggja það eins og kostur er þarf að halda blóðþrýstingi í neðri hluta líkamans yfir hættu- mörkum, og miða þá sérstaklega við bláæðaþrýsting á sama tíma, þ.e. viðhalda lágmarks perfusions þrýstingi í neðri hluta líkamans. Mikilvægt er að lokutími á ósæðinni sé stuttur eða minni en 30 mínútur ef kostur er. Til að viðhalda nægilegum þrýstingi í neðri hluta líkamans getur þurft að gera framhjáhlaup með hjáveitu frá ósæð til a. femoralis eða hjarta- og lungnavél, eða hluta úr slikri vél, og dæla blóði úr vinstri gátt yfir í a. femoralis öðru hvoru megin. Eins getur komið til greina að dæla blóði úr v. femoralis yfir í a. femoralis í nára, með hjarta- og lungnavél, og á það ekki síst við hjá fullorðnum, þar sem kölkun á þrengslasvæðinu getur verið erfið viðfangs ef ekki er slík vél til staðar. Mikilvægt er að sjúklingur sé ekki of heitur þegar ósæð er lokað. Oft er sjúklingur kældur til að minnka súrefnisnotkun vefjanna á meðan á aðgerðinni stendur og er þá m.v. að halda líkamshita við 35 °C. Ef ofangreind atriði um aðgerðarhraða, per- fusionsþrýsting og hita sjúklings eru höfð í huga, og þeim fylgt eftir, er ólíklegt að mænuskaði verði. Önnur sjaldgæf vandamál sem geta komið fyrir eru blæðingar frá hliðarblóðrás eða æðasamteng- ingum, chýlothorax vegna rofs á ductus thoracicus, raddbandalömun vegna rofs á n. laryngeus recurrens og þindarlömun vegna rofs á n. phrenicus, Eftir aðgerðina þurfa kviðholslíffærin oft að jafna sig í fáeina daga þ.s. viðbrigðin hvað varðar blóð- þrýsting í neðri huta líkamans eru mikil. Þannig getur ileus orðið ef ekki er farið varlega í fæðugjöf fyrstu dagana eftir aðgerðina. Einnig getur þvag- útskilnaður orðið mikill fyrst á eftir þegar nýrun fá eðlilegan blóðþrýsting að vinna úr. Gjörgæslu er að jafnaði þörf í einn sólarhring eftir aðgerðina. Thoraxdren er þá fjarlægt og sjúklingur er fluttur á legudeild þaðan sem hann fer heim eftir fáeina daga (22, 24, 30). Horfur Horfur eftir aðgerð eru góðar og lífslíkur einnig. Tilhneiging til háþrýstings verður áfram til staðar eftir aðgerðina en hann er viðráðanlegri en fyrir aðgerð. Framtíðahorfur sjúklinga með ósæðar- þrengsli ráðast fyrst og fremst af því hversu ung börnin eru við greiningu en æskilegt er að aðgerð sé gerð fyrir eins árs aldur. Þá eru fylgikvillar færri og m.a. verður blóðþrýstingssvörun við áreynslu nánast með eðlilegum hætti. Þannig er mikilvægt að finna alla sjúklingana sem fyrst (13, 32). LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.