Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Side 96

Læknaneminn - 01.04.1995, Side 96
Mynd 1. Algengt útlit eftir tann- og munnáverka. BARNATENNUR: a) Los. Þá er oftast nægilegt að hvíla tönnina. Sjúklingurinn er settur á fljótandi fæði, snuði sleppt ef mögulegt er og tönnin festist á 5-7 dögum. Ef tönn er mjög laus, gæti reynst nauðsynlegt að fjarlægja hana. b) Færslur. Tönn er komið fyrir í réttri stöðu og svo meðhöndluð sem laus tönn. Fyllingarefnum eða vírum má etv. beita til að halda við tennur á meðan þær festast, en oftar en ekki er vont að koma því við vegna tannskipta.1 Innkýld barnatönn skilar sér oftast sjálf niður í rétta stöðu aftur og er því látin vera í friði, en við það að ganga upp í kjálkabeinið geta undirliggjandi tannkím fullorðinstannar skaðast og rétt að benda aðstandendum á það. Tíminn einn mun svo leiða í ljós hvað verður og lítið við því að gera (Mynd 2). Mynd 2. Barnatönn kýlist inn og veldur skaða áformi fullorðinstannar, sem liggur í beininu undir bamatönninni. Með tannskiptum er átt við tilkomu fullorðinstanna. Mynd 3. Tönnin hefur gengið upp í bein og inn á við. Beinbrot vararmegin (labialt). c) Brottfall. Barnatönn sem dettur alveg úr holu sinni er yfirleitt ekki sett í kjálkann aftur. Tannkvikan hefur slitnað úr æða- og taugasambandi og drepst. Það mundi því síðar leiða til rótarbólgu sem auk margs annars sem gæti skaðað tannkím fullorðinstannarinnar. Barnatennur eru ekki rótfylltar því rætur þeirra eiga eftir að eyðast upp við tannskiptin. d) Brot .Brotin barnatönn er lagfærð ef kostur er, en er annars dregin úr. FULLORÐINSTENNUR. a)Los. Lausar fullorðinstennur eru festar með vír, tannfyllingarefnum eða spöngum ef þess er nokkur kostur. Festingar eru ekki hafðar nema 7-10 daga. Smá hreyfing á tönninni virðist vera æskileg og kemur hún í veg fyrir að tönnin grói föst við beinið (ankylosis), en of mikil hreyfing kemur í veg fyrir eðlilegan bata tannvegsins (periodontium). Tönnin er hvfld eins og kostur er með fljótandi fæði og svo maukfæði í nokkra daga. Tannlæknir fylgist með tönninni í nokkrar vikur, jafnvel mánuði, því möguleiki er á að áverkinn leiði til dauða tann- kvikunnar. Niðurbrot tannkvikunnar leiðir til bólgu í kjálkabeini við rótarenda og einnig getur tönnin litast, orðið grá og stungið í stúf við aðrar tennur. Averkinn getur líka leitt til þess að það blæði inn í tönnina og tannbeinið fái á sig marbláan lit seinna meir. 90 LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.