Læknaneminn - 01.04.1995, Qupperneq 103

Læknaneminn - 01.04.1995, Qupperneq 103
RETINITIS PIGMENTOSA voru staðsettar við jaðra sjónhimnu. Tæplega helmingur þeirra var jafnframt með sjónhimnulos. Rannsóknir Sjónhimnurafrit (ERG - electroretinogram) er afar mikilvægt tæki til greiningar á RP. ERG greinir óeðlilega svörun frá sjónhimnu löngu áður en einkenni koma fram. Allir sem fá RP hafa óeðlilegt ERG strax innan við 6 ára aldur. Mikill meirihluti RP sjúklinga sem kominn er með einkenni hefur flatt rit, þ.e. enga svörun, sérstaklega við 0.5 Hz flass prófið og viðbrögð við bláu flassi eftir 30 mínútna rökkuraðlögun. Bæði þessi próf greina fyrst og fremst stafasvörun. Þrjátíu Hz flass próf helst mun lengur, en það mælir keilusvörun. í RP verður þó ekki einungis minnkun á spennu, heldur líka seinkun á „B-wave implicit times“, sem kallað hefur verið dvöl B-bylgju (Mynd 2). Sjónhimnuritið er ekki einungis hentugt við greiningu á klassískri RP, heldur einnig á arfberum RP, sem ekki hafa einkenni. Þeir sýna mismunandi óeðlilega svörun á sjónhimnuriti, en ávallt mælan- lega. Það sama á við um „sector-RP“. Sjónsviðsmæling er alltaf framkvæmd ef grunur leikur á RP. í sjónsviðið koma með tímanum eyjur sem síðar mynda fullkominn hring utan um miðsvæðið, þar sem skarpa sjónin er (Mynd 3). Rannsóknir hafa sýnt að meðalsjónsviðstap er 4 - 8% á ári. Ytri jaðar hringsins teygir sig síðan smátt og smátt út á við, en innri jaðarinn teygir sig jafnt og þétt inn að miðju. Hliðarsjónsviðið fer miklu fyrr og smáeyja í miðjunni helst oft í mjög langan tíma. Viðkomandi er þá með fyrrnefnda kíkissjón (tunnel vision). Einstaklingur er sagður lögblindur ef innri jaðar sjónsviðs liggur innan við 10 gráður. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á sjónsviðstapi í RP, aðallega vegna þess hversu mikill breytileiki er á niðurstöðum sjónsviðsmælinga milli skipta, en jafn- framt er breytileiki milli þeirra sem meta sjónsviðin mikill (interobserver variability). Mikilvægi sjón- sviðsmælingar liggur ekki einungis í greiningu á RP, heldur einnig við skilgreiningu á lögblindu (<10 gráður). Augnrit (EOG - electrooculogram) er ekki eins næmt próf og sjónhimnurit (ERG), en RP sjúklingar sýna afbrigðilega svörun í þessu prófi mjög snemma á sjúkdómsferlinum. Augnrit lýsir sambandi litþekju augans og ljósnema. Það nægir ekki eitt sér heldur verður að bera það saman við niðurstöður sjón- himnurits. Framkvæmd EOG er ekki eins tímafrek og er hún auðveldari rannsóknaraðferð en sjón- himnurit. Til dæmis er ekki þörf á að víkka sjáöldur fyrir þessa mælingu. ítarlega er íjallað um sjónhimnurit og augnrit í grein Þórs Eysteinssonar, sem birtist í Læknanem- anum árið 1991 (sjá ritaskrá). Mæling á rökkuraðlögun er stundum fram- kvæmd til greiningar á sjúkdómnum. Prófað hefur verið nærni stafa (erting með blágrænu) iniðað við næmi keilna (erting með rauðu) og reiknaður út mismunur rökkuraðlögunarþröskulda fyrir báðar ertingartegundir. Með þessari aðferð hafa greinst tvær gerðir af RP, gerð 1 þar sem fram kemur Mynd 3. Sjónsvið í RP, vinstra auga (til hœgri) og hœgra auga (til vinstri) í 13 ára stúlku með autosomal dominant RP. Sjá má algerar eyður á miðbaugi sjónsviðsins sem eru einkennandi fyrir RP, tvœr vinstra megin og eina hœgra megin. Litli bletturinn til hliðar við miðju sjónsviðsins er blindi bletturinn sem er til staðar hjá öllum. (Úr: Pagon RA: Retinitis pigmentosa. Sur\> Ophthalmol 1988;33, bls. 147). LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg 97
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.