Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Page 125

Læknaneminn - 01.04.1995, Page 125
AÐALFUNDUR málþing um kennslumál). í kjölfar skýrslu sem formaður F.L. og formaður kennslumálanefndar skrifuðu í Lækna- nemann hafa orðið ýmsar breytingar á kennslu sem vonandi verða til batnaðar. Öllum þáttakendum og kennslustjóra eru færðar þakkir fyrir sitt framlag til kennslumála. 4. Skemmtanahald, ferðalög og íþróttastarfsemi var með hefðbundnum hætti og var vel mætt á flesta skipu- lagða viðburði ef undan er skilin skíðaferð sem farin var á vormisseri. 5. Félag læknanema sá um kynningu á læknanámi á opnu húsi í Háskólanum þann 13. mars 1994. Þar kom berlega í ljós að gífurlegur áhugi er á læknanámi og voru fulltrúar F.L. spurðir af læknanemum framtíðarinnar um allt frá svefnmynstri nagdýra til gervitungla. Beinagrind og plöstuð líffæri sem höfð voru í forgrunni virtust ekki fæla fólk frá. 6. Stúdentaskiptin og ráðningakerfið var í traustum höndum og gekk sú starfsemi hnökralaust. 7 í stjórn F.L. kom upp sú hugmynd að F.L. veldi kennara ársins, þ.e. kennara sem skarað hefur fram úr í kennslu og kennara sem virkjað hefur nemendur til vísindaafreka og beitt sér fyrir kennslumálum. Það er alveg ljóst að margir kennarar deildarinnar leggja sig alla fram um að fræða nemendur og verja til þess miklu meiri tíma en þeir fá greitt fyrir s.k.v. samningum sínum við Háskólann og sjúkrahúsin. Slík viðurkenning er mikils metin í mörgum erlendum Háskólum og eflaust á hún eftir að verða það í læknadeild. Auk þess hefur viðurkenning sem þessi gildi við mat á umsækendum um stöður. Hafa þessar tillögur verið mótaðar nánast að fullu og verður þeim komið áfram til næstu stjórnar F.L. með von um að þær nái fram að ganga. 8. Formaður F.L. og formaður kennslumálanefndar sátu fund með prófessor frá kanadískum háskóla þar sem mjög óhefðbundin læknakennsla fer fram. A fundinum voru einnig deildarforseti, kennslustjóri og nokkrir af kennurum deilarinnar. Þessi fundur var einkar fróðlegur þar sem nemendurnir í umræddum skóla læra allt á „próblem-óríenteruðu" formi í hópverkefnum. Þessir nemendur gangast ekki undir próf og virðast standa sig jafn vel í starfi og þeir sem farið hafa í gengum hefð- bundið læknanám. Þetta módel hefur verið tekið upp í fleiri háskólum og virðist eiga vaxandi vinsældum að fagna. X. Niðurlag. I þessari skýrslu hefur verið gerð grein fyrir því helsta sem stjórn F.L. hefur verið með á prjónunum á síðasta starfsári. Starf formanns F.L. hefur verið áhugavert og skemmtilegt. í því hef ég átt gott samstarf við marga aðila og haft góða afsökun fyrir því að mæta ekki í fyrirlestra. I jafn umsvifamikilli starfsemi og F.L. stendur fyrir leggja íjölmargir almennir félagsmenn sem ekki hafa verið nefndir í þessari skýrslu hönd á plóg. Þakkar stjóm F.L. þeim kærlega fyrir hjálpina. Eg vil sérstaklega þakka fráfarandi stjónarmönnum sem starfað hafa af áhuga og samviskusemi vel unnin störf. Að lokum óska ég tilvonandi stjórn alls hins besta á komandi starfsári. Fyrir hönd stjórnar F.L. Þorsteinn Gunnarsson formaður F.L. Skýrsla stúdentaskiptanefndar 1993-94. Starf stúdentaskiptanefndar síðasta árið hefur gengið vel og voru mörg ný verkefni á dagskrá. Starfsárið byrjaði með kynningarfundi fyrir læknanema um stúdentaskiptin. Var þetta í annað sinn sem sltkur fundur var haldinn og mun hann vonandi verða árviss í framtíðinni. Frestur til að sækja um skipti fyrir sumarið var færður frá 1. des. til 15. nóv., til að auðvelda nefndinni störf sín. Umsóknir þetta árið voru einungis 11 og ein umsókn um rannsóknarverkefni. Innan alþjóðasamtaka læknanema IFMS A eru ýmis önnur verkefni í gangi en stúdentaskipti. Meðal annars er þar nefnd sem sinnir ýmsum verkefnum er lúta að þróunarstarfi. Öðrum fulltrúa 2. árs var falið að vera tengiliður við þessa nefnd og kynna verkefni hennar fyrir læknanemum hér. Hann hefur viðað að sér miklum upp- lýsingum og sérstaklega um tvö stærstu verkefni nefnd- arinnar, s.k. „village projects“ í Súdan og Ghana. Þessi verkefni eru mjög spennandi og hafa nú verið kynnt fyrir íslenskum lækanemum og er það von stúdentaskipta- nefndarinnar að einhverjir þeirra taki þátl í þeim fljótlega. Einnig höfum við reynt að fylgjast með starfi kennslu- málanefnar IFMSA og koma upplýsingum um það til kennslumálanefndar F.L. Eitt áhugavert verkefni sem er að fara af stað innan þeirrar nefndar er söfnun bóka um læknisfræði sem gefa á til Eistlands, Lettlands og Litháven. Þetta er byrjað í Þýskalandi og væri athugandi fyrir íslenska læknanema að taka þátt í þessu verkefni á næstunni. -2skólaári. I mars fóru tveir fulltrúar á skiptaráðstefnu IFMSA sem að þessu sinni var haldin í Moskvu í 15°C frosti. Þar var gengið frá samningum um að hingað kæmu 13 stúdentar í almenn skipti (einn hætti svo við), 1 í rannsóknarverkefni og að héðan færu 12 (tveir hættu við). I sumar tókum við samtals á móti 18 nemum, en af þeim voru fimm sem ekki voru í gegnum IFMSA. Aðalfundur IFMSA var að þessu sinni í Makedoniu og var hann að venju í ágúst. Þangað fóru tveir fulltrúar við illan leik, en náðu sem betur fer á leiðarenda og heim aftur án meiriháttar hrakninga og jafnvel tugthúsvistar eins og raunin varð með eina nefndina. A fundinum var reglum urn félagsgjöld í IFMSA breytt á þann veg að nú greiða lönd sem hafa færri en 500 þúsund íbúa aðeins fjórðapart af fullu LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg 119
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.