Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Side 126

Læknaneminn - 01.04.1995, Side 126
félagsgjaldi, en þetta kemur sér afar vel fyrir okkur. Mikil vinna er nú í gangi við að efla þann hluta sem snýr að rannsóknarverkefnum, gera á meiri kröfur bæði til kennara og nemenda og leitast við að fá verkefnin metin sem hluta af læknanáminu. Þannig mun okkur í framtíðinni gefast kostur á að vinna rannsóknarverkefni í fleiri löndum en nú er og að fá þau metin hér heima. Fjármál nefndarinnar voru ekki glæsileg í upphafi starfsársins og brugðum við á það ráð að leita til ýmissa fyrirtækja um styrki. Það gekk ekki nógu vel og eina fyrirtækið sem greiddi götu okkar var Pharmaco. Það má segja að það hafi verið okkur til happs hversu fáir sóttu um að fara héðan, þannig að við þurftum ekki að greiða mikla húsaleigu þetta sumarið. Við höfum náð að rétta tjárhagsstöðuna vel við og er staðan nú nokkuð góð. Sumarstarfið var mjög gott í ár. Eins og áður var það í samvinnu við AIESEC (viðskiptafræðinemar), IAESTE (verkfræði- og raunvísindadeild) og nú bættist ELSA (lögfræðinemar) við. Sumarstarfið hófst með því að gefinn var út glæsilegur bæklingur og sendur öllum þeim nemum sem síðan komu hingað í sumar. I bæklingnum mátti finna ýmsar almennar upplýsingar um landið og svo dagskrá sumarsins. Sumarstarfið gekk betur nú en oft áður og var farið í allar þær ferðir sem áætlaðar voru. Það tókst að hafa verðið í þær lágt og var þátttakan mjög góð. Þátttakan meðal íslenskra læknanema var því miður ekki nógu góð, þrátt fyrir að nefndin gerði sitt besta til að kynna ferðimar í deildinni. Það er von okkar að það verði breyting á þessu næsta sumar. Þessar ferðir eru stórskemmtilegar og ódýrar. Einnig gefst þar kostur á að kynnast allra þjóða kvikindum. Alþjóðleg veisla í Viðey var haldin í 2. sinn í júlí og tókst mjög vel. Stúdenta- skiptanefnd lauk svo starfsári sínu með því að útbúa myndaalbúm með myndum úr sumarstarfinu. I lokin vil ég nota tækifærið og þakka nefndar- mönnum samstarfið og óska komandi stúdentaskiptanefnd góðs gengis. Halldóra Jónsdóttir, stúdentaskiptastjóri 1993-4 Skýrsla fræðslunefndar. Starf nefndarinnar hófst með fræðslufundi um TRÚNAÐ OG ÞAGNARSKYLDU í starfi lækna. Þar fluttu framsögu þeir Tómas Zoega geðlæknir og Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður. Þeir vörpuðu ljósi á mörg álitamál sem varða trúnað í heilbrigðiskerfinu, frá tveimur ólíkum sjónarhólum - læknis og lögmanns -, sem var mjög fróðlegt. Ottar Guðmundsson mætti næstur og fræddi okkur um KÍMNI SEM MEÐFERÐARFORM. Eftir að hafa barist í gegn unt aftaka veður, hlutu fundarmenn kraftmikla „meðferð" hjá Ottari, sem m.a. jók hjartsláttar- tíðni og öndun og olli losun endorfína út í blóðrásina, losaði um andlega spennu og setti ýmis áhyggjuefni í nýtt og skemmtilegt samhengi - auk þess að fræðast um málefnið. Næstur tók til máls Þórður Oskarsson, yfirmaður glasafrjóvgunardeildar Landspítalans. Hann fræddi okkur um hvernig TÆKNIFRJÓVGUN fer fram, sögu þeirra vísinda, félagslega þáttinn og biðlistann o.fl.. Einnig fjallaði hann um uppbyggingu deildarinnar hér við Landspítalann, en hún þykir hafa skilað mjög góðum árangri. „BRÁÐAHJÁLP“, námskeið í skyndihjálp og endurlífgun, var haldið á vordögum. Fyrstir fluttu Guð- mundur Þorgeirsson og Tómas Guðbjartsson fyrirlestra um endurlífgun og meðferð losts. Eftir hádegi var hafist handa við verklegar æfingar. Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkiaflutningamenn, skyndihjálparkennarar og lækna- nemar, alls 17 manns, kenndu á 8 stöðvum, sem allir hóparnir fóru í gegn um. Allir kennararnir, jafnt fyrir- lesarar sem verklegir kennarar, létu í té viðeigandi lesefni sem dreift var til þátttakenda. Þótti öll kennsla hin vandaðasta, og að sama skapi gagnleg okkur sem nutum hennar. Kunnum við kennurunum bestu þakkir fyrir framlag þeirra, sem og eftirtöldum aðilum: Slysadeild Borgarspítalans, Barnadeild Landspítalans, Slökkvistöð Reykjavíkur, Rauða kross Islands, Skrifstofu Lækna- deildar, Bóksölu stúdenta, Pizza Elvis og Agli Skalla- grímssyni. Þátttakan á námskeiðinu var afburðagóð, eða um 120 manns. Þökkum fyrir okkur, Frœðslunefnd. Skýrsla ráðningastjóra. Vinna: Óhætt er að segja að framboð á vinnu í ráðn- ingakerfinu hafi verið mjög gott þetta starfsár. Undir- ritaður hefur undir höndum ársskýrslur sem ná aftur til ársins '86 - '87 (hef þó ekki upplýsingar um '87 -'88). í samanburði við þessi undanfarin ár hefur fjöldi vinnudaga sem læknanemar hafa unnið ekki verið fleiri en þetta starfsár. Framboð á vinnu var að vísu meira árið '89 -'90 eða 5721 vinnudagur en nýtingin aðeins 4353 vinnudagar eða 76,1%. Samanburð á þessum árum má sjá í töflu hér að neðan. Nýting Ár Fj. vinnud. '86 -'87 3240 78,8% '88-'89 3901 76,1% '89-'90 5721 80,3% '90 -'91 3925 93,6% '91 -'92 3199 99,5% '92-'93 4015 99,2% '93 -'94 4484 120 LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.