Læknaneminn

Tölublað

Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 28

Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 28
Meðferð gigtsjúkdóma: Fyrri hluti kerfiseiningunni. Slík „bilun” getur þróast út frá því að of mikið álag er lagt á „stoðkerfiseininguna” miðað við hvað hún þolir, jafnvægið milli álags og styrkleika raskast. Þetta getur ýmist orsakast af „eðlilegu” álagi á lélega stoðkerfiseiningu eða of miltlu álagi á eðlilega stoðkerfiseiningu. Við mat á mjúkvefjagigt er hentugt að flokka vanda- málin í þrennt: 1. Nvtilkomna. svæðisbundna mjúkvefjagigt er oft hægt að rekja til ákveðins álags dagana áður en ein- kenni hófust. Einkenni batna yfirleitt af sjálfu sér óháð meðferð. I meðferð er lögð áhersla á hæfilega hvíld (forðast áreitið), meðhöndla verki ef þarf og reyna að fyrirbyggja frekari köst. 2. I langvarandi. svæðisbundinni mjúkvefjagigt er ekki eins ljóst orsakasamband milli einkenna og „áver- ka”. Til að bati náist er nauðsynlegt að greina þá þætti sem viðhalda ástandinu og leiðrétta. Sérfræðiþekldng sjúkraþjálfara eða iðjuþjálfara getur verið ómetanieg. 3. I langvarandi. dreifðri mjúkvefjagigt er um að ræða flókið samspil líkamlegra, sálrænna og félagslegra þátta. Meðferð er erfið og lítill árangur næst ef öllum þáttunum er ekki sinnt. Hér verður fyrst fjallað um meðferðaráherslur í svæð- isbundinni mjúkvefjagigt án þess að einstökum líkams- svæðum verði gerð nákvæm skil. Síðan verður rætt um vefjagigt sem er algengasta tegund dreifðrar mjúkvefja- gigtar. Ef lesandinn vill kynna sér nánar meðferð á ein- stökum líkamssvæðum er ein framúrskarandi bók í heimildalistanum (32). Ymsum mjúkvefjavandamál- um, s.s. þrýstingi á æða-/tauga-knippi, reflex sympathetic dystrophy og góðkynja vöðvaverkjum verður ekki gerð frekari skil hér. 2.1. Svœðisbundin mjúkvejjagigt Algengustu svæðisbundnu mjúkvefjagigtarvanda- málin eru svokölluð FESTUMEIN (tendinitis) og MYOFASCIAL PUNKTAR (trigger punktar og eym- sla punktar). Sumir sjúklingar hafa eingöngu annað vandamálið en hjá öðrum finnast merki um hvort tveg- gja. Meðferð á festumeinum og myofascial punktum er í grundvallaratriðum eins. Svaeðisbundin mjúkvefjagigt: Meðferðaráherslur. 1. GREINA OG LAGFÆRA ÞÆTTI SEM STUÐLA AÐ MJÚKVEFJAGIGTINNI. Léleg lík- amsstaða, síendurteknar hreyfmgar og sálræn vandamál geta skipt máli. Stundum er þörf á að fara nákvæmlega yfir daglegar athafnir í vinnu og heima til að greina þætti sem ýta undir gigtina. Mekanísk vandamál s.s. skaklct tannbit, hryggskekkja, slitgigt í hálsi eða mjó- baki, stór brjóst, mislangir fætur, ilsig og oflausir liðir geta skipt máli. 2. FRÆÐSLA. Skýra út fyrir sjúklingnum líklega orsök fyrir mjúkvefjagigtinni og leita leiða til úrlausn- ar. Muna að árangur meðferðar byggir mikið á við- brögðum sjúklingsins og hvernig hann tekur á vandan- um. Meðferðarheldni er lakari ef hann skilur ekki út á hvað vandamálið gengur. I langvinnari vandamálum er vert að gera sjúklingnum grein fyrir því að lækning kemur ekld á noldcrum sólarhringum heldur getur tek- ið vikur eða mánuði. 3. ÆFINGAR. I bráðum mjúkvefjagigtarvandamál- um er nauðsynlegt að forðast álag sem gæti orsakað frekarí skaða. Áhersla er lögð á liðkandi æfingar og verkjameðferð, síðan í vaxandi mæli styrkjandi æfingar eftir því sem verkir lagast. Forðast ber álagið sem fram- kallaði gigtina þar til sjúklingurinn getur framkvæmt æfingar af sambærilegum styrldeika án þess að hann fái verki. Ef vandamálið er þrálátt og erfitt viðureignar er æski- legt að ieita aðstoðar og álits sjúkraþjálfara eða iðju- þjálfara. 4. VERKJAMEÐFERÐ fer fram eftir hefðbundnum leiðum. Paracetamól og bólgueyðandi gigtarlyf hjálpa stundum en ekki alltaf. Sterk verkjalyf ber að nota sparlega og helst einungis í bráðafasa. Ymis meðferðar- form sem sjúkraþjálfarar beita reynast vel í verkjastill- ingu (sjá töflu IV). Kuldameðferð er gjarnan notuð í bráðum verkjum en hiti í krónískari vandamálum. 5. VÖÐVASPASMAR eru algengir í mjúkvefjagigt og orsaka þráláta verki sem láta illa undan verkjameð- ferð. Sjúkraþjálfun þar sem beitt er hitameðferð, nuddi og liðkandi æfingum ér hjálpleg. Tímabundin notkun vöðvaslakandi lyfja getur flýtt fýrir bata en ætti ekki að nota í langtímameðferð. 6. STAÐBUNDIN SPRAUTUMEÐFERÐ f MJÚKVEFI er örugg og oft árangursrík meðferð. Sprautað er í aumar sinafestur eða vöðvapunkta, svo kallaða myofascial trigger punkta eða eymsla punkta (tender points). Eymsla punktar eru skilgreindir út frá LÆKNANEMINN 24 2. tbl. 1996, 49. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.10.1996)
https://timarit.is/issue/433355

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.10.1996)

Aðgerðir: