Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 12
Nárakviðslit fyrri hluti Faraldsfræði, einkenni og greining
Mynd 2: Ferðalag eistans á fósturskeiði og afleiðingar þess. a) Eistun myndast á lendsvæði. Þau fær-
ast síðan á fósturskeiði niður í áttina að pungnum, nánar tiltekið á milli m. transversalis og líf-
himnu. b) Eistun eiga að vera í pung fyrir fæðingu. Ef processus vaginalis helst opinn er til staðar
meðfætt nárakviðslit (meðfæddur hliðlægur nárahaull). c,d og e). Ef processus vaginalis hverfur ekki
og helst óeðlilega opinn ná garnir og netja niður í haulinn (hliðlægur nárahaull) (31).
Lærishaular eiga upptök sín neðan við nárabandið,
miðlægt við vena femoralis og undir nárabandinu í
svokölluðum lærisgangi (canalis femoralis) (myndir 1,4
og6).
FARALDSFRÆÐI
Nárakviðslit eru 5-10 sinnum algengari hjá körlum
en konum (6). Tölur yfir nýgengi eru nokkuð á reiki en
sænskar rannsóknir benda til þess að allt að því þriðji
hver karlmaður fái nárakviðslit fyrir sjötugsaldur (6,7).
Nárakviðslit greinast á öllum aldri en þau eru algeng-
ust fyrir fimm ára aldur og er hæsta nýgengið á fyrsta
ári (6). Börn (drengir) hafa nær undantekningalaust
hliðlæga haula en þeir eru algengastir fram að sextugu
með hátt nýgengi milli tvítugs og þrítugs. Eftir sextugt
eru miðlægu haularnir ríkjandi en tíðni þeirra eykst
með aldri. Samkvæmt ísraelskri rannsókn voru til
dæmis 47% karla yfir 75 ára aldur með nárakviðsiit,
flestir þeirra með miðlæga haula (8).
Lærishaular eru mun algengari hjá konum en körl-
um, en þeir greinast nær alltaf hjá fólki yfir fimmtugt
og hjá konum sem gengið hafa með mörg börn (2,6). I
töflu II sést skipting nárakviðslita og skipting eftir
kynjum. I töflunni sést að þótt lærishaular séu hlutfalls-
lega algengari hjá konum en körlum þá eru nárahaular
engu að síður algengustu nárakviðslitin hjá báðum
kynjum.
Eins og áður kom fram eru aðgerðir við nárakviðsliti
mjög algengar og sennilega er engin skurðaðgerð al-
gengari á Islandi (9). Stærstur hluti aðgerðanna er
LÆKNANEMINN
10
2. tbl. 1996, 49. árg.