Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 110

Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 110
Rannsóknarverkefni 4. árs læknanema, útdrættir Niðurstöður næmisprófanna, svo og upplýsingar um sýlda- lyfjanoktun og heilsufar barnsins, voru skráð í gagnagrunn (Microsoft Access). Miðað var við að p gildi <0.05 væri mark- tækt. Fengið var samþykki Siðanefndar Landspítalans íýrir rann- sókninni. Niðurstöður: 91 barn tók þátt í rannsókninni og frá þeim fengust 27S stofnar. Það var breytilegt hversu margir stofnar fengust frá hverju barni, minnst einn og mest 5 (meðaltal 3,1). Af þeim höfðu 58 (64%) fengið sýklalyf a.m.k. einu sinni undangengið hálft ár og voru með 176 stofna. Hin 33 börnin (35%), voru með 102 stofna. Sýklalyfjanoktun var aðallega háð aldri. Yngri börnin höfðu fleiri verið á sýklalyfjum o oru að meðaltali oftar á sýklalyfjum en eldri börnin. Einnig var meira notað af Fiemoxin og Augmentín í yngri aldurshópunum. Sýklalyfjaónæmi hjá börnum mældist töluvert. Oxacillin 83%, penicillin 55%, trimetoprim-sulfamethoxazole 47%, erythromycin 47%, tetracycline 21%, cephalothin 18%. Bakteríurnar voru nánast allar næmar fyrir chloramphenicol (<1%). Ekki var tölfræðilegur munur á næmi fyrir tetracycline eða chloramphenicol eftir því hvort börnin höfðu verið á lyfjum. Sá munur var hins vegar marktækur fyrir hin lyfin (oxacillin, p=0.006, öll hin, p<0.0001). Þegar einstök sýklalyf voru skoðuð kom í ljós að Primazol veldur fyrst og fremst og umfarm önnur lyf, ónæmi gegn tri- metoprim/sulfamethoxazole (p=0.0003). Margt bendir til þess að Flemoxing og Augmentin hafi svipuð áhrif á næmi fyrir penicillini. Það kom í ljós að ónæmi gegn penicillini og tri- metoprim/sulfamethoxazole var meira meðal barna í dagvist- un en Flemoxin og Primazol notkun var einnig meiri í þess- um hópum. Búseta og kyn vritist ekki hafa áhrif á næmi. Umræður: Ónæmið sem mældist var mun meira en við áttum von á og meira en komið hefur fram í greinum um sambærilegar rannsóknir. Skýringin á því er að einhverju leyti sú að hér er eingöngu verið að skoða börn, sem nota sýklalyf meira en fullorðnir. Notkun sýklalyfja er sterkasti þátturinn í því að valda auknu ónæmi meðal viridans streptókokka. Mjög sterk fyl- gni var á milli sýklalyfjanotkunar og ónæmis og einnig var línuleg fylgni á milli fjölda sýklalyfjakúra og vaxandi ónæmis og er það í samræmi við íslenskar rannsóknir sem gerðar hafa verið á S. pneumoniae. Fyrir fáum árum var almennt talið að ónæmi meðal viri- dans streptókoldca væri lítið og því hægt að meðhöndla sýk- ingar vegna þeirra blint með penicillin. Þó svo að það sé lík- legt að ónæmi meðal fullorðinna sé minna en í börnum, þá benda niðurstöðurnar til þess að ekki sé lengur hægt að með- höndla viridans sýkingar blint. Þó svo að viridans streptókokkar séu alla jafna ekki miklir skaðvaldar, þá virðast þeir geta dreift genum sínum til ann- arra streptókokka og með því aukið ónæmi meðal þeirra. Það er því vert að hafa í huga þegar skrifað er upp á sýklalyf, að hálsflóran mun bera þess merki næstu vikur eða mánuði. Af ofansögðu má ljóst vera að mikilvægasta slcrefið til að draga úr ónæmi meðal baktería er að draga úr sýklalyfjanotk- un. Fæðugjafir í faraldri þarmadrepsbólgu Kristín Theodóra Hreinsdóttir1. Atli Dagbjartson2, Jóhann Heiðar Jóhannsson3. 'LHI, "Barnaspítala Hringsins, "Rannsóknastofu háskólans í meinafræði. Gerð var afturvirk samanburðarrannsókn á fæðugjöfum barna sem veiktust í þarmadrepsbólgufaraldri sem kom fram á árunum 1987-1990. Tilgangurinn var að kanna hugsanleg tengsl milli fæðugjafar og tilkomu þarmadrepsbólgu. Fyrir hvert sjúkratilfelli voru til samanburðar valin tvö börn úr fæðingaskrám. Skyldi annað þeirra fætt minna en sex mán- uðum á undan og hitt minna en sex mánuðum á eftir sjúk- lingnum. Munur á fæðingarþyngd átti að vera minni en 250 g og munur á meðgöngulengd minni en tvær vikur. Sjúkra- skrár barnanna voru fengnar frá Barnadeild og Kvennadeild Landspítala og allar upplýsingar um fæðugjöf skráðar. Fæðumagn á þyngdareiningu var reiknað fyrir einstakar gjafir á 12 tíma fresti og sett upp í dreifirit (scattergram) fyr- ir hvorn hóp fyrir sig. Fundin var bein lína sem lýsti aukn- ingu í fæðumagni milli gjafa fyrir hvorn hóp, fyrstu 240 klst. eftir fyrstu gjöf. Hallatala línunnar fyrir sjúkratilfellin var 00072 (95% öryggismörk: 0,064-0,081) en fyrir viðmiðin 0,063 (95% öryggismörk: 0,0550,071). Það er því ljóst að munur á fæðumagni barna sem veiktust og barna í saman- burðarhópi er elcki marktækur. Af sjúkratilfellunum 18 höfðu sextán (eða 88,9%) fengið fæðu í maga áður en þau veiktust af þarmadrepsbólgu. Oll börnin sem fengu þarmadrepsbólgu voru mötuð um maga- slöngu áður en þau veiktust, en einungis 55,6% viðmiðunar- barnanna. Brjóstamjólk í fyrstu gjöf fengu 18,8% þeirra sem veiktust og 50% hinna. Af öðrum hugsanlegum orsakaþáttum sem teknir voru til saanburðar má nefna súrefnisskort við burðarmál en fleiri börn höfðu orðið fyrir súrefnisskorti í sjúklingahópnum (61,1%) en í viðmiðunarhópnum (41,7%). Sama hlutfall beggja hópanna féldc Apgar-stigun undir 5 við eina mínútu en við fimm mínútur var Apgar-stigun sjúklinganna lægri (33,3% höfðu Apgar undir 7) en viðmiðunarhópsins (25% höfðu Apgar undir 7). I sjúklingahópnum höfðu fleiri fæðst með bráðum eða hálfbráðum keisaraskurði (66,7%) en í við- miðunarhópnum (22,2%). Einnig var skoðað hve mörg börn höfðu haft blóðríki, opna fósturæð eða hækkað bilirubin, fengið naflaslagæðarlegg eða sýldngu eða verið léttburar og fannst enginn munur milli hópanna. LÆKNANEMINN 100 2. tbl. 1996, 49. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.