Læknaneminn - 01.10.1996, Síða 49
Hvað er sameiginlegt með læknisfræði og tónlist?
haggish svo að eitthvað sé nefnt, íslendingurinn veitti
Brennivín og harðfisk. Harðfiskurinn mæltist svo og
svo fyrir en einn lítri af brennivíni tepptist eitthvað hjá
breskum og ungverskum kollegum okkar og sást ekki
meir eftir það, þeir voru þó all kátir þann daginn, þótt
minna bæri á þeirri gleði að morgni næsta dags. Þessi
tími leið óskaplega hratt og fyrr en varði vorum við á
leið til Celje sem er lítill bær í um tveggja klukkutíma
akstursfjarlægð frá Ljubljana, til að halda okkar fyrstu
tónleika (n.k. generalprufa). Tónleikarnir gengu vel og
voru mjög lofandi um framhaldið. Daginn eftir var svo
stóra stundin runnin upp. Cankarjev dom, stolt þeirra
Slóvena, eitthvert albesta tónleikahús fyrrum
Júgóslavíu, kennt við þjóðarskáld Slóvena, Karl
Cankarjev. Uppselt var á tónleikana en húsið tekur
1500 manns í sæti.
Fyrst á efnisskránni var tékknesk svíta eftir Dvorak
en þar á eftir var fiðlukonsert Mendelssohns í e-moll,
að loknu hléi var flutt 2. Symfónía Saint Saens. Radio-
Slovenia útvarpaði beint frá tónleikunum en sú útsend-
ing næst um mestallt meginland Evrópu. Tónleikarnir
tókust frábærlega og fólk reis úr sætum að þeim lokn-
um og fagnaðarlátum ætlaði aldrei að linna. Samtök
læknanema og félag barnalækna í Slóveníu sáu um tón-
leikana og allt skipulag en allur ágóðinn af miðasölu
rann til tækjakaupa og uppbyggingu á taugalækninga-
deild barnaspítala Slóveníu. 12.000 Bandaríkjadollar-
ar skiluðu sér í kassann en það þykir þónoklcuð stór
upphæð á slóvneskan mælikvarða. Miðarnir voru
skreyttir með teikningum slóvneskra barna undir yfir-
skriftinni “börn og spítalar”. Hljómsveitin félclc heil-
mikla umfjöllun í Slóveníu og var haft á orði að henni
mætti vel jafna við hljómsveit tónlistarháskólans í Lju-
bljana. Það vakti mikla furðu þarlendra hversu margt
hæfileikafólk fyrirfmnst meðal læknanema og var sam-
an komið ekki einasta til að safna peningum til góð-
gerðarmála heldur til að sýna fram á og sanna að lækn-
isfræði og tónlist sé hægt að samþætta. Hróður hljóm-
sveitarinnar hefur borist hratt um allt meginland Evr-
ópu, Þýskaland, England, Slóveníu og næst Spánn '97.
Stærð sveitarinnar eru nokkrar skorður settar þar sem
að erfitt verður að slcipuleggja fundi þegar fjöldi þáttak-
enda er orðinn eitthvað meira en 60-70 manns. (nóg er
það samt) hvort sem markmiðið er mannúð eða músík
þá er fullvíst að EMSO er komin til að vera og er það
vel.
Vel fer á að enda þessa frásögn á þakkarorðum Dr.
Kontrabassaleikarar frá Þýskalandi.
Alenku Höfferie sem hún flutti fyrir hönd barnalækna
í lok tónleikanna. Orð hennar eru lýsandi fyrir
EMSO.
“Dear medical and musical European guests. I
would like to thanlc you for this wonderful evening we
have spent together. Not only because you let us enjoy
the beautiful music and your excellent playing but also
because you let us feel the athmosphere of mutual und-
erstanding of real friendship of peace and love.”
Þessi ferð var sannkölluð ævintýraferð og skorar und-
irritaður eindregið á alla sem hug hafa á að ganga til liðs
við sveitina að láta af því verða. Auk þess skal bent á að
EMSO hefur eignast mjög flotta heimasíðu á internet-
inu með upplýsingum um hljómsveitina, netfangið er:
http://www.mf.uni-lj.si/apondelek/ emso96.htm
LÆKNANEMINN
43
2. tbl. 1996, 49. árg.