Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 18

Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 18
Nárakviðslit fyrri hluti.Faraldsfræði, einkenni og greining Mynd 11: Haulmynd sem sýnir greinilegan hliðlægan nárahaul hægra megin hjá full- orðnum karlmanni (Mynd Sam Smedberg). og æðagúlar á lærisslagæð, stækkaðir eitlar á nárasvæði og æðahnútar á vena saphena magna (tafla V). Læris- haular geta þó teygt sig upp fyrir nárabandið (sjá mynd 6). Eistu er þreifuð og stærð þeirra metin. Ef munur er á stærð þeirra ber að skrá það í sjúkraskrá því að við að- gerð getur orðið skerðing á blóðrás til eistans sem veld- ur rýrnun á því. Einnig er mikilvægt að útiloka eymsli yfir sáðstrengnum eða hvort fyrirferð finnst í pung. Hliðlægir nárahaular geta teygt sig niður í pung en í slíkum tilvikum getur pungurinn orðið mjög stór og er stundum talað um „hjólböru-kviðslit“ (wheelbarrow hernia)! (mynd 9). Með því að bregða fyrir sig hlustun- arpípu má oft heyra garnahljóð í pungnum og leikur þá varla vafi á greiningunni. Vatnshaular eru engu að síð- ur algengari orsakir fyrirferðar í pung (tafla VI). Þeir eru yfirleitt auðveldir í greiningu og þá með gegnum- lýsingu. Vatnshaular eru nær undantekningalaust verkjalausir. Við þreifingu á nárahaul er mikilvægt að byrja þreif- inguna yfir húðinni á pungnum en hún er mun eftir- gefanlegri en húðin yfir kviðveggnum og því auðveld- ara að komast hærra upp í náragöngin (sjá mynd 10). Fingrinum er síðan beint að innri hringnum sem er auðfundinn og sjúklingurinn beðinn um að hósta eða rembast. Undir venjulegum kringumstæðum á innri hringurinn ekki að vera stærri en sem nemur hálfum fingurbroddi. Ef sjúklingurinn hefur kviðslit bungar haullinn út á fingurinn. Þreifing við innra opið er sárs- aukafull og verður því að framkvæma varlega. Hjá kon- um er yfirleitt um fyrirferð ofan nárabandsins að ræða en stundum teygir haullinn sig alla leið að ytri skapa- barminum. Lærishaula getur verið erfitt að greina hjá feitum ein- staklingum. Til þess að átta sig betur á staðsetningu þeirra er best að þreifa fyrst út nárabandið en það er auðfundið og liggur fyrir ofan (en eldci undir) húðfell- inguna í náranum. Púlsinn í náraslagæðinni er síðan fundinn en lærisbláæðin liggur miðlægt við hann og lærishaularnir síðan miðlægt við hana (og neðan nára- bandsins) (mynd 1 og8). Erfitt er að greina á milli hliðlægs og miðlægs nára- hauls við þreifingu, t.d. hafa rannsóknir sýnt að klínísk greining er röng í allt að 30-40% tilfella hjá reyndum skurðlæknum (27). Hjá börnum, konum (95%) og við haula í pung, má gera ráð fyrir að um hliðlægan haul sé að ræða. I flestum tilvikum hefur það litla klíníska þýð- ingu hvort um miðlæga eða hliðlæga haula er að ræða, enda meðferðin sú sama (6). Hliðlægu haularnir hafa þó yfirleitt minna op og hætta á garnastíflu því meiri. Lærishaulana er oftast hægt að greina við þreifingu en þeir eru hættulegastir nárakviðslita (garnastífla) og því brýnt að framkvæma aðgerð fyrr en síðar. Að lokum er sjúklingurinn skoðaður Iiggjandi. Fram- kvæmd er almenn kviðskoðun og styrkur kviðveggjar- ins metinn í kringum innri hringinn. Ef innri hringur- inn er stór og vöðvarnir slappir er oft hægt að þreifa opið á haulnum í gegnum kviðvegginn. Loks er fram- kvæmd endaþarmsþreifmg og þá sérstaklega með mis- munagreiningar í huga. Sérstaklega er mikilvægt að skoða blöðruhálskirtilinn hjá sjúklingum með þvag- tregðuvandamál. I slíkum tilvikum getur verið ástæða til frekari rannsókna (t.d. þvagflæðimælingar) áður en sjúklingur er tekinn til aðgerðar. Þvagtregða versnar oft við kviðslitsaðgerð en hún eykur á þrýstinginn í kviðar- holinu sem er óæskilegt eftir aðgerð. MYNDRANNSÓKNIR Ekki er alltaf hægt að sýna fram á kviðslit við þreif- ingu hjá sjúklingum með einkenni nárakviðslits. Þá er hægt að gera svokallaða haulmyndatöku (hern- iography) þar sem skuggaefni er sprautað inn í kviðar- holið (sjá mynd 11). Hækkað er undir höfði sjúklings- ins, sem liggur á maganum, og teknar röntgenmyndir þar sem athugað er hvort útbungun verður á lífhimn- unni á nárasvæði. Rannsóknin hefur bæði hátt næmi og sértæki og fylgikvillar eru fáir (28). Við óljósar fyrir- LÆKNANEMINN 16 2. tbl. 1996, 49. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.