Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 31
Meðferð gigtsjúkdóma: Fyrri hluti
Starfsráögjöf
og
aðlögun
URVINNSLA
sálfræðiráögjöf
(ef þarf)
Iðjuþjálfun Líkamsrækt Lyf Fræðsla Streita og verkir Sjúkraþjálfun
spelkur þolfimi við svefnleysi um sjúkdóminn teygjur
hjálpartæki göngur við verkjum veita uppörvun hiti/kuldi rétt líkamsstaða
vinnuhagræðing sund við kvíða og stuðning slökun fræðsla um réttar
leiðir til að draga hjólreiðar við þunglyndi áhersla á sjálfs- djúpöndun vinnustellingar
úr álagi á liði joga Tai chi hjálp samfélagslegur stuðningur dáleiðsla biofeedback tens sprauta í trigger punkta nudd hitameðferð
Mynd 2. Heildræn meðferðaráætlun í vefjagigt.
3. SÁLRÆNIR ÞÆTTIR.
Kvíði, þunglyndi og streita finnast hjá 25-35% vefja-
gigtarsjúklinga (39) og auka á vaniíðan og verki (40).
Reglubundin hvíld og slökun er æskileg. Hægt er að ná
því markmiði eftir ýmsum leiðum s.s. í gegnum tóm-
stundir, líkamsrækt eða með formlegri slökun/hug-
leiðslu. Kvíða og þunglyndi þarf að meðhöndla á við-
eigandi hátt með viðtölum, ráðgjöf eða lyfjum. I tilfell-
um þar sem kvíði og þunglyndi eru yfirgnæfandi ein-
kenni getur verið þörf sérfræðiaðstoðar.
móðurinnar. Betra væri að fjölskyldan ætlist til þess að
húsmóðirin sinni áfram húsverkunum, en að hún njóti
hæfilegrar aðstoðar eftir þörfum.
Onnur atferlisbreyting felst í því að skapa svigrúm í
daglegu lífi svo að sjúklingurinn geti sinnt eigin heilsu.
A Islandi er þetta oft mjög erfitt vegna langs vinnu-
tíma. Algengt er að meðferð vefjagigtarsjúklings felist
f.o.f. í lyfjameðferð og sjúkraþjálfun ásamt stopulli lík-
amsrækt. Við slíkar aðstæður er sjúklingurinn óvirkur
þátttakandi og árangur meðferðar verður sjaldan góður.
4. ATFERLISBREYTING.
I mörgum tilfellum þarf grundvallar breytingu á
hegðun eða atferli sjúklingsins. Sjúklingurinn þarf að
sætta sig við sjúkdóminn og átta sig á að meðferð mið-
ast að því að draga úr einkennum frekar en að lækna
sjúkdóminn. Verkirnir mega ekki stjórna lífi sjúklings-
ins, sjúklingurinn má ekki verða of háður aðstoð heil-
brigðisstétta. Sjúklingurinn verður að átta sig á að ár-
angur meðferðar byggist f.o.f. á að hann taki ábyrgð á
sjálfum sér og að hann sé virkur þátttakandi í meðferð-
inni. Einstaklingar með króniska verki hafa tilhneig-
ingu til að sýna „operant behavior”. Sem dæmi má
nefna heimavinnandi húsmóður með vefjagigt sem
hætdr að annast húsverk því aðrir fjölskyldumeðlimir
taka þau að sér. Þetta gæti ýtt undir sjúklingshlutverk
5. SJÚKRAÞJÁLFUN OG LÍKAMSRÆKT.
Bætt líkamsþjálfun er nauðsynleg sérhverjum vefja-
gigtarsjúldingi. Líkamsþjálfun hækltar sársaukaþrösk-
uld (41), eykur andlega vellíðan, framkallar slökun og
getur leitt til megrunar. En að segja vefjagigtarsjúldingi
að stunda meiri líkamsrækt er hægara sagt en fram-
kvæmt. Síþreytuástand og andleg vanlíðan dregur úr
getu þeirra til að hreyfa sig og margir sjúklingar kvarta
yfir því að líkamsþjálfun geri verkjaástandið enn verra.
Skýringin er sú að vefjagigtarsjúldingar eru gjarnan í lé-
legu líkamsásigkomulagi. Vöðvar eru stífir og styttir og
vöðvakraftur lélegur. Því er nauðsynlegt að mýkja vöð-
vana upp og teygja áður en þolfimi hefst.
Þessum markmiðum er best náð með aðstoð sjúkra-
þjálfara. Sjúkraþjálfarinn er í lykilaðstöðu til að verða
LÆKNANEMINN
27
2. tbl. 1996, 49. árg.