Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 76
Nýmyndun æða og krabbamein - bylting í krabbameinslyfjameðferð innan seilingar?
Fjölgun og þroski æðaþelsfrumna er einnig háð efn-
inu sem þær sitja á. Til að æðaþelsfrumurnar nái að
dreifa sér og mynda nýja æðasprota þarf að brjóta nið-
ur millifrumuefnið. Eiginleikar millifrumuefnisins
skipta því auðsjáanlega miklu máli. Ef æðaþelsfrumur
eru ræktaðar á plastundirlagi í nærveru bFGF þá geta
þær fjölgað sér, en þær mynda ekki háræðapípur. Það
gerist hins vegar ef þær eru ræktaðar á kollageni eða
millifrumuefni. Heparansúlfat virðist vera sérlega mik-
ilvægt. Það eykur sækni bFGF í viðtaka sinn og vernd-
ar aFGF og bFGF gegn niðurbroti (4). FGF virðist vera
í millifrumuefninu á óvirku formi og aukin virkni prot-
eolytískra ensíma eykur styrk virks FGF (8).
LYFJABÚÐ HÁSRÓLA ÍSLANDS
■■■■■■ mm STOFNAÐ 1760
SÍMI • 551 1760 FAX* 551 1744
AUSTURSTRÆTI 16, 101 REYKJAVÍK
NÝMYNDUN ÆÐA 0G KRABBAMEIN
Nýmyndun æða er nauðsynlegur þáttur í vexti æxla.
Æxlin geta einungis orðið 1-2 mm. ef nýjar æðar vaxa
ekki inn og þá hættir æxlið að stækka. Súrefni flæðir
einungis 150-200 m í vef og því verður fljótt súrefnis-
skortur í vaxandi æxli (3). Vöxtur æða inn í æxlið er
því nauðsynlegur til að æxlisfrumurnar fái næringu og
losni við úrgangsefni. Einnig fá þá æxlisfrumurnar
ýmsa vaxtarþætti sem æðaþelsfrumur og frumur úr
blóði framleiða eins og bFGF, PDGF (platelet derived
growth factor), G-CSF (granulocyte-colony stimulat-
ing factor),IL-6 (interleukin-6) o.fl. (9). Auk þess er
innvöxtur æða mikilvægur til að meinvörp nái að sá sér
til fjarlægra líffæra. Til að krabbameinsfrumur geti
dreift sér þurfa þær náttúrulega að komast inn í æðar og
inn í blóðrásina. Nýiega myndaðar háræðar eru lekar
og hjálpar það enn frekar æxlisfrumunum við að kom-
ast inn í blóðrásina (4). I þessu sambandi er nú mikið
rætt um tengsl á þéttni smáæða í æxli við batahorfur og
eru ekki allir á eitt sáttir um þau tengsl. Margt virðist
benda til þess að þéttni smáæða sé sjálfstæður áhættu-
þáttur við mat á batahorfum, en þó eru margar rann-
sóknir sem ekki geta sýnt fram á það (10,11). Toi o.fl.
ganga svo langt að halda því fram að æðaþéttni sé jafn-
vel álíka mikilvæg og eitlameinvörp m.t.t. batahorfa í
brjóstakrabbameini (8). Weidner o.fl. skoðuðu smá-
æðaþéttni í brjóstakrabbameini árið 1991 og báru sam-
an við meinvörp. Fyrir aukningu smáæða um 10 í
hverjum smásjárfleti við 200 falda stækkun jókst hætt-
an á meinvörpum 1,59 falt og öll æxli með 100 æðar á
hvern 200x flöt höfðu dreift sér (12). I annarri rann-
sókn voru 328 brjóstakrabbameinssjúklingar skoðaðir
sem höfðu farið í brjóstatökuaðgerð (mastectomiu) og
algjöra hreinsun á holhandareitlum. Þar kom í ljós að
smáæðaþéttni hafði jafngott spágildi um batahorfur og
það hvort æxlisfrumur fundust í eitlum. Jákvæð litun
fyrir VEGF í æxlisvef sýndi sterk tengsl við smáæða-
þéttni, en virtist ekki vera sjálfstæður áhættuþáttur.
Fleiri svipaðar rannsóknir hafa verið gerðar og sýna
margar þeirra fram á það sama. Smáæðaþéttni á því
e.t.v. eftir að koma inn sem rútínuvefjarannsókn og
væri hún þá sérstaklega mikilvæg til að meta batahorf-
ur kvenna með neikvæða eitla (8).
Núna virðast flestir vera á eitt sáttir um mikilvægi
æðanýmyndunar í framgangi krabbameins. Rannsókn-
ir á þessu sviði hófust fyrir u.þ.b. 30 árum og efuðust
þá margir. Frumkvöðullinn að þessum rannsóknum
LÆKNANEMINN gg
2. tbl. 1996, 49. árg.