Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 16
Nárakviðslit fyrri hluti.Faraldsfræði, einkenni og greining
Mynd 7: Hliðlægur nárahaull hægra megin hjá
fimmtugum karlmanni. Greinilega sést hvernig
hullinn teygir sig niður í pung (34).
un eða treg þvaglát. Hjá sumum koma einkennin
skyndilega t.d. þegar lyft er þungu. Þegar lagst er fyrir
líða verkirnir oftast hjá eða minnka. Rétt er að hafa í
huga að minni haular valda yftrleitt meiri verkjum og
hætta á garnastíflu er meiri (23). Ef um hliðlæga haula
er að ræða getur sjúklingurinn fundið fyrir fyrirferð í
pung (mynd 7) en algengara er að sjúklingurinn hafi
óþægindi af fyrirferð ofar og þá venjuiega í tengslum
við áreynslu. Hjá ungbörnum getur kviðslit verið orsök
óværðar. Oftast er þó komið með börnin til læknis þeg-
ar foreldrar taka eftir fyrirferð í nára t.d. þegar barnið
grætur.
Hluti sjúklinga, sérstaklega feitir einstaklingar, hafa
engin óþægindi og greinast fyrir tilviljun við læknis-
skoðun. Lærishaular greinast hins vegar sjaidan fyrir til-
viljun. í þessu sambandi er einnig rétt að hafa í huga
að þótt kviðslit finnist við skoðun þarf það ekki að vera
Mynd 8: Lærishaull hægra megin hjá fertugri
konu. Haullinn liggur neðan nárabandsins
(brotna línan) og miðlægt við innra opið og
púls náraslagæðarinnar. Um var að ræða
svokallaðan sjálfhelduhaul (incarceration), þ.e.
ekki reyndist unnt að ýta haulnum inn í
kviðarholið (34).
ástæðan fyrir óþægindum sjúklingsins (sjá nánar síðar).
Hjá ungum stúlkum getur eggjastokkurinn borist út
í nárahaul og valdið kviðverkjum, sérstaklega ef snýst
upp á hann (torsio). Miklu algengara er þó að görn eða
netja klemmist inni í haulnum og valdi verkjum.
Þegar görn festist inni í haulnum verður oft vart ein-
kenna garnastíflu (obstructio intestinalis) en þau eru
hviðukenndir miðlægir kviðverkir, ógleði/uppköst,
þaninn kviður, hægða- og vindtregða. Einkennin ganga
oft yfir, t.d. þegar sjúklingurinn getur sjálfur ýtt hauln-
um inn í kviðarholið og losað þannig um stífluna. Aðr-
ir hafa einkenni garnastíflu án þess að hafa haft óþæg-
indi áður af kviðsliti. Þetta á sérstaklega við um læris-
LÆKNANEMINN
14
2. tbl. 1996, 49. árg.