Læknaneminn

Tölublað

Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 71

Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 71
Discipuli medicinae, quo vadimus? hann hefur að geyma fyrr en hann hefur scörf og má þá e.t.v. sjá hlut persónunnar sjálfrar, sem hóf göngu sína í gegnum læknanámið og hvaða spor deildin skildi eft- ir á sálarlífi hennar. Þeir sem eiga læknanámið að baki hugsa með sér „fallerallera — ég er sloppinn!“ og setja allar óþægilegar minningar til hliðar. Þeir fara ekki í naflaskoðun til þess að velta því fyrir sér hvort eitthvað hefði mátt bet- ur fara í námi þeirra og þó svo að þær raunir sem menn gengu í gegnum hafi gert einhverjum þeirra verulega skráveifu og jafnvel skilið eftir merki sín á honum, þá er sá hinn sami ekki að velta sér upp úr því að námi loknu og reynir ekki að breyta deildinni í þágu þeirra sem eftir koma. Því má fúllyrða þótt ekki liggi fyrir formfastar rannsóknir um hlut innri gerðar læknisefna að persónugerð læknanemans og mótun af kennslunni muni hvort tveggja hafa áhrif á það hvernig honum farnast í starfi og ætla má að verklag læknastúdentsins, aðferðafræði, ögun við nám og störf í deildinni haldist áfram eftir útskrift. Námsefni og kennsla: Þegar námsefnið er skoðað kemur í ijós að það yrði skrýtin skepna sem sköpuð yrði eftir því hlutfalli sem hinar ýmsu greinar fá til umráða til þess að gera úr lækni. Sérstaklega má benda á að á hinum fyrstu árum eru grunnfög sem kennd eru í náttúrufræðibrautum menntaskóla endurtekin í læknadeild. Kemur þar ber- lega í Ijós hve gamlar hefðir geta verið íhaldssamar og blandast inn hagsmunir vegna úrtaksprófa. Þegar námsefnið er skoðað sést vel hve læknanámið hlýtur að vera langvinnt og fræðin mikil að magni í blaðsíðum talið, og slíkt er víðfeðmi efnisins að læknastúdent kemst seint yfir lestur þess alls. Auðvitað er sérfræði- þekking af hinu góða en spurningin er hversu mikið á að rúmast innan námsefnis læknadeildar með hliðsjón af þörfum allra seinna meir. Itursértæk þeklting er ekki í allra þágu og úreldist fljótt. Því má ekki ganga of langt í kennslu slíkra hluta á kostnað annarrar góðrar mennt- unar. Til þess að ná upphafsprófi í læknadeild þarf nem- andi að hafa góða undirstöðu frá menntaskóla, einkum þekkingu sem varðar efna- og eðlisfræði. Segja má að ekki komist aðrir í læknadeild en þeir sem geta leyst 80 efnafræðidæmi á fjórum klst. Einnig þarf hinn sami að útsjá strax réttar textabækur af mörgum doðröntum sem fram eru réttir af kennurum deildarinnar. Allir skyni gæddir menn sjá, að ekki er unnt að Iesa allt þetta og verður því haldreipi nemenda að lesa glósur, sem til eru orðnar hjá fyrri námsárgöngum vegna steinrunn- inna fyrirlestra ella að glósurnar eru þakksamlega þegn- ar sem styttingsútbýti frá kennurum. Þetta er nauðsyn- legt þegar litið er á námsferlið sem líkja má við hindr- unarhlaup vegna prófaáráttu kennara. Hindranirnar eru misgóðar og segja nemendur í spaugi að menn þurfi að lesa allt, gleyma aðalatriðum en leggja aukaat- riðin á minnið til þess að standast prófin. Það ber að kanna hvort eitthvað sé til í því sem haldið er fram að þróun kennslunnar sé í þá veru að kenna meira og meira um minna og minna en aðalatriði og yfirsýn í formi skipulags og stjórnunar sé hunsað. Verulegt úrval á sér stað fyrst í læknanáminu þannig að þeir sem kom- ast í gegnum læknadeild hljóta að vera tilteknum hæfi- leikum búnir. Ef kennarar eru gagnrýndir fyrir próf segja þeir yfirleitt: Hvaða kosti höfum við? Það er auð- vitað álitamál hvernig próf skulu vera sniðin og hvort annað, svo sem viðtöl geta komið í þeirra stað og því ber að líta á tilgang prófanna. Eru þau til þess að píska menn til náms eða fella út þá sem eru vanhæfir ellegar gefa kennurum vegvísi um færni sína, hæfi sem kenn- arar. Líklega á allt þetta nokkurn sannleiksstreng en menn geta spurt hvort úrtaksprófin nái tilgangi sínum svo nýlæknarnir séu hinir hæfustu úr hópnum sem byrjaði nám í deildinni ellegar einungis skari manna sem þyrfti helst á áfallahjálp að halda. Læknanámið er stílað til þess að veita læknanemum mikla þekkingu, á því er enginn vafi en spurningin er einnig sú hvort það leiði til þess þroska sem þarf til að beita þeirri þekkingu. Það að ná einu prófinu eftir öðru eykur sjálfstraust og áræði sem er gott og gilt inn- an skynsamlegra marka. Hins vegar getur einnig kom- ið upp námsleiði og síþreyta, þar sem menn finna ekki umbun erfiðis síns og hættan á ofnotkun vímuefna get- ur orðið að verulegu vandamáli. Læknadeild hefur - og líklega ekki að ósekju- verið ásökuð um vankanta, skör- un á námsefni og kennslu og tengslaleysi kennara inn- byrðis, íhaldssemi þeirra í kennsluháttum og fornlegri framsetningu, efnisvali og umfjöllun. Ekki verður þó á móti mælt því að kennslu í læknadeild hefur farið fram með því að kennslan er orðin viðráðanlegri með nu- merus clausus og kennslustjórn. Af sömu ástæðu, þ.e. því hve námið er langt og strangt, verða möguleikar til hlutdeildar í félagslífi inn- an deildarinnar eða háskólans fremur erfiðir hjá lækna- LÆKNANEMINN 61 2. tbl. 1996, 49. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.10.1996)
https://timarit.is/issue/433355

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.10.1996)

Aðgerðir: