Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 53

Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 53
Helicobacter pylori - yfirlitsgrein sóknarinnar nokkuð háð því hver framkvæmir grein- inguna. Hægt er að nota venjulega Hemotoxilin-eosin eða Giemsa litun fyrir H. pylori en besta aðferðin er talin að nota Whartin-Starry silfur litun Ureasarannsókn Ureasarannsóknirnar, eða CLO-test (Campylobacter Like Organism-test), hafa mikla kosti fram yfir ræktun og vefjarannsókn þar sem þau eru einföld, fljótleg og ódýr. Prófin byggja á þeim eiginleika H. pylori að framleiða efnahvatann ureasa. Bíopsíusýni frá maga- slímhúð sjúklings er komið fyrir í sérstöku hlaupi sem skiptir um lit ef ureasi er til staðar í sýninu. Næmi ur- easarannsókna er talið á bilinu 75 til 90% (25). Aðrar ureasajákvæðar bakteríur s.s. streptococcar og stap- hylococcar eru taldar valda nokkuð lágu sértæki ureasa- rannsókna, eða 85% borið saman við ræktanir (26). Sermifrœði I faraldsfræðilegum rannsóknum á H. pylori hafa blóðvatnsrannsóknir verið mikið notaðar, en við þær rannsóknir er gerð ELISA mæling á IgG. Næmi og sér- tæki er talið nokkuð gott, eða í kringum 90% (27). Blóðvatnsrannsóknir hafa þó þann ókost að einungis er greint hvort sjúklingurinn hafi einhvern tíman kom- ist í snertingu við H. pylori. Nýlegar kenningar, studd- ar rannsóknum með l3C-urea útöndunarloftsrannsókn- um, benda til þess að H. pylori sýking geti verið breyti- leg frá einum tíma til annars (28) og því henti blóð- vatnsrannsóknir ekki vel til að afla upplýsinga um það hvort H. pylori sýking sé að há viðkomandi sjúklingi. Einnig er það galli að sermivending sjúklinga verður ekki fyrr en eftir 50 til 100 daga eftir smitun og því er viss hætta á fölskum neikvæðum niðurstöðum. Hægt er að mæla IgG mótefni gegn H. pylori í þvagi eða munnvatni og eru þær mælingar taldar næmar en ekki sértækar (29) og henta því ágætlega sem skimunarpróf. 13 C-UREA útöndunarloftsrannsókn Á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði hefur nýlega verið tekið í notkun tæki til að gera mælingar á C02 í út- öndunarlofti sjúklinga. Tækið er hið eina sinnar teg- undar á landinu og mun nýtast meðal annars til að framkvæma C-urea útöndunarloftsrannsóknir til greiningar á H. pylori sýkingum. Rannsóknin byggir á þeim eiginleika H. pylori að framleiða ureasa. Sjúklingur er látinn drekka lausn sem inniheldur 100 mg af urea sem merkt hefur verið með C. Ureasi bakteríunnar brýtur urea niður í NH^ og 13 13 . J C02 , en C02 frásogast og skilst út á hefðbundinn hátt um lungu. I útöndunarlofti er síðan mælt hlutfall C02/12C02 með ljósgleypnimælingu. Næmi og sér- tæki aðferðarinnar er hvort tveggja metið 98-100% (30,31). Eldri útgáfa þessara útöndunarloftsrannsókna byggði á notkun C sem er ekki stöðug samsæta og þvf fylgdi rannsókninni geislun fyrir sjúkling. C samsætan er hins vegar stöðug og því er rannsóknin talin alveg skað- laus og óhætt að nota hana til rannsóknar á börnum og þunguðum konum. Þekkt er að H. pylori hreiðrar um sig á blettum í magaslímhúðinni. Ræktun á bakteríunni, vefjarann- sókn og CLO-rannsókn á vefjasýnum, sem eru hefð- bundnu aðferðirnar til greiningar á tilvist H. pylori, hafa allar þann galla að notast við sýni frá litlum blett- um slímhúðarinnar. C-urea kemst hins vegar í snert- ingu við alla magaslímhúðina og er þetta talin ein ástæða hins háa næmis og sértækis rannsóknarinnar. C-urea útöndunarloftsrannsóknir eru sérlega heppi- legar til að athuga árangur meðferðar til upprætingar á H. pylori (32). Magn mótefna gegn H. pylori er lengi að falla hjá sjúklingum eftir að sýkingin hefur verið upprætt og því henta blóðvatnsrannsóknir illa til að kanna árangur upprætingarmeðferðar. Einnig er talið að C -urea útöndunarloftsrannsóknir greini það mun betur en blóðvatnsrannsóknir hvort sjúklingur er með virka sýkingu (28). Urea útöndunarloftsrannsóknir hafa verið notaðar til að reyna að meta magn baktería í magaslímhúð og árangur upprætingarmeðferðar hefur reynst tengdur magni baktería (33). Rannsóknin er mjög einföld í framkvæmd. Mögu- legt er jafnvel að láta sjúklinga framkvæma það sjálfa í heimahúsi og senda pokana til mælinga. PCR Eins og flest annað í lífríkinu er hægt að greina H. pylori með PCR. Er sú aðferð talin 96% næm og 100% sértæk sé notaður vökvi úr maga (34). Aðferðin er talin henta vel til stofngreiningar á H. pylori en ekki eins vel til að greina virka sýkingu. Bakterían er algeng og þó mögulegt sé að finna einhverjar leifar hennar í sýnum er ekki endilega víst að sýkingin sé virk. Einnig er PCR dýrari en aðrar aðferðir til greiningar á H. pylori. LÆKNANEMINN 47 2. tbl. 1996, 49. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.