Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 75

Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 75
æða og krabbamein - bylting í krabbameinslyfjameðferð Örvar Þór Jónsson innan seilingar? NÝMYNDUN ÆÐA Nýmyndun æða er áberandi á fósturskeiði og í vexti barna. A fullorðinsárum er mjög lítið um nýmyndun æða og er hún áberandi við græðslu sára og beinbrota. Nýmyndun æða er einnig til staðar við þroska legslím- húðar í tíðarhring og við þroska eggbús og síðan gulbús að egglosi loknu. Að þessu frátöldu virðast æðaþels- frumur vera stöðugar og lítið um frumuskiptingar. Þær eru hins vegar alltaf tilbúnar til að fara að skipta sér og mynda nýjar æðar ef þær fá boð um það. Æðanýmynd- un er mikilvæg í ýmsum sjúkdómum eins og iktsýki, psoriasis, sykursýkisretinópatíu og krabbameini (1,2). Nýjar háræðar myndast með útvexti frá bláæðlingum eða öðrum háræðum. Við örvun frá ákveðnum vaxtar- vökum fyrir æðar fara æðaþelsfrumur að brjóta niður grunnhimnu æðarinnar. Þær vaxa síðan í átt að örvun- inni og mynda sprota. Holrúm myndast í þessum sprotum, endar þeirra tengjast og mynda háræðanet. Að lokum myndast ný grunnhimna (3,4). STJÓRNUN Á ÆÐANÝMYNDUN Nýmyndun æða fer ekki af stað nema til komi utan- aðkomandi örvun. Þessi örvun kemur annars vegar frá uppleystum efnum í blóði og millifrumuvökva og hins vegar frá millifrumuefninu sjálfu (4). Orvunin hefur fjölbreytt áhrif á æðaþelsfrumurnar. Þær fara að brjóta niður grunnhimnuna, fjölga sér og skríða í átt að örvuninni og mynda smáæðar (5). Ymis uppleyst efni talca þátt í stjórnun æðamyndun- ar eins og ýmis cytokín, fibrin, efni úr millifrumuefn- inu, integrin og fleiri samloðunarsameindir, próteó- lytisk ensím, ýmis kolhýdröt eins og hyaluronan, bindi- prótein fyrir kolhýdröt, sterahormón, lípíð, málmjónir Örvar Þór Jónsson er lœknanemi við H.I. og ýmsar smásameindir (5). Þessi efni geta ýmist haft jákvæð áhrif á nýmyndun eða neikvæð. Efni sem hafa jákvæð áhrif örva nýmyndun æða og sennilega er Vascular Endothelial Growth Factor (VEGF) þeirra mikilvægast (1). Aðrir jákvæðir þættir eru t.d. aFGF (acidic fibroblast growth factor), bFGF (basic fibrob- last growth factor), angiogenin o.fl (6). Þrátt fyrir að æðaþelsfrumur seyti eigin vaxtarþáttum eru ýmsar aðr- ar frumutegundir sem framleiða efni er hvetja æðaný- myndun eins og t.d. einkjarna átfrumur (macrófagar), blóðflögur og æxlisfrumur. Þetta bendir til þess að ný- myndun æða sé bæði undir sjálflosandi (autocrine) og nærlosandi (paracrine) stjórnun. (4). VEGF er prótein sem seytt er af bandvefsfrumum en einnig sést það í miklu magni í ýmsum æxlisfrumum. Ólíkt flestum öðrum vaxtarþáttum er VEGF afar sér- hæfður vaxtarþáttur fýrir æðaþelsfrumur og virðist ekki hafa vaxtarhvetjandi áhrif á aðrar frumur. VEGF eyk- ur gegndræpi háræða og einnig tjáningu ýmissa ensíma sem taka þátt í niðurbroti millifrumuefnisins. VEGF er til á fjórum mólíkúlar formum með 121, 165, 189 og 206 amínósýrur. VEGF121 og VEGF165 eru leys- anleg prótein sem seytt er af frumum. VEGF189 og VEGF206 eru hins vegar bundin millifrumuefninu og virkjast við ldofningu af próteösum. VEGF í milli- frumuefni virðist vera mikilvægt í nýmyndun æða í æxlum og er VEGF165 myndað í mestu magni(l,7). Efni sem hafa neikvæð áhrif bæla nýmyndun æða. Ymis efni hafa þessa eiginleika eins og t.d. thrombospondin og angiostatin. Þessi efni eru fram- leidd af ýmsum frumum undir eðlilegum kringum- stæðum. Við örar skiptingar æxlisfrumna verður minnkun (downregulation) á framleiðslu þessara efna. Til að nýmyndun æða fari fram þarf bæði að aukast framleiðslan á jákvæðum vaxtarþáttum og framleiðsla neikvæðra þátta að minnka (6). LÆKNANEMINN 65 2. tbl. 1996, 49. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.