Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 117

Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 117
Ranntóknarverkefni 4. árs læknanema, útdrættir irvirkni elcki til staðar þegar gefmn er einn skamratur af ofan- greindum lyfjum. Alyktun: Athygli vekur seinkun drápsvirkni í sýktum lungum við gjöf PCN og enn meiri við CRO miðað við drápsvirkni í sýktum Iærum. Skilvirkni lyfjameðferða gegn pneumokokkum er því greinilega háð sýkingarstað. Miðað við þann stutta tíma sem lyfjaskammtarnir eru yfir MIC verður að álykta að þættir in vivo, óháðir ónæmissvörun APCs og neutrófíla hafi hamlandi áhrif á vöxt pneumokokka. Þættir svo sem staðbundnir macrófagar í lungum, og pH- gildi sýkingarstaðs gætu varpað ljósi á þennan mismun. Or- saka seinkaðs dráps í lungum mætti leita í aðgengi lyfjanna og próteinbindingu þeirra. Lífsgæðakönnun eftir staurliðsaðgerð á mjóbaki vegna illvígra verkja Theodór lónasson1, Eiríkur Líndal2, Ólafur Kjartansson3,Halldór Jónsson jr4. 'LHÍ, 2GeðdeiId, ’Röntgendeild og 4Bæklunarskurðdeild Landspítalans. Inngangur: Slitbreytingar á mjóbaksliðum (liðþófi og smáliðir) geta verið einkennalausar. Þeir sem hins vegar fá verki og verkjaköst lagast oftast aftur. All oft fer þó svo að hefðbundin meðferð með hvíld, þjálfun og ýmisskonar lyfja- meðferð hjálpar ekki lengur. Mikil vanlíðan veldur að lokum mikilli verkjalyfjanotkun og vinnutapi. Orsök verkjanna er yfirleitt rakin til liðþófans og/eða smáliðanna sem síga saman vegna slitbreytinga. Aðeins þegar brjósklos eða beinnabbi klemmir taugavef er hægt að staðfesta það með röntgenrann- sókn og síðan laga með minni háttar skurðaðgerð. Þegar þess- ar hefðbundnu aðferðir hjálpa ekki lengur hefur engin ein meðferð reynst árangursríkari en önnur. Með því að “tjakka” sundur samfallin liðbil og festa þau í eðlilegri stöðu er mögu- lega hægt ,að aflétta áreiti á taugar og hindra hreyfingu frá sársaukafullum liðum. Þessi framsýna rannsókn var gerð til að meta klínískan og röntgenológískan árangur slíkra að- gerða. Efniviður og aðferðir: Á tímabilinu 1. janúar 1993 til 1. október 1995 voru 44 sjúklingar með slitbreytingar í liðþófa og/eða smáliðum (721 722) “tjakkaðir” upp með “transped- icular” skrúfum (PF) í slitnum liðbilum (L4-S1 )(5789) og spengdir (5810) á Bæklunarskurðdeild Landspítalans. Þeir sjúklingar sem höfðu áður farið í total laminectomiur eða höfðu verið spengdir áður af öðrum en H.J.jr. voru útilokað- ir frá þátttöku svo og þeir sem höfðu krabbamein. Kynja- skipting var 25 konur og, 19 karlmenn. Aldursbil var 17-73 ára (M=45). Slitbreytingar voru staðfestar með venjulegri röntgenrannsókn ásamt segulómrannsókn af lendhryggnum. Brjósklos og beinnabbar voru þannig útilokaðir sem orsök fyrir bak eða ischias verkjum. Fyrsta daginn eftir aðgerð voru allir teknir á fætur í taubelti sem notað var í 3 mánuði. Skurð- læknirinn (HJjr) fylgdi sjúklingunum eftir í 6 vikur, 3 mán- uði og 6 mánuði eftir aðgerð. Langtímaathugun (6 mánuðir- 3 ár) á breyttum lífsgæðum var gert af óháðum rannsóknar- aðilum (TJ, EL) með heimsendum spurningalistum varðandi styrk verkja, verkjalyfjanotkun, áhrif verkja á daglegar athafn- ir, atvinnu, samskipti og svefn fyrir og eftir aðgerð. Allar röntgenrannsóknir voru endurmetnar (TJ, ÓK) m.t.t. bein- gróanda og hversu vel festingarnar höfðu haldið. Niðurstöður: Alls svöruðu 37 sjúklingar (84%). Tuttugu og einn þeirra eru 75% öryrkjar vegna bakverkja (57%). Þrjá- tíu og fimm töldu verkina hafa breyst eftir aðgerð; 34 (97%) af þeim sögðu að verkirnir hefðu minnkað; einn taldi verki hafa aukist eftir aðgerð. Þrjátíu og sex af 37 tóku verkjalyf við verkjum fyrir aðgerðina, þar af neyttu 13 morfinlíkra verkja- Iyfja. Eftir aðgerð neyta 5 sjúldingar morfínlíkra verkjalyfja, en 14 nota engin verkjalyf. Fimm sjúklingar nota parkódin- forte eftir aðgerð. Marktækur munur var á verkjum fyrir og eftir aðgerð mælt með GRS (Graphic Rating Scale) p<0.01, en það þýddi þó ekki örugglega afturhvarf til vinnu. Þrír sjúklingar fengu djúpar sýkingar og einn lungnarek eftir að- gerð. Allar sýkingar voru meðhöndlaðar með samstundis enduropnun á aðgerðarsvæði, vatns-sískoli, sýklalyfjum í æð í eina viku og síðan um munn í 4 vikur. Tveir sjúklingar gréru ekki (pseudarthrosis) eftir fremri spengingar og voru því spengdir aukalega að aftan. Röntgenrannsóknir sýndu seink- aðan gróanda í aftari spengingu í tveimur tilvikum þar af hafði annar haft sýkingu. 1 átta tilvilcum voru skrúfulos þar af tíu skrúfur í spjaldhrygg og þrjár í lendhrygg. Hjá þremur sjúklingum höfðu spengingartæki verið fjarlægð vegna óskýrðra verkja. Staphylococcus albus ræktaðist frá öllum þeirra en þurfti ekki frekari meðhöndlunar við. Aðrir sjúk- lingar höfðu ekki kvartanir í samræmi við skrúfulos. Ályktun: Spenging á mjóbaki vegna illvígra verkja eykur lífsgæði fólks sem ekki hlýtur aðra hefðbundna meðferð m.t.t. þeirra þátta sem athugaðir voru. Það þýddi þó ekki ör- uggt afturhvarf til vinnu. Þörf er á langtímarannsókn til að meta varanleika batans. A follow-up noninvasive assessment of systolic and diastolic function and characteristics of the left ventricle after the successful surgicai repair of an atrial septal defect Tiörvi Ellert Perrv1. Hanna S. Ásvaldsdóttir2, Hróðmar Helgason2. 'LHÍ, 2Lsp. The purpose of this study was to echocardiographically assess and compare systolic and diastolic left ventricular function and left ventricular mass in children who have und- ergone the successful surgical repair of an atrial septal defect with an age-matched control group. The patient group in this study consisted of sixteen asymptomatic children who had undergone the successful surgical repair of an ASD between LÆKNANEMINN 107 2. tbl. 1996, 49. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.