Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 78
Nýmyndun æða og krabbamein - bylting í krabbameinslyfjameðferð innan seilingar?
Mynd 2. Litun með mótefni gegn VEGF á
vefjasneiðúr brjóstaæxli. Stækkun x500.
(sama efni og AGM-1470) ásamt hefðbundnu frumu-
drepandi lyfi. Mýsnar voru drepnar eftir 27 daga og
var æxlisstærð í viðmiðunarhópi þá ákveðin 100%.
Æxlisstærð í hópi sem fékk TNP var 42,9%, 17,9% í
hópi sem fékk frumubælandi lyfið MMC (mitomycin
C) en 6,2% í hópi sem fékk bæði lyfin (18). I annarri
tilraun var frumum úr 3 mismunandi krabbameinum
úr mönnum sprautað í mýs án ónæmiskerfis. Nauð-
synlegt er að hafa mýsnar án ónæmiskerfis svo að þær
hafni ekki æxlisvefnum og æxlið nái að setjast að. Til-
raunahópurinn fékk síðan meðferð með einstofna
mótefni gegn VEGF, en viðmiðunarhópurinn fékk
enga meðferð. Eftir 4 vikur voru mýsnar drepnar og þá
kom í ljós að æxlin í tilraunahópnum voru 96%, 80%
og 70% léttari en æxlin í þeim músum sem enga með-
ferð fengu. Enginn munur sást á frumum í rækt sem
fengu mótefni og þeim sem ekki fengu mótefni þannig
að mótefnið hefur engin frumudrepandi áhrif á æxlis-
frumurnar (19). Nokkrar klínískar rannsóknir með
krabbameinslyf sem hamla nýmyndun æða eru þessa
stundina í gangi bæði í Bandaríkjunum og á Bretlandi.
Ymis atriði gera þess háttar meðferð áhugaverða. I fyrs-
ta lagi hefur meðferðin ekki frumubælandi áhrif og
veldur því ekki beinmergsbælingu. Finnist nógu sértæk
efni ættu þau að hafa t.t.l. litlar aukaverkanir. Karl-
menn geta jafnvel verið án æðanýmyndunar alla ævi
svo fremi að þeir verði ekki fýrir slysi. I öðru lagi hef-
ur meðferðin mest áhrif ef henni er beitt samfellt í
langan tíma (mánuði eða ár) því hún byggist á því að
hindra myndun nýrra æða en ekki eyðileggingu þeirra
æða sem fyrir eru. I þriðja lagi hefur lyfjaviðnám ekki
reynst vandamál 1 dýratilraunum og það sem af er í
þeim klínísku tilraunum sem nú eru í gangi. Síðast en
ekki síst er áhrifameira að gefa þessa meðferð ásamt
hefðbundnum krabbameinslyfjum, en hvora meðferð
fyrir sig eins og sjá má af framangreindum niðurstöð-
um. Hefur slík samsetning jafnvel reynst læknandi í
dýrum þar sem aðskilin hafa lyfin aðeins reynst bælan-
di (9). Með aukinni æðavæðingu æxlis eykst miÍli-
frumuþrýstingur í æxlinu vegna leka frá æðum því sog-
æðar ná ekki að vaxa eins hratt inn í æxlið og blóðæð-
ar. Þetta veldur klemmu á æðar og í miðju æxlis mynd-
ast drep. Hindrun á æðanýmyndun veldur því
minnkuðum þrýsting í æxlinu sem eykur aðgengi
krabbameinslyfja inn í æxlið. Framtíðarmeðferð gegn
krabbameini gæti því í upphafi verið samsetning af
frumubælandi lyfjum og lyfjum sem bæla æðanýmynd-
un. Síðan mætti halda áfram í nokkra mánuði eða ár
með lyf gegn æðanýmyndun. Lengd og styrkur slíkrar
meðferðar gæti þá farið eftir því hve mikið æxlið litað-
ist íyrir æðahvetjandi efnum (9).
NIÐURLAG
Eiginleikar æxlisfrumna ráða miklu um vaxtarhraða
og dreifingarhæfni krabbameina. En fieira kemur til.
Nýmyndun æða er eins og fram hefur komið nauðsyn-
leg fyrir vöxt og dreifmgu æxla. Hingað til hefur lyfja-
meðferð gegn krabbameini eingöngu beinst að því að
drepa æxlisfrumurnar með lyfjum sem á einhvern hátt
koma inn í frumuskiptingar. Með aukinni þekkingu á
nýmyndun æða eru menn farnir að prófa lyf sem hamla
vexti æxla á allt öðrum forsendum. Ekki er ráðist beint
á æxlisfrumurnar heldur byggist meðferðin á því að
svelta þær til dauða með því að hindra vöxt æða inn í
æxlin. Þessi aðferð mun án efa valda straumhvörfum í
krabbameinsmeðferð. Hægt verður að gefa krabba-
meinslyf í langan tíma án þess að þurfa að kvíða hættu-
legum aukaverkunum eða því að æxlisfrumur verði
ónæmar. Ný herdeild er að koma inn í baráttuna við
krabbamein, sem ræðst að æxlinu úr annarri átt og von-
andi mun sú hjálp eiga þátt í sigri mannkyns í stríðinu
við krabbameini.
ÞAKKIR
Helga M. Ögmundsdóttir fær bestu þakkir fyrir að-
stoð við heimildaöflun og yfirlestur greinar.
LÆKNANEMINN
68
2. tbl. 1996, 49. árg.