Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 78

Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 78
Nýmyndun æða og krabbamein - bylting í krabbameinslyfjameðferð innan seilingar? Mynd 2. Litun með mótefni gegn VEGF á vefjasneiðúr brjóstaæxli. Stækkun x500. (sama efni og AGM-1470) ásamt hefðbundnu frumu- drepandi lyfi. Mýsnar voru drepnar eftir 27 daga og var æxlisstærð í viðmiðunarhópi þá ákveðin 100%. Æxlisstærð í hópi sem fékk TNP var 42,9%, 17,9% í hópi sem fékk frumubælandi lyfið MMC (mitomycin C) en 6,2% í hópi sem fékk bæði lyfin (18). I annarri tilraun var frumum úr 3 mismunandi krabbameinum úr mönnum sprautað í mýs án ónæmiskerfis. Nauð- synlegt er að hafa mýsnar án ónæmiskerfis svo að þær hafni ekki æxlisvefnum og æxlið nái að setjast að. Til- raunahópurinn fékk síðan meðferð með einstofna mótefni gegn VEGF, en viðmiðunarhópurinn fékk enga meðferð. Eftir 4 vikur voru mýsnar drepnar og þá kom í ljós að æxlin í tilraunahópnum voru 96%, 80% og 70% léttari en æxlin í þeim músum sem enga með- ferð fengu. Enginn munur sást á frumum í rækt sem fengu mótefni og þeim sem ekki fengu mótefni þannig að mótefnið hefur engin frumudrepandi áhrif á æxlis- frumurnar (19). Nokkrar klínískar rannsóknir með krabbameinslyf sem hamla nýmyndun æða eru þessa stundina í gangi bæði í Bandaríkjunum og á Bretlandi. Ymis atriði gera þess háttar meðferð áhugaverða. I fyrs- ta lagi hefur meðferðin ekki frumubælandi áhrif og veldur því ekki beinmergsbælingu. Finnist nógu sértæk efni ættu þau að hafa t.t.l. litlar aukaverkanir. Karl- menn geta jafnvel verið án æðanýmyndunar alla ævi svo fremi að þeir verði ekki fýrir slysi. I öðru lagi hef- ur meðferðin mest áhrif ef henni er beitt samfellt í langan tíma (mánuði eða ár) því hún byggist á því að hindra myndun nýrra æða en ekki eyðileggingu þeirra æða sem fyrir eru. I þriðja lagi hefur lyfjaviðnám ekki reynst vandamál 1 dýratilraunum og það sem af er í þeim klínísku tilraunum sem nú eru í gangi. Síðast en ekki síst er áhrifameira að gefa þessa meðferð ásamt hefðbundnum krabbameinslyfjum, en hvora meðferð fyrir sig eins og sjá má af framangreindum niðurstöð- um. Hefur slík samsetning jafnvel reynst læknandi í dýrum þar sem aðskilin hafa lyfin aðeins reynst bælan- di (9). Með aukinni æðavæðingu æxlis eykst miÍli- frumuþrýstingur í æxlinu vegna leka frá æðum því sog- æðar ná ekki að vaxa eins hratt inn í æxlið og blóðæð- ar. Þetta veldur klemmu á æðar og í miðju æxlis mynd- ast drep. Hindrun á æðanýmyndun veldur því minnkuðum þrýsting í æxlinu sem eykur aðgengi krabbameinslyfja inn í æxlið. Framtíðarmeðferð gegn krabbameini gæti því í upphafi verið samsetning af frumubælandi lyfjum og lyfjum sem bæla æðanýmynd- un. Síðan mætti halda áfram í nokkra mánuði eða ár með lyf gegn æðanýmyndun. Lengd og styrkur slíkrar meðferðar gæti þá farið eftir því hve mikið æxlið litað- ist íyrir æðahvetjandi efnum (9). NIÐURLAG Eiginleikar æxlisfrumna ráða miklu um vaxtarhraða og dreifingarhæfni krabbameina. En fieira kemur til. Nýmyndun æða er eins og fram hefur komið nauðsyn- leg fyrir vöxt og dreifmgu æxla. Hingað til hefur lyfja- meðferð gegn krabbameini eingöngu beinst að því að drepa æxlisfrumurnar með lyfjum sem á einhvern hátt koma inn í frumuskiptingar. Með aukinni þekkingu á nýmyndun æða eru menn farnir að prófa lyf sem hamla vexti æxla á allt öðrum forsendum. Ekki er ráðist beint á æxlisfrumurnar heldur byggist meðferðin á því að svelta þær til dauða með því að hindra vöxt æða inn í æxlin. Þessi aðferð mun án efa valda straumhvörfum í krabbameinsmeðferð. Hægt verður að gefa krabba- meinslyf í langan tíma án þess að þurfa að kvíða hættu- legum aukaverkunum eða því að æxlisfrumur verði ónæmar. Ný herdeild er að koma inn í baráttuna við krabbamein, sem ræðst að æxlinu úr annarri átt og von- andi mun sú hjálp eiga þátt í sigri mannkyns í stríðinu við krabbameini. ÞAKKIR Helga M. Ögmundsdóttir fær bestu þakkir fyrir að- stoð við heimildaöflun og yfirlestur greinar. LÆKNANEMINN 68 2. tbl. 1996, 49. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.