Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 83
Sérfræðinám ÍSvíþjóð
lánum en sænska
læknafélagið tengist
bæði banka og
nyggingafélagi.
Meðal annars er
hægt að kaupa
vægu verði ábyrgð-
artryggingu sem
tryggir Iækninn fyr-
ir mistökum í starfi.
NÁMSSTÖÐUR
í SVÍÞJÓÐ
Námsstöður í
Svíþjóð eru aðallega
tvenns konar, ann-
ars vegar svokallað-
ar ST-blokkir
(specialist tjanst-
göring) og hins veg-
ar svokallaðar af-
leysingastöður (vik-
ariat). Fyrrnefndu
stöðurnar eru aug-
lýstar í sænska
læknablaðinu. Sé
læknir ráðinn í ST-
blokk skuldbindur
viðkomandi stofnun sig til þess að veita honum mennt-
un til sérfræðiviðurkenningar. Jafnframt verður stofn-
unin (í langflestum tilvikum a.m.k.) að veita lækninum
stöðu að loknu sérfræðinámi óski hann þess. Síðar-
nefnda ákvæðið hefur gert það að verkum, samhliða
vaxandi samdrætti í íjárveitingum til sænskra sjúkra-
húsa, að stofnanir eru tregar til að ráða fólk í ST-blokk-
ir og vilja fremur ráða lækna í afleysingastöður til nokk-
urra mánaða í senn. Vinnuveitandi fær þannig meiru
um það ráðið hverja hann hefur í vinnu á hverjum tíma
en starfsöryggi lækna minnkar að sama skapi. En þótt
ST-staða sé hagstæðari og öruggari kostur en afleys-
ingastaða er gallinn sá að erfitt er að komast beint í
slíka stöðu héðan. Yfirlæknar vilja gjarnan sjá fyrst
hvernig læknirinn spjarar sig í vinnu áður en gengið er
frá ráðningu til lengri tíma. Sé þess hins vegar nokkur
kostur er skynsamlegt að reyna að komast í ST-stöðu
sem fyrst. I þessu sambandi getur verið kostur að geta
þess að stefnt sé heim að námi loknu. I slíkum tilvikum
getur yfirmaðurinn verið tiikippilegri að ráða lækninn í
ST-blokk uns sérnámi líkur þar sem hanp þarf ekki
hafa áhyggjur af að verða honum úti um fasta stöðu við
stofnunina þegar sérnáminu lýkur.
Eins og áður sagði eru ST-blokkir auglýstar í sænska
læknablaðinu. Afleysingastöður eru hins vegar yfirleitt
ekki auglýstar þar en ráðið er í þær allan ársins hring,
allt eftir samkomulagi. Best er að spyrjast fyrir um af-
leysingastöður með því að hringja beint út eða skrifa.
Mikil hjálp er að leita til Islendinga sem eru á svæðinu
eða eru nýkomnir heim úr sérnámi en þeir hafa oft per-
sónuleg sambönd við yfirmenn en sennilega skipta slík
sambönd mestu máli við ráðningar í Svíþjóð.
SÓTT UM STÖÐU
Þegar sótt er um stöðu er algengast að skrifað sé bréf
til viðkomandi stofnunar. Einnig má benda á að til eru
stöðluð umsóknareyðublöð og fást þau í flestum bóka-
búðum í Svíþjóð. Umsóknirnar er best að stíla á yfir-
menn (klinikchef) deilda eða heilsugæslustöðva en
nöfn þeirra og heimilisföng er hægt að fá hjá sænska
sendiráðinu í Reykjavík. Einnig er hægt að leita til
Læknafélags Islands eða lækna sem eru nýkomnir heim
frá Svíþjóð til þess að fá gefm upp nöfn og heimilis-
föng. Oft vísar yfirlæknirinn umsóknunum til umsjón-
arlæknis deildarinnar (schemalaggare) en hann sér um
að skipuleggja vaktir og halda utan um umsóknir.
I umsókninni (bréfinu) er æskilegt að fram komi
Tafla II.__________________________________
Gagnleg heimilisfong:
a) Skrifstofa Læknafélags Islands
Hlíðarsmára 8, 200 Kópavogur.
b) Skrifstofa iæknadeildar H.I.
v/Suðurgötu, 101 Reykjavík.
c) Félag ísienskra lækna í Svíþjóð (FÍLIS)
Sveinbjörn Baldursson, formaður
Lövlrollavagen 13,
S-43360 Savedalen
d) Hagstofa Islands
Skuggasundi 3, 101 Reykjavík.
e) Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
Laugavegi 116, 150 Reykjavík.
f) Sænska sendiráðið í Reykjavík
Lágmúla 7, 108 Reykjavík.
húsanna í Svíþjóð. Sjákra-
húsið í Malmö telst angi af
háskólanum í Lundi.
(teikning: Inger Holmstrand).
LÆKNANEMINN
73
2. tbl. 1996, 49. árg.