Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 51

Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 51
Hjalti Már Björnsson, Ásgeir Theodórs Helicobacter pylori Yfirlitsgrein SÖGULEGT YFIRLIT Saga Helicobacter pylori í vísindaheiminum hefst 1893 þegar maður að nafni Bizzozer lýsir fyrstur manna spírallaga lífverum í maga hunda. Arið 1906 lýsir Krienitz því að hann hafi séð spirochetur í vefja- sýnum úr meltingarsárum manna. Hlutirnir gerðust hægt á þessu tímabili en 1951 birtir Allende bók um það hvernig meðhöndla megi magasár með penicillini. Á sjötta áratugnum voru gerðar tilraunir með urea öndunarpróf í tilraunadýrum (1,2,3). Þeim tilraunum var síðan hætt þegar ureað sem mælt var reyndist vera ættað úr bakteríum. Það er ekki fyrr en 1983 að nútímasaga H. pylori hefst, en þá tekst Áströlunum Marshall og Warren að rækta bakteríuna. Þeir félagar drógu einnig athygli að því sterka sambandi sem var milli H. pylori sýkingar og ætisára. Þeir bentu á að balcterían er vernduð undir mucosulagi í magaslímhúðinni og á þannig möguleika á að lifa þar. Marshall og Warren bentu einnig á að þó H2 -blokkarar reyndust mjög vel við að græða sár kæmu þau nánast alltaf aftur innan fárra ára væri notk- un lyfjanna hætt. Bismúth, sem er bakteríudrepandi fyrir H. pylori, hafði hins vegar reynst draga úr endur- komutíðni sára. Ástralirnir tveir gerðu þó þau mistök að telja að bakterían hydroliseraði ekki urea. SÝKLAFRÆÐI H. pylori er spirallaga, microaerophilisk og gram- neikvæð baktería sem hefur 2-6 polar flagellur. Hún er 0.5x3,0 m á stærð og er umlukin himnu sem er sam- sett úr tveimur undireiningum, FlaA og FlaB. FlaA er Hjalti Mdr Björnsson er lœknanemi við H.í. Asgeir Theodórs er Meltingarfœrasérfrœðingur við Sjúkrahús Reykjavíkur og St. Jósejsspítala i Hafharfirði. nauðsynleg fyrir myndun virkrar flagellu. Við ræktun í langan tíma eða ef bakterían er útsett fyrir súrefni get- ur hún farið yfir á coccoidal form. Um 40 mismun- andi afbrigði bakteríunnar hafa fundist. Það sem gerir bakteríunni kleift að lifa af við hin mjög svo erfiðu skil- yrði í magaslímhúðinni er að hún framleiðir ureasa sem klýfur niður urea í ammoníak og bicarbonat. Við þetta myndar bakterían ákveðið basískt míkróumhverfi í því annars lífverufjandsamlega umhverfi sem magaslím- húðin er. Ureasavirknin er bæði á yfirborði og í um- frymi bakteríunnar og er því talið að bakterían noti ur- easa einnig við eigin efnaskipti (4). Catalasi verndar H. pylori fyrir súrefnisróttældingum frá neutrophilum (5). Af kólesteról-esterum í frumuhimnu H. pylori er óven- ju mikið af methoxyfitusýrum og á það mögulega þátt í að auka sýruþol bakteríunnar (6). H. pylori fær orku sína úr niðurbroti lífrænna sýra og amínósýra en getur ekki nýtt sér kolvetni til orku- myndunar (7). Til að bindast við magaslímhúðina notar H. pylori meðal annars Lewis-b mótefnavaka, en þessir mótefna- vakar eru hluti af blóðflokki O. FARALDSFRÆÐI Til faraldsfræðilegra rannsókna á H. pylori hafa mest verið notuð blóðvatnspróf þar sem mælt er IgG mótefni gegn bakteríunni. Þær rannsóknir hafa leitt í ljós að útbreiðsla H. pylori er mjög mikil í heiminum. 1 þróunarlöndum hafa allt að 80% manna reynst smit- uð en í vestrænum ríkjum virðist þetta hlutfall liggja nærri 30% (8). Algengi sýkingarinnar vex mjög með aldri og virðist vaxa einna hraðast í æsku (8). I nýrri íslenskri rannsókn reyndist algengi mótefna gegn H. pylori meðal Islendinga vera að minnsta kosti 35% (9). Þetta er nokkuð hærra en í nágrannalöndum okkar en þó lægra en í vanþróuðum löndum. Einnig reyndust LÆKNANEMIIMN 45 2. tbl. 1996, 49. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.