Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 72
Discipuli medicinae, quo vadimus?
nemum enda þótt vel hafi verið gert í ýmsum greinum
t.d. í stúdentaskiptum. Hlutdeild manna í félagsstörf-
um í skóla eru án efa afar gagnleg sökum þess að þeir
sem hafa sinnu á að taka þar þátt í félagsstarfi eru lík-
legri til þess að taka að sér störf í félagsmálum eða op-
inberum störfum síðar á ævinni. Enn eitt sem mótar
viðhorf nýlæknis er það að menn gleyma því oft að ný-
læknirinn er að verða miðaldra og löngu kominn á
„biologiskan reproduktionsaldur“ í deildinni. Því eru
atvinnumöguleikar freistandi í námi og margir taka að
sér launuð störf. Af þessum sökum fara margir að
hugsa um tekjuöflun á þessu stigi og getur það ráðið
um mótun þeirra og val á starfsgrein. Flestir eru með
skuldir á baki og fjölskyldu á framfæri.
I framanskráðu hefur verið reynt að færa rök að því
að persónuvalið í deildina, námsefni og kennsluhættir
marki menn í fagrásir. Langflestir nýlæknar komast að
við stofnanir erlendis og ljúka sérnámi í viðurkenndri
grein í því landi með þeim skilyrðum sem þar eru sett
og snúa aftur ef glufa myndast þegar læknir fellur frá
eða hættir fyrir aldurs sakir. Nýsköpun og aukin brei-
dd í læknisfræði verður þar sem tækniþróunin hefur
mótað undirgrein tengda einhverri megingrein s.s.
gerst hefur með tilkomu speglana til sjúkdómsgrein-
inga í lyf og handlæknisfræðum, flæðigreining og
immunohistologia í meinafræði, sneiðmyndun og
ómun í myndgreiningu og svo má lengi telja. Flestar
auglýsingar eftir sérfræðingum skilyrða slíka sérhæfingu
og oft er staðan raunverulega eyrnamerkt tilteknum
manni með sérþekkingu.
III. KAFLI
Breytingar í Iteknisfrteði og tírelding lcekna
Sértæk þekking kemur mörgum til góða en að því
marki færri sjúklingum sem hún verður þrengri og þarf
því fáa lækna í sumar sérgreinar. Ollum kemur hins-
vegar til góða kennsla í stjórnsýslu því fáir læknar eru
svo aumir að þeir taki ekki að sér einhver slík störf.
Margir hafa fælst þau af ótta við að kunna ekki einföld-
ustu fundarsköp. Nám sem snertir sögu læknisfræð-
innar hlýtur einnig að vera til þess fallið að styrkja fag-
lega ímynd læknisins og skilgreina hlutverk hans í þjóð-
félaginu, svo og kennsla í lögum, siðfræði, félagsvísind-
um og meðferð opinbers fjár. Þar á meðal skyldi felast
í kennsla sem veitti innsýn í siðfræðilega og lagalega
undirstöðu almannatrygginga og skipan þeirra hérlend-
is í samanburði við önnur lönd. Þetta námsefni til
mótunar á faglegri skynvitund læknisins og ímyndar út
á við eru í raun svo sjálfsögð að maður verður þrumu
lostinn að uppgötva á 6. ári hve ráðvilltir læknastúdent-
ar eru í þessu tilliti. Engum heilvita manni dettur í hug
að maður sem gengur í herskóla geri það til þess eins að
læra að skjóta af byssu. Enda þótt greinarhöfundur sé
ekki vel að sér í því sem fram fer á herskóla, hefur hann
það á tilfinningunni að kennsluefnið sé fyrst og fremst
herstjórnarlist og læra að hafa mannaforráð. Það er því
ekkert vit í öðru en að læknum sé kennt að hafa forræði
um hinn víðfeðma málaflokk heilbrigðismál.
Þrátt fyrir fremur skamman starfsaldur lækna eru
nýjungarnar svo örar og framfarir miklar að brýnt hef-
ur verið fyrir þeim að leita stöðugt eftir símenntun. A
þetta við um öll sérfræðistörf í læknisfræði. Auk þess
hafa einnig átt sér stað svo veigamiklar breytingar í
þjóðlífi, efnahag, upplýsingamiðlun og viðhorfum, að
ytra umhverfi læknisstarfsins hefur breyst. Fjölmargar
starfsgreinar, hliðlægt eða með skörun við læknastétt-
ina hafa hlotið lögvernd og stöðugt fleiri bætast við.
Ekki aðeins hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, lífefna-
fræðingar, meinatæknar, félagsfræðingar, sjúkraþjálfarar
hafa hver með sínu lagi meiri eða minni samvinnu við
lækna heldur leita nú margir lags við lækna á jaðri þess
sem telst vel skilgreind læknisfræði svo sem snyrting,
leikfimi, megrun o.s.frv. og verður eflaust aukin ásókn
í þessa veru sem freisting fyrir suma lækna og ber að
gjalda varhug við. Vegna samskipta sinna við aðrar
stéttir er lækni oft ætluð teymisstjórn og kveða lækna-
lög á um heimildir í þessu efni. Oftlega kemur upp sú
staða að forsvarslæknirinn úreldist vegna skorts á end-
urmenntun þar sem hann á erfitt með að komast frá
sökum anna, skorts á kollegum til að taka við af sér
o.s.frv. Læknir getur því einangrast í mjög sértækri
starfsgrein. Læknafélögin halda endurmenntunarnám-
skeið og er það vel svo og hafa sjúkrahúslæknar styrk til
námsferða sem gagnast svo langt sem það nær en æski-
legt væri að meiri tjáskipti og fræðsla væru innan stétt-
arinnar.
Sérfræðigrein svo sem læknisfræði ber að vissu marki
að vera íhaldssöm til þess að viðhalda stefnufestu og
talca aðeins upp þær nýjungar sem viðurkenndar hafa
verið á vísindalegan hátt. Fræðigreinin lagar sig að
umhverfinu að vissu marki s.s. þegar eyðnisóttin var
uppgötvuð, að hefðbundnum leiðum læknisfræðilegrar
þeltkingar er beitt í baráttunni en lagaðar að sérein-
LÆKNANEMINN
62
2. tbl. 1996, 49. árg.