Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Qupperneq 72

Læknaneminn - 01.10.1996, Qupperneq 72
Discipuli medicinae, quo vadimus? nemum enda þótt vel hafi verið gert í ýmsum greinum t.d. í stúdentaskiptum. Hlutdeild manna í félagsstörf- um í skóla eru án efa afar gagnleg sökum þess að þeir sem hafa sinnu á að taka þar þátt í félagsstarfi eru lík- legri til þess að taka að sér störf í félagsmálum eða op- inberum störfum síðar á ævinni. Enn eitt sem mótar viðhorf nýlæknis er það að menn gleyma því oft að ný- læknirinn er að verða miðaldra og löngu kominn á „biologiskan reproduktionsaldur“ í deildinni. Því eru atvinnumöguleikar freistandi í námi og margir taka að sér launuð störf. Af þessum sökum fara margir að hugsa um tekjuöflun á þessu stigi og getur það ráðið um mótun þeirra og val á starfsgrein. Flestir eru með skuldir á baki og fjölskyldu á framfæri. I framanskráðu hefur verið reynt að færa rök að því að persónuvalið í deildina, námsefni og kennsluhættir marki menn í fagrásir. Langflestir nýlæknar komast að við stofnanir erlendis og ljúka sérnámi í viðurkenndri grein í því landi með þeim skilyrðum sem þar eru sett og snúa aftur ef glufa myndast þegar læknir fellur frá eða hættir fyrir aldurs sakir. Nýsköpun og aukin brei- dd í læknisfræði verður þar sem tækniþróunin hefur mótað undirgrein tengda einhverri megingrein s.s. gerst hefur með tilkomu speglana til sjúkdómsgrein- inga í lyf og handlæknisfræðum, flæðigreining og immunohistologia í meinafræði, sneiðmyndun og ómun í myndgreiningu og svo má lengi telja. Flestar auglýsingar eftir sérfræðingum skilyrða slíka sérhæfingu og oft er staðan raunverulega eyrnamerkt tilteknum manni með sérþekkingu. III. KAFLI Breytingar í Iteknisfrteði og tírelding lcekna Sértæk þekking kemur mörgum til góða en að því marki færri sjúklingum sem hún verður þrengri og þarf því fáa lækna í sumar sérgreinar. Ollum kemur hins- vegar til góða kennsla í stjórnsýslu því fáir læknar eru svo aumir að þeir taki ekki að sér einhver slík störf. Margir hafa fælst þau af ótta við að kunna ekki einföld- ustu fundarsköp. Nám sem snertir sögu læknisfræð- innar hlýtur einnig að vera til þess fallið að styrkja fag- lega ímynd læknisins og skilgreina hlutverk hans í þjóð- félaginu, svo og kennsla í lögum, siðfræði, félagsvísind- um og meðferð opinbers fjár. Þar á meðal skyldi felast í kennsla sem veitti innsýn í siðfræðilega og lagalega undirstöðu almannatrygginga og skipan þeirra hérlend- is í samanburði við önnur lönd. Þetta námsefni til mótunar á faglegri skynvitund læknisins og ímyndar út á við eru í raun svo sjálfsögð að maður verður þrumu lostinn að uppgötva á 6. ári hve ráðvilltir læknastúdent- ar eru í þessu tilliti. Engum heilvita manni dettur í hug að maður sem gengur í herskóla geri það til þess eins að læra að skjóta af byssu. Enda þótt greinarhöfundur sé ekki vel að sér í því sem fram fer á herskóla, hefur hann það á tilfinningunni að kennsluefnið sé fyrst og fremst herstjórnarlist og læra að hafa mannaforráð. Það er því ekkert vit í öðru en að læknum sé kennt að hafa forræði um hinn víðfeðma málaflokk heilbrigðismál. Þrátt fyrir fremur skamman starfsaldur lækna eru nýjungarnar svo örar og framfarir miklar að brýnt hef- ur verið fyrir þeim að leita stöðugt eftir símenntun. A þetta við um öll sérfræðistörf í læknisfræði. Auk þess hafa einnig átt sér stað svo veigamiklar breytingar í þjóðlífi, efnahag, upplýsingamiðlun og viðhorfum, að ytra umhverfi læknisstarfsins hefur breyst. Fjölmargar starfsgreinar, hliðlægt eða með skörun við læknastétt- ina hafa hlotið lögvernd og stöðugt fleiri bætast við. Ekki aðeins hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, lífefna- fræðingar, meinatæknar, félagsfræðingar, sjúkraþjálfarar hafa hver með sínu lagi meiri eða minni samvinnu við lækna heldur leita nú margir lags við lækna á jaðri þess sem telst vel skilgreind læknisfræði svo sem snyrting, leikfimi, megrun o.s.frv. og verður eflaust aukin ásókn í þessa veru sem freisting fyrir suma lækna og ber að gjalda varhug við. Vegna samskipta sinna við aðrar stéttir er lækni oft ætluð teymisstjórn og kveða lækna- lög á um heimildir í þessu efni. Oftlega kemur upp sú staða að forsvarslæknirinn úreldist vegna skorts á end- urmenntun þar sem hann á erfitt með að komast frá sökum anna, skorts á kollegum til að taka við af sér o.s.frv. Læknir getur því einangrast í mjög sértækri starfsgrein. Læknafélögin halda endurmenntunarnám- skeið og er það vel svo og hafa sjúkrahúslæknar styrk til námsferða sem gagnast svo langt sem það nær en æski- legt væri að meiri tjáskipti og fræðsla væru innan stétt- arinnar. Sérfræðigrein svo sem læknisfræði ber að vissu marki að vera íhaldssöm til þess að viðhalda stefnufestu og talca aðeins upp þær nýjungar sem viðurkenndar hafa verið á vísindalegan hátt. Fræðigreinin lagar sig að umhverfinu að vissu marki s.s. þegar eyðnisóttin var uppgötvuð, að hefðbundnum leiðum læknisfræðilegrar þeltkingar er beitt í baráttunni en lagaðar að sérein- LÆKNANEMINN 62 2. tbl. 1996, 49. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.