Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 77

Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 77
Nýmyndun æða og krabbamein - bylting í krabbameinslyi]ameðferð innan seilingar? var dr. Judah Folkman, prófessor við Harvard háskól- ann í Bandaríkjunum. Hann hefur sett fram þá tilgátu að í upphafi séu flest æxli ekki æðamyndandi (non-ang- iogenic) og geti jafnvel verið staðbundin án æðavæð- ingar í mánuði og ár. Síðan verður skipting á ákveðn- um frumum æxlisins úr ekki æðamyndandi gerð yfir í æðamyndandi (angiogenic) gerð og nýmyndun æða hefst í æxlinu og æxlið fer þá að stækka. Þessi breyting er háð aukinni framleiðslu jákvæðra stjórnunarþátta fyrir æðamyndun og minnkaðri framleiðslu neikvæðra þátta. Frumufjölgun í ekki æðamyndandi æxlinu er jafn hröð og í æðamyndandi æxlinu, en þegar engar æðar eru í æxlinu er jafnvægi milli stýrðs frumudauða (apoptosis) og frumufjölgunar. Þegar æðar vaxa svo inn í æxlið minnkar stýrður frumudauði en frumufjölgun er jafn hröð (9,13). Æxlisgen (oncogenes) og æxlis- bæligen (tumor suppressor genes) eru mikilvæg í breyt- ingu frumna yfir í æðamyndandi gerð. Framleiðslu stjórnunarþátta fyrir æðanýmyndun virðist líka oft vera stjórnað af þessum genum (5). Minnkuð framleiðsla á neikvæðum stjórnunarþáttum getur líka haft veruleg áhrif. Thrombospondinframleiðsla minnkar (down- regulerast) í æxlisfrumum sem skipta yfir í æðamynd- andi gerð. Myndun thrombospondins er einmitt und- ir stjórn p53 æxlisbæligensins (14,20). Annar neikvæð- ur stjórnunarþáttur er angiostatin. Hann er t.d. fram- leiddur af Lewis lungnakrabbameini í músum. Þegar móðuræxlið er fjarlægt hverfur angiostatin úr blóð- rásinni, æðar fara að myndast inn í meinvörpin og þau fara að stækka. Móðuræxlið virðist þannig hafa bælan- di áhrif á vöxt meinvarpanna. Ekki er vitað hvort æxl- isfrumurnar sjálfar mynda angiostatin eða hvort það er framleitt af átfrumum eða bandvefsfrumum sem borist hafa inn í æxlið. Einnig er þeirri spurningu ósvarað hvers vegna angiostatin bælir ekki æðanýmyndun í móðuræxlinu (15). LYFJAMEÐFERÐ GEGN ÆÐANÝMYNDUN I kjölfar rannsókna á æðanýmyndun í krabbamein- um og uppgötvun ýmissa vaxtarþátta hafa augu manna í sívaxandi mæli beinst að meðferð með efnum sem hamla verkun æðahvetjandi efna (7). M.a. birtist frétt í Svenska Dagbladet um æðanýmyndun og nýtt töfra- lyf gegn krabbameini, blindu, kransæðastíflu, sykur- sýki, iktsýki og psoriasis og var þar rætt við Judah Folk- man (16). Dýratilraunir með þess háttar lyf hafa lofað góðu. AGM-1470 er afleiða af sýklalyfmu fumagillin. Fumagillin er myndað af sveppnum Aspergillus fumigatus fresenius og er notað við amöbusýkingum í mönnum. AGM-1470 hindrar nýmyndun æða með því að hindra virkni VEGF. Það var gefið músum með Lewis lungnakrabbamein. Eftir 20 daga meðferð voru æxlin í viðmiðunarhópnum orðin 8 sinnum stærri en í tilraunarhópnum. Lyfjameðferð hélt áfram í meira en 100 daga (1/6 af ævi músar) og sáust engin merki um eiturverkanir sem yfirleitt sjást við hefðbundna krabba- meinsmeðferð eins og hárlos, meltingarfæraeinkenni eða sýkingar (17). Síðar var prófað að gefa TNP-470 LÆKNANEMINN 67 2. tbl. 1996, 49. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.