Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 77
Nýmyndun æða og krabbamein - bylting í krabbameinslyi]ameðferð innan seilingar?
var dr. Judah Folkman, prófessor við Harvard háskól-
ann í Bandaríkjunum. Hann hefur sett fram þá tilgátu
að í upphafi séu flest æxli ekki æðamyndandi (non-ang-
iogenic) og geti jafnvel verið staðbundin án æðavæð-
ingar í mánuði og ár. Síðan verður skipting á ákveðn-
um frumum æxlisins úr ekki æðamyndandi gerð yfir í
æðamyndandi (angiogenic) gerð og nýmyndun æða
hefst í æxlinu og æxlið fer þá að stækka. Þessi breyting
er háð aukinni framleiðslu jákvæðra stjórnunarþátta
fyrir æðamyndun og minnkaðri framleiðslu neikvæðra
þátta. Frumufjölgun í ekki æðamyndandi æxlinu er
jafn hröð og í æðamyndandi æxlinu, en þegar engar
æðar eru í æxlinu er jafnvægi milli stýrðs frumudauða
(apoptosis) og frumufjölgunar. Þegar æðar vaxa svo inn
í æxlið minnkar stýrður frumudauði en frumufjölgun
er jafn hröð (9,13). Æxlisgen (oncogenes) og æxlis-
bæligen (tumor suppressor genes) eru mikilvæg í breyt-
ingu frumna yfir í æðamyndandi gerð. Framleiðslu
stjórnunarþátta fyrir æðanýmyndun virðist líka oft vera
stjórnað af þessum genum (5). Minnkuð framleiðsla á
neikvæðum stjórnunarþáttum getur líka haft veruleg
áhrif. Thrombospondinframleiðsla minnkar (down-
regulerast) í æxlisfrumum sem skipta yfir í æðamynd-
andi gerð. Myndun thrombospondins er einmitt und-
ir stjórn p53 æxlisbæligensins (14,20). Annar neikvæð-
ur stjórnunarþáttur er angiostatin. Hann er t.d. fram-
leiddur af Lewis lungnakrabbameini í músum. Þegar
móðuræxlið er fjarlægt hverfur angiostatin úr blóð-
rásinni, æðar fara að myndast inn í meinvörpin og þau
fara að stækka. Móðuræxlið virðist þannig hafa bælan-
di áhrif á vöxt meinvarpanna. Ekki er vitað hvort æxl-
isfrumurnar sjálfar mynda angiostatin eða hvort það er
framleitt af átfrumum eða bandvefsfrumum sem borist
hafa inn í æxlið. Einnig er þeirri spurningu ósvarað
hvers vegna angiostatin bælir ekki æðanýmyndun í
móðuræxlinu (15).
LYFJAMEÐFERÐ GEGN ÆÐANÝMYNDUN
I kjölfar rannsókna á æðanýmyndun í krabbamein-
um og uppgötvun ýmissa vaxtarþátta hafa augu manna
í sívaxandi mæli beinst að meðferð með efnum sem
hamla verkun æðahvetjandi efna (7). M.a. birtist frétt
í Svenska Dagbladet um æðanýmyndun og nýtt töfra-
lyf gegn krabbameini, blindu, kransæðastíflu, sykur-
sýki, iktsýki og psoriasis og var þar rætt við Judah Folk-
man (16). Dýratilraunir með þess háttar lyf hafa lofað
góðu. AGM-1470 er afleiða af sýklalyfmu fumagillin.
Fumagillin er myndað af sveppnum Aspergillus
fumigatus fresenius og er notað við amöbusýkingum í
mönnum. AGM-1470 hindrar nýmyndun æða með
því að hindra virkni VEGF. Það var gefið músum með
Lewis lungnakrabbamein. Eftir 20 daga meðferð voru
æxlin í viðmiðunarhópnum orðin 8 sinnum stærri en í
tilraunarhópnum. Lyfjameðferð hélt áfram í meira en
100 daga (1/6 af ævi músar) og sáust engin merki um
eiturverkanir sem yfirleitt sjást við hefðbundna krabba-
meinsmeðferð eins og hárlos, meltingarfæraeinkenni
eða sýkingar (17). Síðar var prófað að gefa TNP-470
LÆKNANEMINN
67
2. tbl. 1996, 49. árg.