Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 6
Höfnun
ígræddra nýrna
Margrét Árnadóttir
INNGANGUR
Síðan á sjöunda áratugnum hefur verið hægt að
bregðast við nýrnabilun á lokasdgi á þrjá mismunandi
vegu, með nýrnaígræðslu, skilunarmeðferð eða bið-
meðferð. Beiting þessara valkosta hefur tekið örum
breytingum í takt við læknisfræðiiegar og tæknilegar
framfarir. Nú á dögum fá flestir hinna nýrnabiluðu
virka meðferð. Igræðsla (transplantation) er reynd, ef
hennar er kostur, vegna yfirburða þeirrar meðferðar
hvað varðar lífsgæði og endurhæfmgu (1). Skortur á líf-
færum hamlar ígræðslustarfseminni og það er þess
vegna mikilvægt að sjá til þess að nýra sem til fellur
hafni þar sem lífslíkur þess eru bestar. Skammtímaend-
ing ígrædds nýra ræðst aðallega af því hvernig til tekst
að koma í veg fyrir eða meðhöndla bráða höfnun
(rejection) (2). Þegar til lengri tíma er litið fara lífslík-
ur nýrans bæði eftir lífshorfum sjálfs nýrnaþegans og
hættunni á langvinnri höfnun (3). Það er því engin
furða þótt viðhaldsmeðferð eftir nýrnaígræðslu miðist
að miklu leyti við baráttuna við tilhneigingu líkamans
að hafna aðskotalíffærinu. I þessum pistli verður stikl-
að á stóru varðandi einkenni, meinlífeðlisfræði og með-
ferð höfnunar.
FLOKKUN OG TÍÐNI HÖFNUNAR
Höfnun má flokka í ofurbráða (hyperacut), bráða og
langvinna, þó um nokkra einföldun sé að ræða. Verða
hverri tegund gerð nánari skil í eftirfarandi köflum. Of-
urbráð höfnun sést sjaldan núorðið vegna framfara í
rannsóknatækni. Bráð höfnun er sjaldgæfari en áður
vegna bættrar fyrirbyggjandi meðferðar en kemur enn
fyrir hjá um það bil þriðjungi nýrnaþega. Oftast tekst
þó að stemma stigu við bráðri höfnun enda er lifun
nýrna fyrsta árið eftir ígræðslu 80-90% (2). Það hefur
valdið talsverðum vonbrigðum að þrátt fyrir hagstæða
Margrét Arnadóttir, er njrnasérfrœðingur við
Lyfhekningadeild Landspítalans
þróun skammtímaárangurs hefur lítilla breytinga orðið
vart á langtímalifun; flestar rannsóknir sýna enn um
það bil 50% nýrnalifun eftir 10 ár (1,4). Augu manna
hafa því verið að opnast fyrir afleiðingum langvinnrar
höfnunar sem nú er með algengari ástæðum fyrir skil-
unarmeðferð í vestrænum löndum.
SAMRÝMANLEIKI VEFJA
(HISTOCOMPATIBILITY) (5)
MHC (major histocompatibility) mótefnavakar ráða
mestu um ónæmissvar við ígræddu líffæri. MHC í
manni eru HLA (human leucocyte antigen) flokkarnir
I (HLA-A, HLA-B og HLA-C) og II (HLA DR, HLA
DQ og HLA-DP). HLA I fyrirfinnast á öllum kirnd-
um frumum en HLA II koma einungis fram á vissum
hvítum blóðkornum [B-eitilfrumum (B-lymphocytes)
og átfrumum (macrophages)] og sumum æðaþelsfrum-
um. Vegna fjölbreytileika þessara mótefnavaka eru sam-
setningarmöguleikarnir miklir og líkurnar litlar á að
tveir óskyldir einstaklingar séu eins að þessu leyti, séu
af sama „vefjaflokki”. Bæði skammtíma og langtíma ár-
angur af nýrnaígræðslu batnar eftir því sem minna er
um HLA misræmi (mismatch) milli gjafa og þega (4).
Þetta skýrir að hluta betri árangur af ígræðslu nýra frá
ættingja samanborið við ígræðslu nýra frá látnum
óskyldum einstaklingi. Jafnvel þó líffærisgjafi og þegi
séu eins að HLA uppbyggingu getur þeginn hafnað líf-
færinu. Þetta stafar trúlega af misræmi milli „minor hi-
stocompatibiIity“ mótefnavaka en um þá er enn lítið
vitað.
EINKENNI 0G MEINLÍFEÐLISFRÆÐI
HÖFNUNAR
Ofurbráð höfnun (5)
Ef mótefni gegn MHC mótefnavökum gjafans eru í
blóði þegans eru líkur á höfnun þegar á skurðarborð-
inu. Mótefnin ráðast á æðaþelsfrumur hins ígrædda líf-
LÆKNANEMINN
4
2. tbl. 1996, 49. árg.