Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Side 6

Læknaneminn - 01.10.1996, Side 6
Höfnun ígræddra nýrna Margrét Árnadóttir INNGANGUR Síðan á sjöunda áratugnum hefur verið hægt að bregðast við nýrnabilun á lokasdgi á þrjá mismunandi vegu, með nýrnaígræðslu, skilunarmeðferð eða bið- meðferð. Beiting þessara valkosta hefur tekið örum breytingum í takt við læknisfræðiiegar og tæknilegar framfarir. Nú á dögum fá flestir hinna nýrnabiluðu virka meðferð. Igræðsla (transplantation) er reynd, ef hennar er kostur, vegna yfirburða þeirrar meðferðar hvað varðar lífsgæði og endurhæfmgu (1). Skortur á líf- færum hamlar ígræðslustarfseminni og það er þess vegna mikilvægt að sjá til þess að nýra sem til fellur hafni þar sem lífslíkur þess eru bestar. Skammtímaend- ing ígrædds nýra ræðst aðallega af því hvernig til tekst að koma í veg fyrir eða meðhöndla bráða höfnun (rejection) (2). Þegar til lengri tíma er litið fara lífslík- ur nýrans bæði eftir lífshorfum sjálfs nýrnaþegans og hættunni á langvinnri höfnun (3). Það er því engin furða þótt viðhaldsmeðferð eftir nýrnaígræðslu miðist að miklu leyti við baráttuna við tilhneigingu líkamans að hafna aðskotalíffærinu. I þessum pistli verður stikl- að á stóru varðandi einkenni, meinlífeðlisfræði og með- ferð höfnunar. FLOKKUN OG TÍÐNI HÖFNUNAR Höfnun má flokka í ofurbráða (hyperacut), bráða og langvinna, þó um nokkra einföldun sé að ræða. Verða hverri tegund gerð nánari skil í eftirfarandi köflum. Of- urbráð höfnun sést sjaldan núorðið vegna framfara í rannsóknatækni. Bráð höfnun er sjaldgæfari en áður vegna bættrar fyrirbyggjandi meðferðar en kemur enn fyrir hjá um það bil þriðjungi nýrnaþega. Oftast tekst þó að stemma stigu við bráðri höfnun enda er lifun nýrna fyrsta árið eftir ígræðslu 80-90% (2). Það hefur valdið talsverðum vonbrigðum að þrátt fyrir hagstæða Margrét Arnadóttir, er njrnasérfrœðingur við Lyfhekningadeild Landspítalans þróun skammtímaárangurs hefur lítilla breytinga orðið vart á langtímalifun; flestar rannsóknir sýna enn um það bil 50% nýrnalifun eftir 10 ár (1,4). Augu manna hafa því verið að opnast fyrir afleiðingum langvinnrar höfnunar sem nú er með algengari ástæðum fyrir skil- unarmeðferð í vestrænum löndum. SAMRÝMANLEIKI VEFJA (HISTOCOMPATIBILITY) (5) MHC (major histocompatibility) mótefnavakar ráða mestu um ónæmissvar við ígræddu líffæri. MHC í manni eru HLA (human leucocyte antigen) flokkarnir I (HLA-A, HLA-B og HLA-C) og II (HLA DR, HLA DQ og HLA-DP). HLA I fyrirfinnast á öllum kirnd- um frumum en HLA II koma einungis fram á vissum hvítum blóðkornum [B-eitilfrumum (B-lymphocytes) og átfrumum (macrophages)] og sumum æðaþelsfrum- um. Vegna fjölbreytileika þessara mótefnavaka eru sam- setningarmöguleikarnir miklir og líkurnar litlar á að tveir óskyldir einstaklingar séu eins að þessu leyti, séu af sama „vefjaflokki”. Bæði skammtíma og langtíma ár- angur af nýrnaígræðslu batnar eftir því sem minna er um HLA misræmi (mismatch) milli gjafa og þega (4). Þetta skýrir að hluta betri árangur af ígræðslu nýra frá ættingja samanborið við ígræðslu nýra frá látnum óskyldum einstaklingi. Jafnvel þó líffærisgjafi og þegi séu eins að HLA uppbyggingu getur þeginn hafnað líf- færinu. Þetta stafar trúlega af misræmi milli „minor hi- stocompatibiIity“ mótefnavaka en um þá er enn lítið vitað. EINKENNI 0G MEINLÍFEÐLISFRÆÐI HÖFNUNAR Ofurbráð höfnun (5) Ef mótefni gegn MHC mótefnavökum gjafans eru í blóði þegans eru líkur á höfnun þegar á skurðarborð- inu. Mótefnin ráðast á æðaþelsfrumur hins ígrædda líf- LÆKNANEMINN 4 2. tbl. 1996, 49. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.