Læknaneminn

Tölublað

Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 74

Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 74
Discipuli medicinae, quo vadimus? sig mál þetta miklu varða enda heill íbúa jarðar undir því komið að vel takist til um giftusamlega hömlun á barnkomu, en frumkvæði læknastéttarinnar er harla fá- tæklegt þegar glíma þarf við stjórnsýsluleg vandamál í þessu efni hvort heldur sem þau eru staðbundin eða á heimsvísu. Skín þar í gegn hve erfitt er að ná samstöðu lækna um atriði af þessu tagi og enda þótt til séu ýms- ar ábendingar frá Alþjóðasamtökum lækna, en um samstillt átak er ekki að ræða. Benda má á að stofnun eins og katólska kirkjan tekur eindregna afstöðu um mál af þessu tagi. Það væri við hæfi að samtök lækna í hverju landi og síðan á heimsvísu fjölluðu um barnkomu og gerðu áætlun og settu fram tillögur um mótum þess sem á ensku kallast family planning clinic. Þar væri fjallað um getnaðarvarnir, þ.e. stjórn á barnkomum, fóstur- eyðingum, ófrjósemi og kynsjúkdómum, ráðgjöf um kynlíf svo og erfðaráðgjöf auk tæknifrjóvgunar. Sam- nefnari þessa málaflokks er réttur barna til þess að fæð- ast til mannsæmandi lífs. Itrekað skal að framanskráðu er eingöngu varpað fram sem dæmi um það hvað læknasamtök geta gert til þess að ná tökum á vandamáli. Hætt er við að til komi togstreita um smáatriði, t.d. um það hver eigi að for- skrifa pillur og gorma sem mjög væri læknastéttinni til vansa ef ekki væri fyrir hendi sá félagslegi þroski að geta sameinast um framkvæmd mála af þessu tagi. Samantekt: Hér að framan eru leiddar líkur að því að læknanám- ið leiði menn í fastar fagrásir, sem er að vissu marki gott en það skortir að læknar hljóti víðfeðmari yfirsýn. Leidd eru rök að því að það þurfi að taka strax í tau- mana og hrista upp í læknanáminu með því að taka upp þá kennslu sem nú skortir eða auka við þá kennslu sem fyrir var. Þar má telja stjórnun, siðfræði, félagsvís- indi og fjársýslu. ÖIl þessi fög þarf að kenna í meiri mæli en kennt hefur verið í félagslækningum. 1) Það þarf stjórnsama lækna til þess að taka á ýmsum ytri vanda, sem leysa þarf með aukinni hlutdeild starfandi lækna í hinu íslenska og hinu alþjóðlega læknasamfélagi m.a. til þess að mark sé tekið á þeim meðal þeirra sem fjárflæði stjórna. 2) Enn fremur verða læknar að fá meiri ögun til þess að beita kunnáttu sinni af hæfni sem sérfræðingum sæmir og temja sér þá siðfágun sem til þarf svo þeir beri höfuð og herðar yfir aðrar stéttir heilbrigðis- geirans. 3) Samtök lækna þurfa að taka siðræn álitamál í lækn- isfræði til ríkari umfjöllunar á sínum vettvangi í stað þess að láta landlæknisembættið og utanað- komandi um afgreiðslu slíkra mála og umræðu alla í fjölmiðlum. 4) Auk þeirra mála sem að framan hefur verið vikið að þarf að skoða alvarlega hvort numerus clausus muni ekki valda læknaskorti í framtíðinni. Sjálfsagt er að kennslugeta setur fjölda stúdenta einhverjar skorð- ur en það er rangt að hefta nýliðun í stéttinni vegna þess að sú magra sneið sem læknum er skorin af Tryggingastofnun ríkisins nægir ekki á diska allra starfandi lækna. Slíkur hugsunarháttur er hættu- legur, jafnt fyrir þjóðfélagið sem læknastéttina. Læknar þurfa reyndar að hafa hærri tekjur en þeir hafa í dag svo unnt sé að koma fyrir meiri flýtifyrn- ingu í stéttinni en nú viðgengst og ættu þeir að þurfa að greiða hærri upphæðir til lífeyrissjóðs lækna. Stéttarfélög lækna þurfa að athuga gaum- gæfilega hvernig leysa megi þann tvöfalda hnút. 5) . Athuga ber hvort læknadeild ætti ekki að gangast fyrir námskeiðum í meira mæli en nú er gert og sérstaklega fyrir Iækna sem vilja snúa sér að stjórn- unarstörfum og rýma til fyrir ungum Iæknum sem þurfa að komast heim með nýfengna þekkingu. LÆKNANEMINN 64 2. tbl. 1996, 49. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.10.1996)
https://timarit.is/issue/433355

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.10.1996)

Aðgerðir: