Bændablaðið - 08.06.2023, Qupperneq 30

Bændablaðið - 08.06.2023, Qupperneq 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2023 LÍF&STARF Alþjóðasamband dreifbýliskvenna: Raddir þeirra heyrist hátt – Loftslagssnjall landbúnaður, heilsa kvenna og menntun í brennidepli H e i m s þ i n g Alþjóðasambands d re i f b ý l i s k v e n n a ACWW var haldið í Kuala Lumpur í Malasíu 17.–25. maí sl. og sóttu það um 450 manns. Samtökin beita sér fyrir hagsmunum dreifbýliskvenna um heim allan og bættri stöðu þeirra innan eigin samfélaga. Ellefu Íslendingar sóttu þingið undir merkjum Kvenfélagasambands Íslands (KÍ) og var markmiðið að kynnast betur starfi ACWW, sem KÍ hefur verið aðili að síðan 1980. Um 10 milljónir kvenna í 80 löndum eru meðlimir samtakanna sem hafa staðið að mörgum þörfum og merkum verkefnum, meðal annar að stuðningi við konur í þróunarríkjum. Áherslur verkefna ACWW til næstu þriggja ára beinast að loftslagssnjöllum landbúnaði (Climate-Smart Agriculture), heilsu og menntun kvenna í dreifbýli og samfélagsþróun í öllum kjarnaverkefnum samtakanna. Jenný Jóakimsdóttir, starfsmaður KÍ, var ein þeirra sem sóttu þingið og fór með atkvæði KÍ sem fulltrúi stjórnar á þinginu. Hún segir yfirskrift þess hafa verið „Fjölbreytileikinn er okkar styrkur“ og það verið grundvöllur þinghaldsins. „Kvenfélagið í Pahang í Malasíu var gestgjafi þingsins og skipulögðu konurnar ótrúlega flotta og glæsilega dagskrá í kringum hina hefðbundnu þingfundi,“ segir Jenný. „Skemmtanir voru á hverju kvöldi, skoðunarferðir og menningu landsins var gerð góð skil. Hápunkturinn hjá þeim í dagskránni var gala-hátíðarkvöldverður í Konungshöllinni í Malasíu, en drottning þeirra, Queen Azizah, er formaður félagsins í Pahang og var gestgjafi kvöldsins,“ segir Jenný. Valdefling undir forystu kvenna Aðspurð um hvað íslensku þátt- takendurnir taki með sér heim, íslenskum dreifbýliskonum til handa, segir Jenný áherslu þingsins hafa verið á konur í dreifbýli í fátækustu löndum heims. „Í stefnu ACWW segir: „Til að ná fram sjálfbærum breytingum er nauðsynlegt að byggja upp víðtækt net dreifbýliskvenna og stuðla að valdeflingarverkefnum undir forystu kvenna. Hlusta þarf á raddir þeirra og þeirra þarfir“,“ segir Jenný og heldur áfram: „Þó svo að við hér á Íslandi séum með ansi mikil forréttindi miðað við konur í fátækari ríkjum heims þá er sama sagan hér; raddir kvenna í dreifbýli þurfa að heyrast. Þarfir kvenna á Íslandi eru mikið til þær sömu. Sem dæmi þá er ekki nóg að byggja stór og flott sjúkrahús ef konur komast síðan ekki þangað þegar á reynir. Á þinginu heyrðum við meðal annars sögur frá Afríku þar sem konum blæðir út í vegkantinum og deyja þar vegna þess að þær þurfa að fara langan veg til að komast í fæðingarhjálp. Stærstur hluti kvenfélaga innan KÍ eru í dreifbýli og við þurfum að tryggja að raddir þeirra kvenna heyrist hátt,“ segir hún. Rödd innan SÞ og UNESCO KÍ mun, að sögn Jennýjar, koma upplýsingum um hvað fram fór á þinginu til sinna félagskvenna. „Kynna þarf betur starf ACWW og athuga hvaða leiðir við getum farið til að styrkja samstarfið og styðja við verkefni ACWW. Það er mikið horft til Íslands í jafnréttismálum og við getum vonandi lagt þar okkar af mörkum. Það er dýrmætt að eiga aðgang að neti yfir 10 milljóna kvenna um allan heim og það eykur okkur víðsýni. Við sem fórum á þingið lögðum mikla áherslu á kynna okkur betur starf ACWW og að kynnast konum á þinginu og því sem þær eru að fást við. Næsta alheimsþing verður svo í Ottawa í Kanada í apríl 2026 og við munum kynna það fyrir okkar konum og vonandi náum við stærri hóp frá Íslandi þangað. Heimsforseti ACWW, Magdie de Kock frá Suður- Afríku, hefur mikinn áhuga á að koma til Íslands og vonandi tekst okkur að finna tíma og stund fyrir þá heimsókn,“ segir Jenný jafnframt. Alþjóðasamband dreifbýlis- kvenna hefur ráðgefandi stöðu við margar af stofnunum Sameinuðu þjóðanna. „Á þinginu var sagt frá því að undanfarið hefur mikið verið unnið í því að styrkja þá stöðu enn frekar, til að raddir kvenna í dreifbýli nái eyrum þeirra sem taka ákvarðanir er varða líf þeirra. Einn af starfsmönnum ACWW var nýlega kosinn formaður landsnefnda félagasamtaka við UNESCO og mun í haust stjórna málstofu á þeirra vegum sem fengið hefur vinnuheitið „Breyting hugarfars fyrir jafnrétti kynjanna“. Þessi staða setur ACWW við ákvörðunarborð innan UNESCO og felur í sér tækifæri til að koma á framfæri röddum dreifbýliskvenna,“ segir Jenný að endingu. Steinunn Ásmundsdóttir steinunn@bondi.is Íslenskir fulltrúar á 30. heimsþingi Alþjóðasambands dreifbýliskvenna. Sitjandi f.v.: Guðrún Þórðardóttir, Drífa Hjartardóttir og Helga Guðmundsdóttir. Efri röð f.v.: Sólveig Ólafsdóttir, Guðrún Finnbjarnardóttir, Ólína Hulda Guðmundsdóttir, Þórunn Drífa Oddsdóttir, Áslaug Birna Ólafsdóttir, Linda B. Sverrisdóttir og Jenný Jóakimsdóttir. Myndir / Jenný Jóakimsdóttir Helstu ályktanir heimsþings ACWW 2023 Stofnun aðgerðaáætlana um atvinnu kvenna í dreifbýli ACWW hvetur allar ríkisstjórnir til að sinna sérstökum þörfum dreifbýlis­ kvenna með því að vinna með fulltrúum kvennahópa til að koma á, innleiða og fylgjast reglulega með aðgerðaáætlun um atvinnumál kvenna sem tryggir aðgang þeirra að þjálfun og menntun; sanngjarna og örugga starfshætti; vin­ nuskilyrði þeirra og laun; aðgang að auðlindum eins og fjármagni, efni, tækni og landi/eignum og; þar á meðal en ekki takmarkað við ráðgjöf varðandi starfsferil, viðskipti og frumkvöðlastarfsemi. Að taka á matarsóun ACWW leggur áherslu á að taka á matarsóun í öllum sínum verkefnum, aðgerðum og málflutningi með því að viðurkenna að matarsóun á sér stað um alla alþjóðlegu fæðuframboðskeðjuna og að samræmdar aðgerðir eru nauðsynlegar til að draga úr matartapi og matarsóun á hverju stigi. Kynjaáhrifagreining á landsbyggðinni ACWW hvetur ríkisstjórnir til að greina áhrif þess á öll kyn að búa í dreifbýli þegar hugað er að áætlana­ og stefnugerð. Tryggja þarf að skoðuð verði áhrif þessara tveggja breytna, að vera kona og að búa í dreifbýli. Lögð er áhersla á að tekið verið fullt tillit til kynjabreytunnar í dreifbýli þannig að dregið verði úr skaðlegum áhrifum fyrirhugaðra áætlana og stefnu um landsbyggðina er varða konur. Suzuki á Íslandi Skeifunni 17 Sími 568 5100 www. suzuki.is VERÐ FRÁ KR. 809.000 Nánari upplýsingar á suzuki.is ÖFLUGIR UTANBORÐSMÓTORAR FRÁ SUZUKI Það liggur þrotlaus ransóknar- og prófunarvinna á bakvið utanborðsmótora Suzuki sem skilar sér í krafti, sparneytni, áreiðanleika og endingu. Komdu við og kynntu þer úrvalið og möguleikana. Við tökum vel á móti þér Glaðbeittar konur á þingfundi. F.v.: Ólína Hulda Guðmundsdóttir, Áslaug Birna Ólafsdóttir, Guðrún Finnbjarnardóttir og Helga Guðmundsdóttir. Þú finnur Bændablaðið á www.bbl.is, Facebook & Instagram
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.