Bændablaðið - 08.06.2023, Side 51

Bændablaðið - 08.06.2023, Side 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2023 Niðurstöður Rannsóknaverkefni fór fram árið 2021 á Íslandi. Taylorella equigenitalis (CEM) fannst EKKI í merum (n= 220) og stóðhestum (n=52). Greindar voru eftirfarandi bakteríur sem geta valdið kynfærasjúkdómum í hryssum og stóðhestum á Íslandi: • β-hemólýsandi streptókokkar • Streptococcus equi ssp. zooepidemicus • Streptococcus dysgalactiae Streptókokkar eru umhverfissýklar og geta verið eðlilegur hluti af þarmaflórunni. Streptókokkar eru algengasta orsök langvinnrar legbólgu hjá hryssum. Aðrar bakteríur sem greindist í minni hlutföllum eru t.d. Klebsiella pneumoniae, Pseudomonas aeruginosa, Staphylococcus aureus, Escherichia coli (var. haem.) Þekktir veirusjúkdómar í kynfærum Equine Viral Arteritis (EVA) er smitandi sjúkdómur sem orsakast af EVA veiru. Þó að sjúkdómurinn sé sjaldan lífshættulegur fyrir annars heilbrigða fullorðna hesta, þá er EVA sérstakt áhyggjuefni fyrir hrossaræktendur vegna þess að veiran getur valdið fóstureyðingum hjá þunguðum hryssum og dauða hjá ungum folöldum. Þá geta stóðhestar borið veiruna einkennalausir og dreift henni. Þrátt fyrir að smitfaraldur með EVA komi sjaldan upp, er veiran til staðar í hrossastofnum í mörgum löndum. Þó að vitað sé að vírusinn smiti margar hrossategundir, þá er algengi smits miklu hærri hjá ákveðnum tegundum, eins og Standardbreds og Warmbloods. Flestir hestar sem verða fyrir vírusnum fá engin merki um sjúkdóminn. Ef veikindi eiga sér stað getur verið erfitt að greina EVA vegna þess að einkennin eru klínískt lík nokkrum öðrum hestasjúkdómum, svo sem Equine Rhinopneumonitis, influenza, Equine Infectious Anemia (EIA) and Purpura Hemorrhagica. Sýktir stóðhestar geta stöðugt dreift veirunni með sæðinu þó þeir séu sjálfir einkennalausir. EVA sýnataka og niðurstöður Framkvæmdar voru sermis- rannsóknir á stóðhestum (n=52), þar sem blóðsýni voru greind með VNT (virus neutralisation test). Allir stóðhestar reyndust NEIKVÆÐIR (mótefnatítri < 1:4). Samantekt Staðan á Íslandi í dag er sú að bakterían Taylorella equigenitalis sem veldur smitandi legbólgu í hrossum (CEM) hefur ekki greinst hér á landi. Í rannsókninni staðfestust eftirfarandi sýklar: • ß-hemolys. streptókokkar bakteríu greindust oftast. >32% af merum greindust með streptókokkabakteríu. >38% af stóðhestum greindust með streptókokkabakteríu. • Smitandi sjúkdómurinn Equine Viral Arteritis (EVA) greindist ekki í þeim sýnum sem tekin voru. Dr. med. vet. Susanne Braun fagdýralæknir í hestasjúkdómum, Stokkseyri. Dr. med. vet. Ulrike Böse Labor Böse, Þýskalandi. Kyngreining folalds. Streptococcus equi ssp. 37 1 zooepidemicus Streptococcus dysgalactiae 33 19 ß-hemolys. Streptococci 70 20 E. coli var häm. 1 0 Staphylococcus aureus 1 1 Klebsiella pneumoniae 0 1 Pseudomonas aeruginosa 0 0 Greindar bakteríur í rannsóknaverkefni á Íslandi 2021 sem geta valdið kynfærasjúkdómum. | S t r ú k t ú r e h f | w w w . s t r u k t u r . i s | s t r u k t u r @ s t r u k t u r . i s | | B æ j a r f l ö t 9 | 1 1 2 R e y k j a v í k | S í m i : 5 8 8 6 6 4 0 | Límtré-Timbureiningar Stálgrind Yleiningar PIR Steinull SveitaSæla í Skagafirði LANDBÚNAÐARSÝNING & BÆNDAHÁTÍÐ REIÐHÖLLINNI SVAÐASTÖÐUM Á SAUÐÁRKRÓKI 19. ÁGÚST 2023 LANDBÚNAÐARSÝNING & BÆNDAHÁTÍÐLAUGARDAGINN 19. ÁGÚST 202323 Hefur þitt fyrirtæki áhuga á að vera með sölupláss á Sveitasælu? Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Rafnsson á: sveitasaelaskagafirdi@gmail.com Hryssur (n=220) Stóðhestar (n=52)

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.