Bændablaðið - 02.11.2023, Page 8

Bændablaðið - 02.11.2023, Page 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 FRÉTTIR Hefur þú kynnt þér hvað bændahópar geta gert fyrir þig! Viltu taka þátt í skemmtilegu og uppbyggilegu starfi með öðrum bændum! Í bændahópum miðla bændur þekkingu sín á milli og ná árangri saman með ráðunautum RML. Byrjum með nýja hópa á næsta ári Upplýsingar um verkefnið og skráningar eru á heima- síðu RML, hnappur merktur „Bændahópar“. Nánari upplýsingar gefur Þórey Gylfadóttir, netfang: thorey@rml.is sími: 516 5000 Bændahópar Vinnum saman að markmiðum okkar og bætum árangur í jarðrækt og gróffóðuröflun Arctic Circle: Sértækar aðgerðir þarf til að forða hruni í landbúnaði – Fæðuöryggi og fæðusjálfstæði á Hringborði Norðurslóða Fæðuöryggi var til umræðu á einu pallborðanna á ráðstefnunni Arctic Circle sem haldin var í Hörpu dagana 19.–21. október sl. Þar steig í pontu Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Skýr greinarmunur var gerður á fæðuöryggi (e. food security) annars vegar og fæðusjálfstæði eða sjálfsaflahlutfalli í fæðuframleiðslu (e. food self-sufficiency) hins vegar. Fæðuöryggi þjóða getur verið uppfyllt með því að uppfylla fæðuframboð án tillits til staðsetningar framleiðslunnar. Fæðusjálfstæði þjóðar ræðst hins vegar af hæfni hennar til að fullnægja fæðuþörf með eigin framleiðslu. Jóhannes birti sjálfsaflahlutfall fimm eylanda í norðri og vísaði þar í tölur úr skýrslu sem unnin var fyrir Norðurlandaráð og Norrænu ráðherranefndina árið 2022. Ísland mælist þar með 53% sjálfsaflahlutfall, Færeyjar mælast með 22%, Grænland 17%, Åland með 59% og Bornholm 6%. Sjálfsaflahlutfall Íslands hefur minnkað Jóhannes bendir á að sjálfsafla­ hlutfallið á Íslandi hafi minnkað og vísaði þar í niðurstöður sem birtust í skýrslunni Fæðuöryggi á Íslandi, frá árinu 2021, þar sem kom meðal annars fram að hlutfall erlendra matvara hefur aukist á kostnað þess sem framleitt er hér á landi. Á pallborðinu spurði Jóhannes hvað gæti valdið þessum samdrætti á Íslandi. Ekki væri um að ræða skort á auðlindum eða innviðum til aukinnar fæðuframleiðslu, heldur mætti rekja þær til samspils efnahagslegra þátta. Hann nefndi að hér skorti hvata til aukinnar framleiðslu landbúnaðarafurða, búskapur væri láglaunastarf og of lítið væri gert til að taka frá besta mögulega landsvæði til landbúnaðarframleiðslu. Bændur taka á sig neikvæða þróun „Þó að mörgum finnist matarkarfan dýr þá hefur hún til lengri tíma litið verið minnkandi hluti af heildarkostnaði heimilanna. Þegar landverð hækkar og kaupmáttarþróun hjá flestum starfsstéttum er jákvæð á meðan afkomuþróun í landbúnaði er neikvæð, verður landbúnaðurinn óhjákvæmilega undir í samkeppni um auðlindir og mannafla. Þetta er stór ógn og getur valdið algeru hruni eins og mörg dæmi finnast um í mannkynssögunni,“ segir Jóhannes, en hann var fenginn til að vinna tillögur að fæðuöryggisstefnu fyrir matvælaráðuneytið árið 2022. Síðan þá hefur Matvælastefna og Landbúnaðarstefna verið samþykkt á Alþingi. „Mín skoðun er að þrátt fyrir góðar aðgerðir stjórnvalda varðandi kornræktina og fleira þurfi að mæta því sérstaklega hvað ástandið í heiminum síðustu misseri hefur þýtt fyrir landbúnaðinn. Það þarf sértækar aðgerðir núna til að forða hruni og jafnframt að byggja umgjörð landbúnaðarins til framtíðar þannig upp að hún geri ráð fyrir og mæti svona sveiflum. Meðan flestar stéttir geta barist fyrir sínum kaupmætti mjög reglulega í kjarasamningum, eru samningar bænda við ríkið bundnir til mjög langs tíma, og taka almennt ekki mið af sveiflum í kostnaðarliðum. Þar að auki hefur það afurðaverð sem markaðurinn greiðir tilhneigingu til að hækka seinna heldur en kostnaðurinn gerir. Bændur hafa enga tryggingu fyrir stöðugum kaupmætti, hvað þá kaupmáttaraukningu, heldur þurfa þeir að taka af launum sínum neikvæða þróun allra helstu kostnaðarliða þessi misserin, með skelfilegum afleiðingum fyrir nýliðun í landbúnaði og sjálfsaflahlutfall í fæðuframleiðslu, sem er mikilvægur hluti fæðu­ öryggis,“ segir Jóhannes. /ghp Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, í pontu á Arctic Circle í Hörpu. Mynd/ghp Bótakrafa frá blóðmerabændum Bændasamtökin hafa sent mat- vælaráðuneytinu formlega athuga- semd við þá ákvörðun að fella blóðmerahald undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni. Þetta sé skerðing á atvinnufrelsi sem njóti verndar stjórnarskrár. Þar með hefur reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum frá 2022 verið felld niður en upphaflega átti hún að gilda til 2025. Óttast er að breytingin hafi í för með sér íþyngjandi og ósanngjarnar afleiðingar fyrir þá sem greinina stunda. Í erindinu segir að blóðmerahald hafi verið stundað í hartnær hálfa öld og sé rakið til rannsókna á fimmta og sjötta áratug tuttugustu aldar. Því sé auðvelt að rökstyðja að atvinnugreinin eigi ekki heima í reglugerð um vísindarannsóknir á dýrum. Í einum kafla reglugerðarinnar eru listuð upp þau dýr sem má nota í vísindarannsóknir. Mjög ströng skilyrði eru við notkun dýra af tegundum í útrýmingarhættu, apaköttum og dýrum sem tekin eru úr náttúrunni. Heimilt er að nota dýr sem eru ræktuð til að nota í tilraunum og er í reglugerðinni taldar upp tegundirnar húsamús, brúnrotta, naggrís, gullhamstur, kínahamstur, mongólsk stökkmús, kanína, taminn hundur, húsköttur, froskur, sebradanni og apakettir. Í erindi Bændasamtakanna segir að þetta sé tæmandi upptalning og að blóðtökuhryssur falli ekki undir þessar skilgreiningar. Matvælastofnun geti þó veitt undanþágu frá þessari upptalningu á grundvelli vísindalegra raka og sé þess væntanlega þörf til að blóðtökubændur geti stundað sína starfsemi á grundvelli reglu­ gerðarinnar. Tilgangur reglugerðar­ innar er að stuðla að takmörkun á notkun dýra í vísinda­ og menntunarskyni. Bændasamtökin benda á að það standist ekki skilyrði um meðalhóf að fella blóðmera­ hald undir þessa reglugerð þar sem það muni takmarka fjölda hryssa í blóðtökustarfsemi og þá atvinnufrelsi bænda. Þá sé tekið fram í stjórnar­ skránni að ef leggja skuli bönd á atvinnufrelsi þurfi að setja um það lög á Alþingi á meðan reglugerðarákvæði nægi ekki ein og sér. /ÁL Blóðmerahald hefur verið stundað í hartnær hálfa öld á Íslandi. Mynd / ghp Mjólkurkvóti: Eftirspurn mun minni en framboð Haldinn var tilboðsmarkaður með greiðslumark í mjólk þann 1. nóvember. Í annað sinn í röð er á markaði mun minni eftirspurn en framboð. Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða nam 1.048.500 lítrum, en heildarmagn greiðslumarks sem boðið var fram í sölutilboðum var 3.287.023 lítrar. Matvælaráðuneytinu bárust 47 gild tilboð um kaup og sölutilboð voru 26. Í tilkynningu úr ráðuneytinu kemur fram að í gildi sé ákvörðun ráðherra um að hámarksverð skuli vera þrefalt afurðastöðvaverð, sem við lok tilboðsfrests var 389 krónur á lítrann. Við opnun tilboða hafi komið fram jafnvægisverðið 300 krónur á lítrann. Fjöldi kauptilboða undir jafn­ vægisverði var 16, en fjöldi sölu­ tilboða yfir jafnvægisverði var 17. Greiðslumark sem óskað var eftir var 1.600.500 lítrar. Heildarandvirði þess greiðslumarks sem viðskipti náðu til nam 314.550.000 krónum. Seljendur með tilboð á jafnvægisverði eða lægra voru níu og selja 70,4 prósent af sínu framboðna magni, en kaupendur með tilboð á jafnvægisverði eða hærra eru 31 og fá allt það magn sem sóst var eftir. Í tilkynningunni kemur fram að sala greiðslumarks fari nú fram samkvæmt gildum tilboðum. Matvælaráðuneytið muni senda öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram. Upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast í Afurð. /smh Matvælaráðuneytinu bárust 47 gild tilboð um kaup og sölutilboð voru 26.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.